Ný saga - 01.01.1998, Síða 37

Ný saga - 01.01.1998, Síða 37
Hernám hugans hann makráður í hægindi sínu og horfir á her- sjónvarp, en tekur fálega málaleitunum séra Bernharðs sem vill gera gangskör að því að koma í veg fyrir svallsamkomur unglings- telpna eyjarinnar með hermönnum í herstöð- inni. í lok dómsdagskaflans eru ráðamenn þjóðarinnar hver af öðrum dæmdir til dauða og látnir gista hel.94 Þannig lýsir Jón Óskar gangi Svartrar messu og þarf ekki að leita langt til að sjá hvaðan fyrirmyndirnar eru fengnar. I orðræðu andstæðinga Keflavíkursjón- varpsins var íslandi oftast stillt upp sem hreinu, saklausu og óspilltu landi sem byggi að sérstæðri og merkilegri menningararfleifð sem gerði íslendinga frábrugðna öllum öðr- um. Hér á landi væri alþýðan upplýstari en víðast hvar annars staðar og æskan óspillt. Bandaríkjamönnum og fjölmiðlum þeirra var hins vegar úthlutað hlutverki skúrksins. Þeirra var að sýkja hugsunarhátt þjóðarinnar, slæva dómgreind hennar og draga hana niður í spillinguna sem fyrirfannst í Bandaríkjun- um. Engu var líkara en að ísland væri í hlut- verki saklausrar sveitastúlku sem vart mátti vamm sitt vita, en Bandaríkin í hlutverki hins veraldarvana glaumgosa sem hafði það eitt að markmiði að fleka stúlkuna og henda henni síðan frá sér í angist og uppnámi eftir að hún hafði gagnast honum. Áróður eða afþreying? Andstæðingar Keflavíkursjónvarpsins vísuðu oft til þess að frá Keflavík bærist linnulaus áróður Bandaríkjastjórnar sem miðaði að því að grafa undan íslensku þjóðerni. Víst mátti finna áróður gegn kommúnisma í sjónvarpinu en áróður sem beindist gegn íslensku þjóð- erni er vandfundinn. Ef litið er á dagskrána má sjá að dagskráin líkist helst því sem sjá má á Stöð 2 í dag og er til merkis um aukið vægi bandarísks efnis í íslensku sjónvarpi í seinni tíð. Við skulum líta á dagskrá Keflavíkursjón- varpsins þann 19. desember 1967 til glöggvun- ar og bera hana saman við dagskrá Ríkissjón- varpsins eins og hún birtist í Sjónvarpstíðind- um. Dagskrár sjónvarpsstöðvanna þriðjudaginn 19. desember 1967 Keflavíkursjónvarpið 17.00 Þriðjudagskvikmyndin: „Miracle on 34lh Street" (Sjá föstud. 22. des.). 18.30 Mayor of the Town: „Borgarstjórinn". 19.00 Fréttir. 19.25 Moments of Reflection: „Þankabrot". 19.30 Fréttaþáttur. 20.00 Lost in Space. „Ævintýri í geimnum“. - Robinson fjölskyldan lendir í mörgum spennandi ævintýrum, þegar hún ferðast til annarra hnatta. 21.00 Green Acres: „Grænar grundir" - Gamanþáttur. 21.30 Skemmtiþáttur Smotherbræðra: Tom og Dick Smother kynna ýmsa góða skemmtikrafta. 22.30 Fractured Flickers: Sambland af þöglum kvikmynd- um og teiknimyndum. 23.00 Kvöldfréttir. 23,15 Leikhús norðurljósanna: „The Brasher Doubloon". - Spennandi kvikmynd frá Twentieth Century-Fox, tekin árið 1947, með George Montgomery og Nancy Guild í aðalhlutverkum. (Sýningart. 1 klst. og 29 mín.). íslenska sjónvarpið 20.00 Erlend málefni. Umsjón: Markús Örn Antonsson. 20.20 Tölur og mengi. 13. þáttur Guðmundar Arnlaugs- sonar um nýju stærðfræðina. 20.40 Nauðsyn öryggis í æsku. Fjallað er um barnauppeldi, einkum með tilliti til öryggisráðstafana, sem gera þarf til þess að forða börnum frá hættum. Þýðandi: Sigríður Þorgeirsdóttir Þulur: Óskar Ingimarsson. 21.05 Um vefjaflutning. Árni Björnsson, læknir, sýnir og skýrir, hvernig fluttir eru vefir úr einum líkamshluta í annan og jafnvel milli einstaklinga. 21.25 Nýjasta tækni og vísindi. Þýðandi: Reynir Bjarnason Þulur: Andrés Indriðason 21.50 Fyrri heimsstyrjöldin. (16. þáttur) Bandaríkin skerast í leikinn. Þýðandi og þulur: Þorsteinn Thorarensen. 22.15 Dagskrárlok. 35
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.