Ný saga - 01.01.1998, Page 52

Ný saga - 01.01.1998, Page 52
Óskar Guðmundsson Mikil áhersla var lögð á það að eignast góð- an og mikinn mó. Undir því var allt komið, því til sveita sáust ekki kol á þeim árum Mynd 4. Titilsíðan í dagbók Magnúsar fyrir árið 1905. Gömlu móverkin Eitt af því sem breyst hefur í atvinnulífi þjóð- arinnar eru gömlu móverkin. Yfir aldanna raðir var ekki annað notað til eldsneytis en mór hér á Islandi, því víðast hvar á landinu er mikill mór í jörðu þó í einstaka stað sé hann ekki. Það sýnir sig líka þegar maður ferðast yfir landið að sjá þessar miklu mógrafir víðs- vegar. Gömlu mennirnir hafa unnið svo illa að þessum mógröfum sums staðar að þar eru drápshættur fyrir skepnur sem oft liafa og eru að fara í þær. Þetta sáu ekki gömlu mennirnir. A mínum uppvaxtarárum ólst ég upp við móvinnu. Mikil áhersla var lögð á það að eignast góðan og mikinn mó. Undir því var allt komið, því til sveita sáust ekki kol á þeim árum. Munur á mótekju í sveit og þorpi Hér í Ólafsvík var mikil mótekja því kol voru lítið flull hér í verslanir. Þótti ágætt að fá þau lítilsháttar með mó. Og á stríðsárunum frá 1914-1918 sáust ekki kol hér. Þá varð að taka upp mó svo það dygði hverju heimili yfir árið. Eg varð aldrei var við í sveitinni að það væri sérstakur hamagangur við móverkin eins og gerðist í Ólafsvík. Sú vinna var unnin eins og önnur störf með rólegheitum ásamt öðrum heimilisstörfum. Þar gekk allt rólega, þar átti hver jörð sitt heimamótak, sem ábúendur voru einir um. En öðru máli var að gegna hér í Ólafsvík. Þar voru svo margir sem þurftu að móverka í sama mótaki jarðarinnar. Þar höfðu allir sama leyfið. Þar vildi hver sinni totu fram ota með að ná í besta mótakið því sums staðar voru 5-6 skófluslungur niður á mótakið, en á öðr- um stöðuni ekki nema 1-2. En sama afrof og fyrirhöfn niður að móstálinu sjálfu. Svo var annað sem rifist var um og það var þerrivöllurinn því hann var oft of lítill í sam- anburði við mótekjurnar. Var þá mismunur á vegalengd fyrir þá sem báru út móinn á bör- um en sumir reiddu út á hestum í hripum eða barkrókum eins og þá gerðist. Það voru sumir menn ágjarnir þar innan um sem veittu mönnum yfirgang, tóku stund- um ruddar grafir hjá öðrum eða fóru í mótak þeirra sem voru búnir að taka upp eitthvað áður og ruddu þá stundum mó þeirra niður í grafirnar. Þetta gerðist mest á morgnana áður en almenningur var kominn upp á fjallið. Ég ætla ekki að lýsa því hvað þá gekk á eins og eðlilegt var. Þessi móverk á Ólafsvíkurfjalli voru ofl söguleg í þá daga. Mér finnst nú að þarna hafi verið ævintýra- líf og minnist ég margs frá þessum liðnu árum. Ég varð eins og aðrir að starfa á hverju vori að móverkum. Var þá vanalegt eins og fleiri gerðu að taka einn dag og hafði ég þá með mér karlmann til að taka upp með mér og tvo kvenmenn til að bera út móinn, út á þerrivöllinn, og var það erfitt verk. Það var oft skemmtilegt í góðu veðri að vera uppi á fjalli með duglegu og skemmti- legu fólki. Það var víðáttumikið svæði, þarna voru ótal flokkar við verk og þar var unnið af 50
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.