Ný saga - 01.01.1998, Page 55

Ný saga - 01.01.1998, Page 55
Sískrifandi smiður vaxandi - á haustverlíðum var oft mikið um útróðramenn. Það þótti lengi erfið kirkjusókn í Olafsvík að sækja kirkju innað Fróðá og eins að flytja lík þangað á öllum tíma árs því vegur er lang- ur og yfir tvær slæmar ár að fara, Fossá og Fróðá. Það fór því að bera á því að Ólaísvík- ingar vildu fara að koma upp kirkju í Ólafsvík en lil þess skorti bæði fé og framkvæmdir. Hrökkluðust til Ameríku Um 1890 fluttist hingað nýr verslunarstjóri til gömlu Ólafsvíkurverslunarinnar. Það var Ein- ar Markússon sem síðar varð kaupmaður hér, mikill áhuga- og dugnaðarmaður sem lyfti upp mörgunr framkvæmdum. Hann reis þá upp nreð miklum áhuga fyrir því að byggja kirkju í Ólafsvík ásamt fleiri áhugamönnum, þ.e. færa Fróðárkirkju til Ólafsvíkur. Þá byrj- uðu fundahöld um kirkjufærslumálið og ég hefi heyrt sagt frá því að það hafi oft verið heitir fundir, því allir innri hreppsbúar hafi staðið fast á nróti kirkjufærslunni. Töldu þeir kirkjusókn til Ólafsvíkur örðuga eins og Óls- ararnir töldu að sækja kirkju innað Fróðá. Þó fór það svo að atkvæðagreiðsla fór fram í söfnuðinum, þar sem kirkjufærslan var sam- þykkt með meirihluta atkvæða. Eftir atkvæða- greiðsluna reis upp megn óánægja hjá inn- sveitarmönnum, því þá voru þar margir bænd- ur stífir í sinni, kirkjuræknir og vanafastir og undu illa þessum málalokum. Fór það svo að tveir bændur vildu ekki láta undan, heldur fluttu þeir burtu af jörðum sínum úr sveit- inni, alla leið til Ameríku. Þetta voru bændurnir Grímólfur Ólafsson hreppstjóri í Mávahlíð og Sturla Bjarnason í Kötluholti, og nokkrir bænd- ur seni eftir sátu munu sjaldan hafa sótl messu í Ólafsvík. Gerningaveður viö flutninga Vorið 1892 kom norskt timburskip á Ólafs- víkurhöfn með við í þá fyrirhuguðu Ólal'svík- urkirkju; tilhöggvin grind og allt sem henni lilheyrði svo sem timburglugga og annað byggingarefni og var búið að ætla henni stað út á svokölluðum Ólafsvíkurbölum, fallegum stað. Þá voru ráðnir fjórir smiðir til að selja hana upp; 1. yfirsmiður var Bjarni Þorkels- son, sonur séra Þorkels Eyjólfssonar á Staðar- stað, 2. Ágúst Þórarinsson, þá skólastjóri í Ólafsvík, síðar kaupmaður í Stykkishólmi, 3. Guðbrandur Guðbrandsson smiður og bóndi á Fróðá, 4. Gunnlaugur Gunnlaugsson snrið- ur Ólafsvík. Settu þessir menn kirkjuna upp þetta sumar, en fyrirhugað var að vígja hana fyrir jólin 1892. í skammdeginu, 2. desember, var sóknar- mönnum gert að skyldu að sækja altarið og prédikunarstólinn inn í Fróðárkirkju, en þessa gripi átti að nota í hina nýju Ólafsvíkur- kirkju. Þurftu mennirnir að bera þessa hluti á rám eða kviktrjám sem kallað var, því þá voru ekki konrin þau farartæki sem nú gerist. Veð- ur var gott að morgni þessa dags. En þegar burðarkarlar voru að leggja af stað með þess- ar þungu byrðar frá Fróðá og komnir út í Króka, þá skall á þá svo mikið norðanrok með sorta kafaldsbyl og gaddfrosti, að við sjálft lá að þeir yrðu að skilja eftir stólinn og altarið. En af því að þetta voru harðduglegir menn þá komust þeir alla leið út í kirkju. Þessi ferð var gömlum mönnum lengi minnis- stæð. Og ekki var laust við að þeir sem voru hjátrúarfullir gerðu sér þær hugmyndir að veður þetta hefði verið gerningaveður sem hefði verið frá fornum framliðnum úr kirkju- garðinum á Fróðá. Þeir hefðu ekki verið ánægðir með að rnissa hina dýru gripi frá þessum fornhelga stað, þar sem bein þeirra hvíla á Fróðá. Mynd 7. Fyrír altarí gömlu Ólafsvíkurkirkju. Þarna er gamli prédikunars tóllinn úr Fróðárkirkju sem lenti i „gern- ingaveðrinu" 2. desember 1892. Og ekki var laust við að þeir sem voru hjátrúarfullir gerðu sér þær hugmyndir að veður þetta hefði verið gerningaveður sem hefði verið frá fornum framliðnum úr kirkjugarðinum á Fróðá
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.