Ný saga - 01.01.1998, Side 56
Óskar Guðmundsson
/■'
1 V
Mynd 8.
Ólafsvíkurkirkja
var vígð 26. mars
1893 og stendur
hún enn.
Kirkjuvígslu frestaö
Ekki gat orðið af kirkjuvígslunni í Ólafsvík
fyrir jólin. Það varð að fresta því þar sem pró-
fasturinn í Stykkishólmi, séra Eiríkur Kúld,
var orðinn gamall og farinn að heilsu.
Meðan unnið var að smíði kirkjunnar í
Ólafsvík var allt fólk sem dó í sókninni jarð-
sett á Fróðá. Kirkjan og kirkjugarður þar sem
búið var að byggja úr hlöðnu grjóti í Ólafsvík-
urtúni stutt frá kirkjunni beið vígslunnar.
Mynd 9.
Tvær opnur
úr dagbókum
Magnúsar, frá
árunum 1915
og 1919.
Þennan sama velur á útmánuðum 1893 var
séra Helgi Árnason sóknarprestur í Nesþinga-
prestakalli skipaður til að vígja þá nýju Ólafs-
víkurkirkju í veikindaforföllum prófastsins,
séra Eirfks Kúld í Stykkishólmi. Fór sú kirkju-
vígslualhöfn fram 26. mars. En fyrsta apríl, að
fimm dögum liðnum, vígði sami sóknarprest-
ur þann nýja kirkjugarð í Ólafsvík um leið og
fyrsta lík var jarðað þar, það var gamall mað-
ur, Bjarni Bjarnason þurfalingur, 66 ára.
Nú líða árin áfram sinn vanalega gang.
Alltaf fjölgar fólki í Ólafsvík svo að um síð-
ustu aldamót lelur Ólafsvík urn 600 manns.
Enda voru þá framfaraár þar um nokkra ára
skeið því þá reis hér upp stórframkvæmda-
maður Einar Markússon sem setti hér upp
stóra verslun og þilskipaútgerð og mótorbáta
og af því leiðandi mikil atvinna. En svo þegar
Einar varð að hætta útgerð vegna óhægrar
aðstöðu sem mest stafaði frá hafnleysi hér
fyrir stóra þilskipaútgerð.
Svo þegar fór að líða að árinu 1909 þá fór
að verða atvinnuleysi og mjög tregur fiskiafli
á eintómum árabátum, lágt fiskverð og ein
einokunarverslun á staðnum sem var Millj-
ónaverslunin. Varð þá mikil fátækl í Ólafsvík
svo að margir urðu að leita til hreppsnefndar-
innar. En í Innsveitinni var alll blómlegra. Þar
voru allar jarðir og smákot í byggð, töluverð-
ur landbúnaður og notadrjúgur sjávarafli með
landbúnaðinum.
Fátækt - krafa um tví.skiptingu hreppsins
Þá fóru þeir Innsveitarmenn að líta í kringum
sig og leist ekki á blikuna, afkomu fátækling-
anna í Ólafsvík, og hafa þá efalaust búist við
sveitarþyngslum. Þá risu þeir upp og vildu að
hreppnum yrði skipt í tvö hreppsfélög. Eftir
að þeir höfðu leitað til stjórnarvaldanna um
að fá leyfi til að skipta hreppnum. Voru hafin
fundahöld um það mál og samþykkl að lok-
um. Fóru hreppaskiptin fram 1911 og voru
hrepparnir kallaðir Ólafsvíkurhreppur frá
Ólafsvíkurenni inn að Fossá en innri hlutinn
frá Fossá inn að Búlandshöfða og var nefnd-
ur Fróðárhreppur og þar með lagður niður
Neshreppur innri.
En það var ekki öll nótt úti enn hjá þeim
Fróðhreppingum. Nú vildu þeir líka fá sókn-
arskipti og byggja kirkju á Brimilsvöllum.
Þeim þótti erfitt að sækja lil Ólafsvíkurkirkju,
sem var líkl og Ólsurum þótti að fara inn að
Fróðá. Hér á bakvið hefur eflaust lifað neisti
á gömlum glóðum frá þeim árum að Ólafsvík-
ingar urðu yfirsterkari í því máli að laka
kirkjuna frá Fróðá og flytja hana til Ólafsvík-
ur. Þá voru enn nokkrir eldri menn lifandi
54