Ný saga - 01.01.1998, Side 59
Guðmundur Hálfdanaison
Fullveldi fagnað
inn 1. desember 1918 komu íbúar
Reykjavíkur saman við Stjórnar-
ráðshúsið til að fagna formlegri gild-
istöku dansk-íslenskra sambandslaga. Með
lögunum var loks bundinn endi á deilur Dana
og Islendinga um stöðu íslands í konungsrík-
inu, en þær liöfðu í raun staðið allt frá því að
Trampe greil'i sleit þjóðfundi nær sjö áratug-
um áður í trássi við vilja mikils meirihluta
þingfulltrúa. Nú höfðu „Islendingar ... unnið
fullkominn sigur í sjálfstæðisbaráttunni og
ekki hopað frá neinum aðalkröfum sínum“,
fullyrti ónefndur greinarhöfundur í dagblað-
inu Vísi þennan dag,1 og því var ærið tilefni til
að gleðjast. Ef marka má lýsingu Morgun-
blaðsins á atburðum dagsins var þó lítil reisn
yfir hátíðarhöldum í höfuðstað hins nýja full-
valda ríkis á þessum merkisdegi í sögu þjóð-
arinnar. „Inflúenzan á eflaust mikinn þátt í
því, að fagnaðurinn í fyrradag varð eigi meiri
og almennari en raun varð á“, segir í upphafi
greinar um fullveldisdaginn, og er þar vísað til
spænsku veikinnar sem herjað hafði á íbúa
höfuðborgarinnar frá því í lok októbermán-
aðar. „Hennar vegna var það einnig að ýmis-
legan undirbúning,“ hélt Morgunblaðið áfram,
sem nauðsynlega þurfti að gera undir at-
höfnina, vantaði. Lúðraflokkurinn var t.d.
svo illa æfður að raun var á að hlýða, og
vita menn að hann getur þó gert miklu bet-
ur. ... En svo er annað, sem ekki er hægt að
afsaka. Fólk sýnir ónærgætni, sem því er
alls ekki samboðin. Það vita allir að ótil-
hlýðilegt er að skeggræða við náungann,
meðan verið er að halda ræður. Það vita
allir að tilhlýðilegt er að laka ofan fyrir
þjóðsöngvum á opinberum samkomum.
Það vita allir að ekki á að hrópa tífalt húrra
fyrir konunginum, og þeir sem ekki kunna
| að telja upp að níu ættu helzt að þegja.
Mynd 1.
Frá athöfn við
Stjórnarráðshúsið
á fullveldisdaginn
1. desember 1918.
57