Ný saga - 01.01.1998, Page 75
Saga í sviðsljósi
Jochumssonar eru talin vera fyrstu landslags-
myndirnar eftir íslenskan mann.3 Þar fer sam-
an nýsköpun í leiklist og myndlist. Þegar heim
er komið blandar Sigurður Guðmundsson
saman upplýsingu og rómantík á sinn sér-
stæða hátt. Hann metur listir og þjóðerni nrik-
ils að rómantískum hætti en hann trúir líka á
gagnsemi listarinnar. Vill hafa leikritin á ís-
lensku og virðist telja metnað í listum til þess
fallinn að styrkja sjálfsvitund þjóðarinnar og
stuðla að sjálfstæði hennar. Hagsýni eða auga
fyrir notagildi liefur löngum fylgt bændum og
á þessunr tíma er bændaþjóðlelag á íslandi og
jafnvel rómantísk fegurð og þjóðlegar vættir
verða að vera lil einhvers gagns. Að mati
Sveins Einarssonar er Sigurður „fyrsti nútíma-
leikhúsmaðurinn, kannski fyrsti nútímalegi
menningarhugsuðurinn á Islandi“.4
Það er eins og fyrri daginn nokkuð erfitt að
vita hvað felst í orðinu „nútímalegur". Engu
að síður er þó ljóst að heinrkoma Sigurðar
boðar kaflaskil í sögu myndlistar og leiklistar
á íslandi.
I kjölfar Sigurðar koma svo þeir Matthías
Jochumsson og Indriði Einarsson og verða
fyrstir íslenskra leikritahöfunda til að ná
verulegum vinsældum. Sigurður nrun hafa
stutt mjög dyggilega við bakið á báðum.
Hann málaði leiktjöld, stýrði uppsetningum
og lagfærði texta. Leiklist á íslandi skýtur rót-
um í skjóli rómanlískra hugnrynda og þjóð-
frelsisbaráttu en eignasl fljótlega sterka liðs-
menn úr röðurn raunsæismanna. Þar ber rnest
á Einari H. Kvaran.
Sveinn Einarsson ræðir í lok íslenskrar
leiklistar I um leiklisl í íslensku dreifbýli.
Dreifbýlið tekur furðu hratt við sér en vaxtar-
broddur leiklistarinnar verður í Reykjavík
vegna þess að landsbyggðin á við fámenni að
stríða þó að Akureyringar standi sig nokkuð
vel eins og fyrri daginn.
Dreifbýlisyfirreið Sveins sýnir vel þann
vanda sem því fylgir að hefja urnræðu unr
vanrækt svið menningarh'fsins. Varðveisla
heimilda um leiklist er slærn. Iðulega eru
merkar heimildir í einu handritseintaki en
nánast ekkert á prentuðum bókunr. Höfund-
urinn verður að reyna að gera lesendum kleift
að líta yfir sviðið en þar er að sjálfsögðu
margt sem að ósekju hefði nrátt eiga sig.
Jafnlramt koma fram atriði sem vekja for-
vitni og ef til vill hefði mátt vinna betur úr.
Tómas Jónasson, bóndi á Hróarsstöðunr í
Fnjóskadal, skrifaði leikrit sem hann kallaði
Vinina og virðist skrifað eða sýnt árið 1878.
Það er einnig til í eiginhandarriti og heilir þá
Mynd 1.
Úr Pilti og stúlku
jóiin 1934. Frá vinstri:
Alfreð Andrésson,
Arndís Björnsdóttir,
Gunnar Hansen og
Magnea Sigurðsson.
BÓKUM
73