Ný saga - 01.01.1998, Page 80
Kristján Jóhann Jónsson
Mynd 5.
Gísli Halldórsson
í Leikur án orða
eftir Beckett.
inþættir. Þjóðsagnaveruleiki sem rímar við
menningu landsbyggðarinnar og græðgi og
liarka í fjármálum sem eins konar kennimark
vaxandi þéttbýlis á mölinni. Leikritið varð
afar vinsælt, sýningar teknar upp aftur og aft-
ur og urðu 40-50.
Sveinn Einarsson virðist telja að vinsældir
leikritsins hafi fyrst og fremst byggst á leik
Stefaníu en hún lék ágjörnu systurina. Jón
Viðar skoðar hins vegar hvernig verkið höfð-
ar til samtímans og hvernig merking þess
magnast í ljósi hans.
Það er áberandi munur á skilningi þeirra
Jóns Viðars og Þórunnar Valdimarsdóttur
þegar kemur að þætti raunsæisstefnunnar í ís-
lenskri leiklist. Hún undirstrikar málefnaleg-
an styrk raunsæismanna en Jón hefur greini-
lega andúð á raunsæisverkum en er hallur
undir melódramatísk og rómantísk verk og
vill gera hlut þeirra sem mestan. Markalínur
eru hins vegar ekki hreinar hér frekar en ann-
ars staðar þegar kemur að íslenskri hug-
myndasögu. Sveinn Einarsson hefur í sínum
bókum bent á þá athyglisverðu staðreynd að
Lénharður fógeti eftir raunsæispostulann Ein-
ar H. Kvaran er rómantískt verk á meðan
Skipið sekkiir eftir hinn rómantíska Indriða
Einarsson er ef til vill fyrsta fullmótaða raun-
sæisleikrit Islendinga. Hvorugur þeirra rúm-
ast á bás sinnar stel'nu.
Jón Viðar Jónsson dregur með öðrum orð-
um taum Stefaníu í lýsingum á henni og á
erfitt með að láta raunsæismenn njóta sann-
mælis en greiningar hans á samspili leikhúss
og samtíðar eru bráðskemmtilegar.
Einn erfiðasti þátturinn í því að skrifa leik-
listarsögu er tvímælalaust sá vandi að skil-
greina list leikarans á trúverðugan hátt. Um-
ræðu um list og listsköpun hef ég lengi haft
tilhneigingu til að greina sundur á einfaldan
hátt eftir því hvort talað er út frá sjónarhóli
listamanns eða gagnrýnanda. Lcikarar og
aðrir listamenn láta iðulega í ljós djúpa fyrir-
litningu á skoðunum sérfræðinga, hverju
nafni sem þeir nefnast; hvort sem það eru
leikhúsgagnrýnendur, bókmenntafræðingar
eða listfræðingar. Sérfræðingaklíkurnar hafa
á liinn bóginn verið staðnar að því að bera
litla virðingu fyrir útskýringum listamanna á
list sinni. Orð og gjörðir (teoría og praxís)
búa í stríðu sambýli á listaheimilinu og reynd-
ar víðs vegar í hinu vestræna menntakerfi.
Jón Viðar Jónsson og Sveinn Einarsson
taka hvor sína afstöðuna í þessum efnum. Það
leynir sér ekki í texta Sveins að þar fer marg-
reyndur leikstjóri sem veit hvað gerist á svið-
inu og hefur næmt auga l'yrir því hvernig hæfi-
leikar leikara geta birst í lislrænu formi sem
heillar áhorfandann.
Þegar Sveinn ræðir um list Stel'aníu Guð-
Mynd 6.
Skemmtiferð á víg-
völlinn eftir Arrabal
var einn nokkurra
einþáttunga sem
settir voru á svið hjá
L.R. á sjöunda ára-
tugnum. Frá vinstri:
Arnar Jónsson,
Borgar Garðarsson,
Haraldur Björnsson
og Áróra Halldórs-
dóttir.