Ný saga - 01.01.1998, Page 80

Ný saga - 01.01.1998, Page 80
Kristján Jóhann Jónsson Mynd 5. Gísli Halldórsson í Leikur án orða eftir Beckett. inþættir. Þjóðsagnaveruleiki sem rímar við menningu landsbyggðarinnar og græðgi og liarka í fjármálum sem eins konar kennimark vaxandi þéttbýlis á mölinni. Leikritið varð afar vinsælt, sýningar teknar upp aftur og aft- ur og urðu 40-50. Sveinn Einarsson virðist telja að vinsældir leikritsins hafi fyrst og fremst byggst á leik Stefaníu en hún lék ágjörnu systurina. Jón Viðar skoðar hins vegar hvernig verkið höfð- ar til samtímans og hvernig merking þess magnast í ljósi hans. Það er áberandi munur á skilningi þeirra Jóns Viðars og Þórunnar Valdimarsdóttur þegar kemur að þætti raunsæisstefnunnar í ís- lenskri leiklist. Hún undirstrikar málefnaleg- an styrk raunsæismanna en Jón hefur greini- lega andúð á raunsæisverkum en er hallur undir melódramatísk og rómantísk verk og vill gera hlut þeirra sem mestan. Markalínur eru hins vegar ekki hreinar hér frekar en ann- ars staðar þegar kemur að íslenskri hug- myndasögu. Sveinn Einarsson hefur í sínum bókum bent á þá athyglisverðu staðreynd að Lénharður fógeti eftir raunsæispostulann Ein- ar H. Kvaran er rómantískt verk á meðan Skipið sekkiir eftir hinn rómantíska Indriða Einarsson er ef til vill fyrsta fullmótaða raun- sæisleikrit Islendinga. Hvorugur þeirra rúm- ast á bás sinnar stel'nu. Jón Viðar Jónsson dregur með öðrum orð- um taum Stefaníu í lýsingum á henni og á erfitt með að láta raunsæismenn njóta sann- mælis en greiningar hans á samspili leikhúss og samtíðar eru bráðskemmtilegar. Einn erfiðasti þátturinn í því að skrifa leik- listarsögu er tvímælalaust sá vandi að skil- greina list leikarans á trúverðugan hátt. Um- ræðu um list og listsköpun hef ég lengi haft tilhneigingu til að greina sundur á einfaldan hátt eftir því hvort talað er út frá sjónarhóli listamanns eða gagnrýnanda. Lcikarar og aðrir listamenn láta iðulega í ljós djúpa fyrir- litningu á skoðunum sérfræðinga, hverju nafni sem þeir nefnast; hvort sem það eru leikhúsgagnrýnendur, bókmenntafræðingar eða listfræðingar. Sérfræðingaklíkurnar hafa á liinn bóginn verið staðnar að því að bera litla virðingu fyrir útskýringum listamanna á list sinni. Orð og gjörðir (teoría og praxís) búa í stríðu sambýli á listaheimilinu og reynd- ar víðs vegar í hinu vestræna menntakerfi. Jón Viðar Jónsson og Sveinn Einarsson taka hvor sína afstöðuna í þessum efnum. Það leynir sér ekki í texta Sveins að þar fer marg- reyndur leikstjóri sem veit hvað gerist á svið- inu og hefur næmt auga l'yrir því hvernig hæfi- leikar leikara geta birst í lislrænu formi sem heillar áhorfandann. Þegar Sveinn ræðir um list Stel'aníu Guð- Mynd 6. Skemmtiferð á víg- völlinn eftir Arrabal var einn nokkurra einþáttunga sem settir voru á svið hjá L.R. á sjöunda ára- tugnum. Frá vinstri: Arnar Jónsson, Borgar Garðarsson, Haraldur Björnsson og Áróra Halldórs- dóttir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.