Ný saga - 01.01.1998, Síða 83
Halldór Armann Sigurðsson
Um áttvísinnar
gagn og nauðsynjar
inn ónafngreindi 12. aldar snillingur
sem kallaður hefur verið virðingar-
heitinu „höfundur fyrstu málfræðirit-
gerðarinnar“ setti íslendingum stafróf að
hægra yrði „að rita og lesa ... bæði lög og átt-
vísi eða þýðingar helgar eða svo þau hin spak-
legu fræði er Ari Þorgilsson hefur á bækur
sett af skynsamlegu viti“.'
Ættfræðin er móðir sagnfræðinnar en nú á
dögum er hún þó hornkerling í ranni hennar,
orðin að hjáfræði sem sagnfræðingar með
sjálfsvirðingu líta ekki við.
Og Adam lifði hundrað og þrjátíu ár; þá
gat hann son í líking sinni, eftir sinni mynd,
og nefndi hann Set. ... Og er Metúsala var
hundrað áttatíu og sjö ára gat hann Lamek.
... Og er Lamek var hundrað áttatíu og
tveggja ára, gat hann son, og hann nefndi
hann Nóa og mælti: Þessi mun hugga oss í
erfiði voru og striti handa vorra, er jörðin,
sem Drottinn bölvaði, bakar oss.2
Hér felur ættartalan í sér framvindu sögunn-
ar, er sjálf framvindan. Og hliðstæður á ís-
lenskum bókum einu árþúsundi síðar, eða
tveimur, eru fljótfundnar, til að mynda Yng-
lingatal Ara fróða. Nútímamönnum kunna að
þykja þessar ættaromsur merkingarlausar og
jafnvel hlægilegar. En þær voru settar á bók-
fell af því að þeim sem það gerðu fannst að
þær skiptu máli, hefðu merkingu. Þeir litu
með öðrum orðum svo á að í ættartölunum
fælisl mikilvæg vitneskja um heiminn.
Lítum á annað dæmi:
Jón biskup Arason var höggvinn 1550.
Sonur hans var Ari lögmaður í Möðrufelli,
faðir Helgu er átli Pál Jónsson sýslumann,
Staðarhóls-Pál. Dóttir þeirra var Ragn-
heiður móðir Brynjólfs biskups. Önnur
dóttir Helgu og Páls var Elín móðir Magn-
úsar Björnssonar lögmanns og Sigríðar
Björnsdóttur er átti Pál sýslumann á Þing-
eyrum Guðbrandsson biskups Þorláksson-
ar. Sonarsonur Sigríðar og Páls var Jón
Þorláksson lögréttumaður í Víðidalstungu
er átti Hildi Arngrímsdóttur hins lærða Jóns-
sonar. Sonur Jóns og Hildar var Páll lög-
maður Vídalín.
Ég á heldur von á því að margir vilji telja að
þessi þula komi okkur við, sé partur af því
sem við viljum kalla íslandssögu. En lítum þá
á enn eitt dæmi:
Systir Páls lögmanns Vídalíns var Kristín,
kona Jóns Magnússonar sýslumanns í Búð-
ardal, bróður Arna handritasafnara. Jóni
var margt stórvel gefið, sarndi m.a. allmerka
íslenska málfræði, en hann var breytinn og
lánlítill í einkalífi sínu. Dóttir þeirra Krist-
ínar var Guðrún, kona Þorláks Bjömssonar
lögréttumanns í Sólheimum í Sæmundar-
hlíð. Dóttir þeirra var Halldóra Þorláksdótt-
ir, föðurmóðir Sölva Þorlákssonar bónda á
Þverá í Hrolleifsdal, afa Björns Bjarnason-
ar í Brekku hjá Víðimýri og Arna Magnús-
sonar á Mallandi á Skaga. Synir Björns
voru Andrés skáld og Andrés útvarpsstjóri
en dóttir Arna var Guðrún frá Lundi.
Sjálfum finnst mér þetta skemmtilegt því að
þarna eru nefndir föðurættingjar mínir. En kem-
ur öðrurn þetta við, er þetta partur af „hinni
almennu íslandssögu“? Þeirri spurningu vilja
ýmsir áreiðanlega svara neitandi en þá vand-
ast málið. Hvað er þess virði að vita það?
Öll sagnaritun er aðeins tilraun, talsvert
ófullkomnari en flestum okkar er ljúft að við-
urkenna. Veruleikinn og verðandin eru óend-
anlega margslungin og verða ekki „handsöm-
uð“ og endursögð. „Þjóðarsagan" er aðeins
sú túlkun á fortíðinni sem urn hefur náðsl
81