Ný saga - 01.01.1998, Blaðsíða 85
Um áttvísinnar gagn og nauðsynjar
Eins er þetta um ættfræðina. Ættartala
Jóns og Gunnu æsir að líkindum ekki fróð-
leiksþorsta margra annarra en þeirra sjálfra
en sitthvað annað í ættfræðinni ætti að skerpa
áhuga fleiri en þeirra skötuhjúanna, a.m.k.
sagnfræðinga og félagsfræðinga. En það er nú
verkurinn. íslenskir vísindamenn holt og bolt
eru áhugadaufir um ættfræði eða taka hana
a.m.k. ekki alvarlega sem rannsóknargrein.
Frá þessu eru vissulega undantekningar en
þetta er nú samt hinn almenni sannleikur.
Sú afsökun að íslenskir sagn- og félagsfræð-
ingar séu fáir ef ekki smáir er ógild hér. ís-
lendingar eiga rnikinn og einstakan ættfræði-
arf og hann ber þeim að ávaxta, sjálfum sér og
hinu alþjóðlega fræðasamfélagi til góða.
Kunnar eru þær nytjar sem erfðafræðin
hefur um þessar mundir af íslenskri ættfræði
en um þær skal þó ekki rætt hér, enda vekja
þær lítinn áhuga annarra en erfðafræðinga og
peningamanna (sem eru ekki endilega lakari
menn en ýmsir aðrir). Ættfræðin gefur á hinn
bóginn þvílík rannsóknarfæri á sviði félags-
sögu og lýðfræði að það sætir undrum að þau
skuli liggja ónýtt.
Örfá dæmi verða að duga þessu til lýsingar.
Frumathugun sem ég hef gert á viðgangi
nokkurra íslenskra ætta á 19. og 20. öld leiðir
í Ijós að hann er afar misör. Eftirfarandi tafla
sýnir niðjafjölda í „Krákustaðaætt" 1. júlí
1995 og viðgang hennar frá upphafi; tölurnar
innan sviga sýna hversu margir í hverri kyn-
slóð náðu tvítugsaldri eða höfðu náð þeim
aldri l.júlí 1995:
Viðgangur Krákustaðaœttar
Kynslóð Fœðingarár Niðjafjöldi Á líji 1995
i. 1856-1867 8 (3) -
2. 1887-1898 11 (11) -
3. 1909-1942 74 (68) 41
4. 1929-1978 254 (241) 240
5. 1951- 534 (181) 526
6. 1970- 191 (8) 191
7. 1989- 5 (0) 5
Alls 1077 1003
Fjölgun þessarar ættar (1856-1995) hefur
orðið 4-5 sinnum örari en svokallaðrar
„Torfaættar11 (1858—1991 ).4 Þessi stórfelldi mun-
ur virðist einkum skýrast af efnahag og mennt-
un. Systkinin níu sem Torfaælt rekst frá voru
af efnafólki og gengu öll í skóla erlendis. Syst-
urnar þrjár sem Krákustaðaætt er komin af
uxu á hinn bóginn upp í sárustu fátækt og
nutu engrar skólagöngu og raunar tfðkaðist
formleg menntun ekki í ættinni fyrr en á með-
al barnabarna þeirra systra, í 3. kynslóð ættar-
innar.
Athugun nu'n á þessum og fleiri ættum
bendir til þess að stéttaskipting hafi verið - og
sé - talsvert rnikil á íslandi, meiri en rnenn
vilja yfirleitt viðurkenna. Þetta er þó aðeins
vísbending. Alhugunin er of lítil til þess að
geta talist marktæk og auk þess er hugsanlegt
að einhverjar breytur sem ég athugaði ekki
hafi áhrif á fjölgun í ættum. En rannsóknar-
efnið er til staðar og bíður þess í ofvæni að
einhver geri því verðug skil.
Krákustaðaætt er upprunnin úr Sléttuhlíð í
Skagafirði en hefur orðið „óskagfirskari“
með hverri kynslóð, sem vonlegt er. I 2. kyn-
slóð bjuggu tæplega 64% ættarinnar enn í
Skagafirði en það hlutfall fór niður í 17,6% í
3. ættlið og í 4. kynslóð er hlutlall Skagfirð-
inga aðeins um 9,1%, nokkru lægra en hlut-
fall þeirra ættmenna í þessari kynslóð sem
Það kostar aðeins
fáeinar krónur að
skrá kirkjubækur
og manntöl á tölvur
og útbúa þannig
mann fræðilegan
gagnagrunn
83