Ný saga - 01.01.1998, Blaðsíða 93
/
Islensk sauðnautasaga
stjórnar í þessum eí'num og áleit hann vanda-
laust að halda sauðnaut sem nytjadýr.27
Sauðnautaáhugi á íslandi og
viðbrögð danskra stjórnvalda
Þrátt fyrir viðleitni Friis og annarra sauð-
nauta- og Islandsvina var Island sauðnauta-
laust land þegar Kaupmannahaí’narblaðið
Berlingske Tidende birti hinn 6. febrúar 1928
fréttaklausu þess efnis að íslenski Grænlands-
farinn Vigfús Sigurðsson hefði nýverið sótt
um fjárstyrk til Alþingis til að halda til Græn-
lands eftir sauðnautum í því skyni að flytja
þau til eldis heima á íslandi. Vigfús hafði tek-
ið þátt í leiðangri undir forystu danska höf-
uðsmannsins Johans Peters Kochs þvert yfir
meginjökul Grænlands árin 1912-13, og hafði
liann þá kynnst grænlensku dýralífi, þar á
meðal sauðnautum, sem höfðu ærslast við
hesta leiðangursmanna og reynst hin nytsöm-
ustu veiðidýr þegar vistir tók að þverra.28
Raunar hafði Vigfús sótt um fjárstyrk frá
Alþingi árið 1927 til þess að afla sauðnauta,29
en beiðni hans barst þá of seint til þess að
unnt væri að taka hana fyrir á þinginu. I þessu
erindi gerði Vigfús þingheimi grein fyrir
áformum sínum og fórust svo orð:
Síðan jeg fór um Grænlands-óbygðir með
höfuðsmanni J.P. Koch árið 1912-13 og
kyntist dýraríki þess og staðhátlum, hefi
jeg þrásinnis hugsað um það, að æskilegt
væri, að íslendingar gerðu út skip til veiði-
fanga norður á austurslrönd Grænlands, og
þá einkum í þeim tilgangi, að ná lifandi
Moskus-nauta-kálfum og flytja þá hingað
til lands. Mundi þetta harðfenga dýr þrífast
hjer á landi sjálfala og geta orðið lil góðra
nytja, þar sem vel hagar til. Par sem alls
eigi er amast við slíkri veiðiför af Dana
hálfu, þá er oss nú í sjálfsvald sett að takast
á hendur leiðangur í þessu skyni, og er jeg
nú að gangast fyrir fjelagsstofnun, til þess
að koma honum í framkvæmd, og jafn-
framt til þess að koma upp Moskus-nauta-
hjörðum hjer á landi.30
Vigfús endurnýjaði styrkbeiðni sína og hún
var tekin fyrir á Alþingi veturinn 1928. Það
vakti samstundis athygli í danska utanríkis-
ráðuneytinu, sem fól Frank le Sage de
Fontenay, sendiherra Dana á íslandi, að rann-
saka erindi Vigfúsar og viðbrögðin við því.
Það skyldi hann gera án þess að hal'a sam-
band við íslensku ríkisstjórnina, enda væru
sauðnautamál viðkvæm um þessar rnundir.
Norðmenn og Danir deildu um réttinn til
Austur-Grænlands og dýravinir í báðum
löndum létu til sín heyra í hvert sinn sem
fréttir bárust af sauðnautadrápi. Dönsk stjórn-
völd töldu að jafnvel mætti vonast eftir því að
sauðnautaveiðar væru orðnar svo illa þokk-
aðar rneðal almennings í Noregi að brátt yrði
grundvöllur fyrir samkomulagi um að tak-
marka veiðarnar frekar en Austur-Grænlands-
samningurinn gaf færi á. Við þessar kringum-
stæður áleit utanríkisráðuneytið afar óheppi-
legt ef Alþingi veitti Vigfúsi styrk til sauð-
nautafarar, auk þess sem þar var talið að dýr-
in gætu naumast koniið íslendingum að
nokkru gagni.31 Ekki gat þó komið til mála að
banna förina, því samkvæmt 6. grein Sam-
bandslagasamningsins frá 1. desember 1918
áttu Islendingar jafnan rétt á við Dani innan
dönsku ríkisheildarinnar,32 og nutu þar að
auki tilskipunarinnar frá 1924.
Fontenay fór nú á stúfana að grennslast
fyrir um áform Vigfúsar Grænlandsfara, og
varð fljótlega það ágengt að Jón Sigurðsson,
skrifstofustjóri Alþingis, leyfði honum að sjá
umsóknina um fjárstyrkinn. Henni fékk
sendiherrann snarlega snúið yfir á móðurmál
sitt og sendi til yfirboðara sinna í heimaland-
inu. Kvað hann ljóst að nokkur áhugi væri
fyrir sauðnautamálum á Islandi, og var sjálfur
þeirrar skoðunar, að færi svo að Alþingi og
ríkisstjórn Islands sýndu vilja til að styrkja
áform Vigfúsar, væri ekki nema réttmætt að
Danir veittu þeim einnig eitthvert liðsinni.
Tiltækið væri þó altént athyglisvert frá nátt-
úrufræðilegum sjónarhóli.33
Þess sjást engin merki að danskir embætt-
ismenn hafi haft sig í frammi við að liðsinna
íslendingum í sauðnautamálinu, en vonuðust
greinilega eftir því að geta haft hönd í bagga
með væntanlegri sauðnautaför. Fontenay var
falið að tilkynna íslenskum stjórnvöldum að
danska ríkisstjórnin fylgdist með áformunum
um sauðnautaflutninga til íslands með mikl-
um velvilja og gerði ráð fyrir að íslendingar
leituðu ráða hennar áður en af sauðnautaför
Mynd 9.
Vigfús Sigurðsson
Grænlandsfari,
upphafsmaður að
flutningi sauðnauta
til íslands.
íslendingar
myndu vart taka
sauðnautakrof
fram yfir íslenskt
kindakjöt eða
þykja sauð-
nautareyfi betri
til nytja en ull
af íslensku fé