Ný saga - 01.01.1998, Qupperneq 95

Ný saga - 01.01.1998, Qupperneq 95
íslensk sauðnautasaga söm um að efla íslenskan landbúnað. Einkum var hugað að því að styrkja landsbyggðina með því að fjölga sveitabýlum og hlynna að smábændum,43 en einnig var áhugi fyrir ýmiss konar nýbreytni í búnaðarháttum, þar á með- al innflutningi á nýjum tegundum nytjadýra. Því fór svo, að þrátt fyrir að Tryggvi Þórhalls- son forsætisráðherra hefði tekið dræmt í áform um innflutning sauðnauta og talið önn- ur úrræði heillavænlegri, komst sauðnauta- málið á rekspöl síðla vetrar 1929. Þá sýndi vaxandi áhugi á búskap með nýstárlegar dýrategundir sig í því að Gunnar Sigurðsson frá Selalæk, þingmaður Framsóknarflokksins í Rangárvallasýslu og einn af frumkvöðlum Islendinga í loðdýrarækt, flutti tillögu til þings- ályktunar um innflutning á lifandi dýrum: ref- um, loðkanínum og sauðnautum.44Þessari til- lögu var vísað til landbúnaðarnefndar neðri deildar Alþingis þar sem til varð lagafrum- varp sem fól í sér að ríkisstjórnin skyldi hið fyrsta gangast í að fá lifandi sauðnaut til landsins, til eldis á Norður- eða Austurlandi.45 Þetta tilkynnti danski sendiherrann yfir- boðurum sínum tafarlaust46 líkt og annað sem við bar í íslenskum sauðnautamálum. Emb- ættismenn í danska stjórnkerfinu voru því vel undir það búnir að taka þessi mál upp þegar Tryggvi Þórhallsson forsætisráðherra kom til Kaupmannahafnar í júní 1929. Ove Engell, deildarstjóri í utanríkisráðuneytinu, átti fund með Tryggva um sauðnautamálin og samdi eftir það væna skýrslu um stöðu þeirra og horfur. Deildarstjórinn steig sannkallaðan diplómatavals í samtali sínu við íslenska for- sætisráðherrann. Ekkert væri sjálfsagðara en Islendingar kæmu sér upp sauðnautum, en hann vildi vekja athygli á annmörkunum við veiðarnar og benti á hversu viðbrögðin við sauðnautadrápum væru orðin tilfinninga- þrungin víða um lönd, svo hætta væri á blaða- fári og fjöldamótmælum ef ekki yrði staðið sómasamlega að verki. Tryggvi var þessu sjón- armiði alveg sammála og greindi frá því, að hann hefði einmitt hugsað sér að eiga í þess- ari ferð samtal við Jens Daugaard-Jensen, forstöðumann dönsku nýlendustjórnarinnar á Grænlandi, urn það hvernig best mætti haga sauðnautaveiðum. Greinargerð Engells ber með sér, að hon- um var ljóst að ekki væri unnt að koma í veg fyrir að Islendingar færu í sauðnautaleiðang- ur til Austur-Grænlands, en ákjósanlegast væri að ekkert yrði úr því, eða þá að dýrin fengjust til landsins með einhverjum öðrum hætti sem ekki væri eins áberandi. Síst kærðu þó dansk- ir embættismenn sig um að íslendingar leit- uðu til Norðmanna, það myndi veikja stöðu Dana í Grænlandsdeilunni og norsku veiði- mennirnir væru líklegir til að verða enn harð- skeyttari við sauðnautin en ætla mætti að Is- lendingar yrðu. Borið var undir Daugaard- Jensen hvort reyna rnætti að fanga dýrin á einhvern annan hátt en þann venjulega, ef til vill með því að snara þau, en hann hafði litla trú á því og hélt að það yrði sýnd veiði en ekki gefin.47 Frumvarp landbúnaðarnefndar um inn- flutning sauðnauta og loðdýra varð að lögum vorið 1929.48 Þá var engin formleg hindrun lengur fyrir því að afla þessara dýra og texti laganna var fullur bjartsýni fyrir hönd kom- andi sauðnautaræktar: „Nú fjölgar sauðnaut- um og tilraunir benda til, að ræktun þeirra muni verða arðvænleg, og skal þá selja bænd- um sauðnaut til uppeldis við sanngjörnu verði, svo sem bústofninn leyfir”, segir þar. Og víst er að meðal þingmanna voru taldar líkur á því að sauðnaut gætu hresst upp á fá- breyttan landbúnaðinn, enda væru þau, gagn- stætt íslenskum húsdýrum, runnin upp á Mynd 11. Vilhjálmur Stefánsson landkönnuður. Hvatningarorð Vilhjálms Stefánssonar tii íslendinga í sauðnauta- hugleiðingum og afskipti hans af sauðnauta- búskap í Vestur- heimi urðu tví- mælalaust til að herða íslenska sauðnautaáhuga- menn í áformum þeirra 93
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.