Ný saga - 01.01.1998, Side 96

Ný saga - 01.01.1998, Side 96
Kristján Sveinsson Arsæll Arnason QRÆNLANDSFOR 1929 revkjavIk DÖKAVERZLUNÁRSÆLtARNASONAR Mynd 12. Titilsíða bókarinnar Grænlandsför 1929, eftir Ársæl Árnason. Mynd 13. Sauðnautakálfun- um var sleppt á Austurvöll fyrst eftir komuna til landsins og vöktu þeir mikla athygli bæjarbúa. norðlægum slóðum.49 Þetta væru harðger og dugmikil dýr sem myndu henta ve! til að nýta haglendi slægjulítilla dalajarða á íslandi sem lítið hefðu gagnast síðan sauðaeign lagðist af hjá bændum.50 Gottuleiðangurinn og veiðifélagið Eiríkur rauði h.f. Meðan Tryggvi Þórhallsson forsælisráðherra sat á tali við embættismenn í Kaupmanna- höfn um framkvæmd sauðnautainnflutnings til Islands var leiðangur sá sem kenndur var við farkost sinn, vélskipið Gottu, sem óðast að búa sig til farar í vesturveg að sækja sauð- naut. Leiðangursmenn voru 11 talsins, en fyr- ir honum fóru Ársæll Árnason bóksali í Reykjavík og fyrrnefndur Vigfús Sigurðsson Grænlandsfari. Blöðin í Reykjavík sögðu frá undirbúningnum og fyrirhuguðum sauðnauta- veiðum og var þess getið að ætlun leiðangurs- manna væri að koma höndum yfir bæði kýr og kálfa. Veiðifélagið Eiríkur rauði h.f. stóð að leiðangrinum og var Þorsteinn Jónsson kaupmaður á Seyðisfirði sagður aðalhvata- maður hans. Þessi áform hlutu misjafnar und- irtektir í blöðum, sumum gast vel að ráða- gerðinni, en aðrir bentu á að Gotta væri helst til smá og vanbúin til siglinga í ís til þess að henni yrði stefnl að Grænlandsströndum, auk þess sem leiðangursmenn skorti reynslu til slíkrar farar.51 Veiðifélagið Eiríkur rauði h.f. hafði verið stofnsett vorið 1928 „í því skyni að ná lifandi sauðnautum í Grænlands-óbygðum og flytja þau hingað til íslands.”52 í stjórn þess voru Þorsteinn Þorsteinsson kaupmaður, Ársæl! Árnason bóksali og Benedikt Sveinsson al- þingismaður. Þetta félag gekk einarðlega til liðs við áform Vigfúsar Sigurðssonar og var með í ráðum þegar Vigfús sótti enn á ný um fjár- styrk Alþingis til sauðnautafarar vorið 1929.53 Félagsmenn voru að eigin sögn í góðum tengslum við alþingismenn54 enda stjórnar- maðurinn Benedikt Sveinsson á þingi. Nú vékst Alþingi líka vel undir tilmælin og ákvað að ætla sauðnautaleiðangrinum allt að 20.000 kr. á fjárlögum, að því tilskildu að ríkissjóður eignaðist þau sauðnaut sem leiðangursmönn- um tækist að handsama og flytja Iifandi til Is- lands. Þessi ákvörðun um að verja opinberu fé til sauðnautakaupa var reist á 1. grein sauð- nautalaganna, sem var þess efnis að ríkis- stjórn íslands skyldi gangast fyrir því svo fljótt sem auðið væri að útvega sauðnaut lil tilraunaeldis á Islandi, en því ákvæði hal'ði Pétur Ottesen alþingismaður skotið inn í laga- frumvarpið.55 Þegar tíðindin um Gottuleiðangurinn bár- ust til Kaupmannahafnar snemma sumars 1929 urðu viðbrögðin þau að Fontenay sendi- herra var falið að vekja enn á ný athygli á ákvæðum Austur-Grænlandssamningsins um dýraveiðar, en af einhverjum ástæðum lét hann það tefjast fram til 6. ágúst að koma þessum skilaboðum á framfæri við íslensk stjórnvöld.56 Þá var það orðið fullseint því sauðnautaleiðangurinn hafði lagt upp frá Reykjavík síðdegis hinn 4. júlí og var förinni heitið til Franz-Jósefsfjarðar á Norðaustur- Grænlandi. Gotta náði að strönd Norðaustur- Grænlands réttum mánuði eftir brottförina og tóku ferðalangarnir fljótlega til við sauð- nautaveiðar og heyskap handa dýrunum, auk þess sem þeir Ársæll og Vigfús tíndu saman hagalagða af sauðnautum svo hvor þeirra fékk nóg í sokkaplögg.57 94
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.