Ný saga - 01.01.1998, Side 96
Kristján Sveinsson
Arsæll Arnason
QRÆNLANDSFOR
1929
revkjavIk
DÖKAVERZLUNÁRSÆLtARNASONAR
Mynd 12.
Titilsíða bókarinnar
Grænlandsför 1929,
eftir Ársæl Árnason.
Mynd 13.
Sauðnautakálfun-
um var sleppt á
Austurvöll fyrst
eftir komuna til
landsins og vöktu
þeir mikla athygli
bæjarbúa.
norðlægum slóðum.49 Þetta væru harðger og
dugmikil dýr sem myndu henta ve! til að nýta
haglendi slægjulítilla dalajarða á íslandi sem
lítið hefðu gagnast síðan sauðaeign lagðist af
hjá bændum.50
Gottuleiðangurinn og
veiðifélagið Eiríkur rauði h.f.
Meðan Tryggvi Þórhallsson forsælisráðherra
sat á tali við embættismenn í Kaupmanna-
höfn um framkvæmd sauðnautainnflutnings
til Islands var leiðangur sá sem kenndur var
við farkost sinn, vélskipið Gottu, sem óðast
að búa sig til farar í vesturveg að sækja sauð-
naut. Leiðangursmenn voru 11 talsins, en fyr-
ir honum fóru Ársæll Árnason bóksali í
Reykjavík og fyrrnefndur Vigfús Sigurðsson
Grænlandsfari. Blöðin í Reykjavík sögðu frá
undirbúningnum og fyrirhuguðum sauðnauta-
veiðum og var þess getið að ætlun leiðangurs-
manna væri að koma höndum yfir bæði kýr
og kálfa. Veiðifélagið Eiríkur rauði h.f. stóð
að leiðangrinum og var Þorsteinn Jónsson
kaupmaður á Seyðisfirði sagður aðalhvata-
maður hans. Þessi áform hlutu misjafnar und-
irtektir í blöðum, sumum gast vel að ráða-
gerðinni, en aðrir bentu á að Gotta væri helst
til smá og vanbúin til siglinga í ís til þess að
henni yrði stefnl að Grænlandsströndum, auk
þess sem leiðangursmenn skorti reynslu til
slíkrar farar.51
Veiðifélagið Eiríkur rauði h.f. hafði verið
stofnsett vorið 1928 „í því skyni að ná lifandi
sauðnautum í Grænlands-óbygðum og flytja
þau hingað til íslands.”52 í stjórn þess voru
Þorsteinn Þorsteinsson kaupmaður, Ársæl!
Árnason bóksali og Benedikt Sveinsson al-
þingismaður.
Þetta félag gekk einarðlega til liðs við
áform Vigfúsar Sigurðssonar og var með í
ráðum þegar Vigfús sótti enn á ný um fjár-
styrk Alþingis til sauðnautafarar vorið 1929.53
Félagsmenn voru að eigin sögn í góðum
tengslum við alþingismenn54 enda stjórnar-
maðurinn Benedikt Sveinsson á þingi. Nú
vékst Alþingi líka vel undir tilmælin og ákvað
að ætla sauðnautaleiðangrinum allt að 20.000
kr. á fjárlögum, að því tilskildu að ríkissjóður
eignaðist þau sauðnaut sem leiðangursmönn-
um tækist að handsama og flytja Iifandi til Is-
lands. Þessi ákvörðun um að verja opinberu
fé til sauðnautakaupa var reist á 1. grein sauð-
nautalaganna, sem var þess efnis að ríkis-
stjórn íslands skyldi gangast fyrir því svo
fljótt sem auðið væri að útvega sauðnaut lil
tilraunaeldis á Islandi, en því ákvæði hal'ði
Pétur Ottesen alþingismaður skotið inn í laga-
frumvarpið.55
Þegar tíðindin um Gottuleiðangurinn bár-
ust til Kaupmannahafnar snemma sumars
1929 urðu viðbrögðin þau að Fontenay sendi-
herra var falið að vekja enn á ný athygli á
ákvæðum Austur-Grænlandssamningsins um
dýraveiðar, en af einhverjum ástæðum lét
hann það tefjast fram til 6. ágúst að koma
þessum skilaboðum á framfæri við íslensk
stjórnvöld.56 Þá var það orðið fullseint því
sauðnautaleiðangurinn hafði lagt upp frá
Reykjavík síðdegis hinn 4. júlí og var förinni
heitið til Franz-Jósefsfjarðar á Norðaustur-
Grænlandi. Gotta náði að strönd Norðaustur-
Grænlands réttum mánuði eftir brottförina
og tóku ferðalangarnir fljótlega til við sauð-
nautaveiðar og heyskap handa dýrunum, auk
þess sem þeir Ársæll og Vigfús tíndu saman
hagalagða af sauðnautum svo hvor þeirra
fékk nóg í sokkaplögg.57
94