Ný saga - 01.01.1998, Qupperneq 100

Ný saga - 01.01.1998, Qupperneq 100
Kristján Sveinsson Mynd 17. Flóka og Skorri ásamt ungum aðdáanda. sér við það, að við skyldum gera þessa ferð”s6 ritaði Ársæll í frásögn sinni af Gottuleið- angrinum og átti þá við þær athugasemdir sem gerðar voru við sauðnautadráp Gottu- manna og aðrar efasemdir Dana um réttmæti leiðangursins, sem aðstandendur hans og fylgj- endur álitu einbera meinbægni. Þjóðernissinnuðum Islendingum var í mun að sporna við áhrifum Dana á Islandi, hvar sem þeirra varð vart, og Ársæll og félagar hans litu svo á að nýting grænlenskra auð- linda utan mannabyggða væri Islendingum fjárhagslegt hagsmunamál og þjóðernismál í senn. Aðstandendur veiðifélagsins Eiríks rauða h.f. freistuðu þess því vorið 1930 að koma félaginu á fastan starfsgrundvöll með því að afla nýs hlutafjár. Að þessu sinni var ekki einvörðungu litið til sauðnauta, heldur var félaginu einnig ætlað að afla loðskinna á Norðaustur-Grænlandi líkt og Norðmenn höfðu gert til margra ára. Lálið var út ganga meðal Reykvíkinga boðsbréf um hlutabréf í fyrirhuguðu veiðifé- lagi, undirritað af Ársæli Árnasyni bóksala, Eggerti Kristjánssyni kaupmanni, Emil Rok- stad lýsiskaupmanni og loðdýraræktanda, Gústaf A. Sveinssyni lögfræðingi, Kristjáni Kristjánssyni skipstjóra, Ólafi Á. Gíslasyni kaupmanni, Ólafi Þorgrímssyni lögfræðingi og Stefáni Thorarensen lyfsala. í bréfinu var vakin athygli á því að veiðar Norðmanna á austurströnd Grænlands hefðu skilað þeim ágætum hagnaði og væri engin ástæða til að ætla annað en Islendingar gætu grætt á þessu líka. Einnig var látin í ljós sú skoðun, að það væri mikilvægt metnaðarmál fyrir Islendinga að taka hið fyrsta til við veiðar á Grænlandi þar sem það væri til minnkunar fyrir lands- menn, að láta öðrum þjóðum eftir að flytja grænlensk dýr lil íslands, og voru sauðnaut sérstaklega nefnd, en ætlunin var að veiða slík dýr og bjóða þau íslenskum stjórnvöldum til kaups. Þar að auki hugðust veiðifélagsmenn standa að refa- og bjarndýraveiðum þar vestra að vetrarlagi.87 Samkvæmt Fontenay sendiherra urðu við- tökur við boðsbréfinu afar dræmar, og um haustið 1930 þóttist hann vita að Ársæll Árnason og félagar hans hefðu lagt áformin um dýraveiðar á Norðaustur-Grænlandi til hliðar.88 Að lokum Hugmyndir um að flytja sauðnaut til íslands komu fram meðal dýra- og íslandsvina í Kaup- mannahöfn í aldarbyrjun og áttu rætur að rekja til þess að óttast var að vegna skefja- lausra veiða væri dýrastofninn í útrýmingar- hættu. Dýrafræðingar studdu fyrirætlanir sauðnautavina með því áliti sínu, að ekkert benti til annars en þessi dýr gætu dafnað vel á íslandi. íslenskir stjórnmálamenn töldu sjálfsagt að veita sauðnautum griðland, en gerðu sér fæst- ir miklar vonir um nytjar af þeim. Einhver áhugi á því að nýta veiðilendur á Grænlandi og fiskimið í Ishafinu hefur þó verið á kreiki því af þeim skilyrðum sem sett voru l'yrir styrkveitingu til Ola Neesp sést, að vonast var eftir því að með honum mætli flytja til íslands eitthvað af þeirri reynslu sem Norðmenn höfðu aflað sér við veiðar í íshafinu og á strandlengju Norðaustur-Grænlands. Islendingar lóku frumkvæðið í sauðnauta- málum eftir að Vigfús Sigurðsson Grænlands- fari bryddaði upp á þeim vorið 1927. Þá var afstaða þeirra, sem létu sig málið varða, nokkuð breytt. Dýraverndarsjónarmiðinu var enn haldið á lofti, en að þessu sinni gætti hag- 98
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.