Ný saga - 01.01.1999, Side 43

Ný saga - 01.01.1999, Side 43
✓ Oþekkti konungurinn ópu. Adam frá Brimum fullyrðir að enginn konungur hafi verið í Noregi fyrir daga Há- konar jarls og gerir eina son Haralds sem þekktur er úr samtímaheimildum, Eirík blóð- öx, að dönskum konungssyni. Vitnisburður nafnarannsókna nær ekki einungis til Eiríks. Haraldur sjálfur ætti að hafa verið danskur ef menn vilja ekki hafna því með öllu að gera greinarmun á austnorrænum og vestnorræn- um málum á 9. öld. Munu fáir verða til þess. í óbundnu máli frá þessurn tíma finnst því hvergi fast land undir fótum. Konungar í kvæöum Nú kemur að heimildum sem rnjög hefur ver- ið til vitnað á þessari öld, einkunt af norsk- um sagnfræðingum. Það eru dróttkvæði liirð- skálda. í hinum almenna heimildaskorti um Harald hárfagra hafa dróttkvæðin orðið það haldreipi sem leyft hafa mönnum að halda í fyrsta konung Noregs. Heimildir sem leystu allan vanda. Vandinn hófst með gagnrýni Gustavs Storms (1845-1903) og Yngvars Nielsens (1843-1916) á hefðbundnar heimildir norskra sagnfræðinga, Heimskringlu og aðrar kon- ungasögur. Storm boðaði fyrstur rnanna þá skoðun að rannsaka ætti kvæðin óháð sögun- um sem þau konta fyrir í. Norskir sagnfræð- ingar voru hneykslaðir en sænskir sagnfræð- ingar sem boðuöu gagnrýna heimildanotk- un hvað ákafast í upphafi 20. aldar fögnuðu. Þeir treystu ekki konungasögum en öðru máli gegndi urn dróttkvæðin.20 Norskir sagnfræð- ingar, nteð Halvdan Koht og Johan Schreiner (1903-67) í broddi fylkingar, fóru nú að velta kvæðunum fyrir sér og lögðu lil endurskoðun sögunnar á grundvelli þeirra. En er hægt að túlka drótlkvæðin án tillits til sagnanna sem þau eru í? Hefur það verið reynt til þrautar? Ef litið er framhjá lausavís- um, sem fræðimenn treysta yfirleitt illa, verða einkum fyrir tvö kvæði sent ljalla urn Harald hárfagra, Glymdrápa og Hrafnsmál. Glymdrápa er sjö vísur og tveir helmingar í útgáfu Finns Jónssonar (1858-1934), dróttkvæð og fullkom- lega regluleg. Ekki niunu önnur kvæði sem svo er ástatt unt vera frá níundu öld. Því er kvæðið hið elsla sinnar tegundar, ef við föll- umst á að það sé ort um 900. Hins vegar er ekkert við kvæðið sjálft sem tengir það við þann tíma, aðeins sú ályktun að kvæðið sé um Harald hárfagra og sé ort á þeim tíma sem hann ríkti. Aldursákvörðun kvæðisins er m.ö.o. byggð á sögunum sem það finnst í. Átta vísur sem taldar eru vera úr kvæðinu eru í Fagurskinnu, Heimskringlu eða hvoru- tveggja ritinu. Þar er Haraldur hvergi nefnd- ur. I níundu vísu, vísuhelmingi sem einungis er í Haralds þætti Flateyjarbókar, kemur svo nafnið. Hvernig vitum við að kvæðið í Fagur- skinnu og Heimskringlu er um hann? Vegna þess að sögurnar segja það en ekki drótt- kvæðið sem átti þó að vera óháð heintild. Fyrstu vísur kvæðisins lýsa konungi sem dvelur uppi á heiði áður en hann heldur til or- uslu á sjó. Síðan er lýst orustu hans við tvo konunga þar sem hann hefur sigur. Síðan er lýst hernaði hans „fyr haf sunnan“ og orustu við „her skota“ en þessi konungur er einnig nefndur „andskoti gauta“. „Herr Skota“ vísar til hernaðar á írlandi og hefur kenningin „hlymræks trgð“ oft verið talin vísa lil borgar- innar Limerick. Ekki taka þó allir undir það, t.d. ekki Bjarne Fidjestpl (1937-94).21 Heldur er þetta fátæklegur fróðleikur, en meira verð- ur þó ekki með góðu móti kreist úr kvæðinu. Peter Sawyer (f. 1928) hefur bent á þann mun sem sé á þögn keltneskra heimilda um Harald annars vegar og vitnisburði þeirra unt herferðir Magnúss berfætts 1098 og 1102. Taldi hann að sagnir um herferð Haralds væru sennilega unglegar og byggðar á því sent vit- að væri um herferð Magnúsar.22 Ef frásögn Glymdrápu þykir torræð gegnir öðru máli um Hrafnsmál. Þetta kvæði, sent einnig er nefnt Haraldskvæði, er varðveitt í Fagurskinnu, Heimskringlu og Haralds þætti í Flateyjarbók. Jón Helgason (1899-1986) taldi „víst að kvæði með jafn óbundnum hætti hefur ekki haldizt óbrjálað svo langan tíma í munnlegri geymd.“23 Samt liafa fræðimenn reynt að nota kvæðið sem heimild um Harald hárfagra. Öðrum heimildum er ekki til að dreifa. Það er raunar vafasamt að hægt sé að ræða um þetta kvæði sem eina heild. Það er í raun samsafn brota sem sett voru saman af texta- fræðingum á 19. öld, 23 vísur í útgáfum.24 í Mynd 5. Johan Schreiner. Mynd 6. Finnur Jónsson. 41
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.