Ný saga - 01.01.1999, Page 72

Ný saga - 01.01.1999, Page 72
/» Atökin um Atlantshafsbandalagið Það virðist oft gieymast þegar rætt er um íslenska friðarsinna, að meginþættirnir í hugmynda- fræði þeirra voru alþjóðlegir ekki fjöldahreyfing og starfsemi þeirra mið- aðist ekki við að safna stórum félagaskrám eða skipuleggja aðrar aðgerðir en að efna til borgarafunda marka þau upphaf nútíma frið- arhreyfingar á íslandi. Sumarið 1960 var í fyrsta sinn efnt til Keflavíkurgöngu og voru félagsmenn úr Friðlýstu landi í hópi skipu- leggjenda, þótt samtökin sem slík stæðu ekki fyrir göngunni. Varð þessi aðgerð kveikjan að stofnun Samtaka hernámsandstæðinga sem í tæpan áratug báru uppi andófið gegn hern- um.6 Margar ástæður mætti nefna fyrir því að fjöldafriðarhreyfing náði fótfestu á Islandi í kringum 1960. Bent hefur verið á þær vænt- ingar sem stjórnarsáttmáli rfkisstjórnar Her- manns Jónassonar kveikti meðal her- stöðvaandstæðinga. Þá gaf landhelgismálið andstæðingum hersetunnar öflugt áróð- ursvopn upp í hendurnar og sneri mörgum til andstöðu við NATO og herinn. Þessir þættir megna þó ekki einir og sér að skýra hvers vegna þróun mála varð með þeim hætti sem raun ber vitni. Til að skilja samhengið í sögu íslenskrar friðarhreyfingar er nauðsynlegt að skoða hana sem hluta af alþjóðlegri hreyf- ingu. Nútíma friðarhreyfingar komu fram í Vest- ur-Evrópu og Bandaríkjunum undir lok sjötta áratugarins. Þær voru ekki flokkspólitískar, heldu spruttu þær upp meðal alnrennings sem óðum var að vakna til vilundar um kjarn- orkuógnina. Skrif vísindamanna á borð við Albert Einstein og heimspekinga á borð við Bertrand Russel urðu hugmyndafræðilegur grundvöllur að þessum hreyfingum og lögðu þeim til vísindaleg og siðfræðileg rök í barátt- unni. Arið 1957 tókst breskum kjarnorkuvopna- andstæðingum að sameina um 100 lilla friðar- hópa víðs vegar um landið í þjóðarráð fyrir stöðvun kjarnorkuvopnatilrauna og ári síðar voru samtökin CND (Campaign for Nuclear Disarmament) stofnuð í Lundúnum.7 CND sótti styrk sinn fyrst og fremst til almennings, sveitarstjórnarmanna og grasrótarsamtaka um allt Bretland. Til að gera þennan fjölda sýnilegan var mikil áhersla lögð á mótmæla- aðgerðir á borð við friðargöngur, mótmæla- stöður og útifundi. Á þessum samkomum bar mjög á einkennismerki hreyfingarinnar, CND-merkinu, eftir listamanninn Gerald Holtom, sem síðar varð hið alþjóðlega friðar- merki.8 íslenskir friðarsinnar voru fljótir að til- einka sér skipulag og baráttuaðferðir hinna bresku félaga sinna. Strax í fyrstu Keflavíkur- göngunni mátti sjá CND-merkið á spjöldum og skipulag Samtaka hernámsandstæðinga tók mjög mið af hinum bresku samtökum. Hugmyndafræðilega voru tengslin einnig skýr. Bæklingurinn Friðlýst iand sem áður hefur verið vitnað til, hófst á eftirfarandi til- vitnun í Albert Einstein: Ég hef beðið eftir réttri stundu til að þess að [svo] hrópa viðvörunarorð mín út yfir veröldina. Ég mun leggja í hróp mitt alla þá orku, sem ég á enn eftir. Vetnissprengjan er leikfang djöfulsins.9 Þessum inngangsorðum fylgdi löng og ítarleg umfjöllun um ógnir vetnissprengjunnar, þá eyðileggingu sem slíku vopni væri samfara og uppdráttur af hugsanlegri dreifingu geisla- virks úrfellis eftir kjarnorkuárás á Keflavík, svo eitthvað sé nefnt. Aðeins á tæpurn tveim- ur síðum af 55 er herstöðvamálið sett í sam- hengi við fiskveiðideilur íslendinga og Breta og áherslan á neikvæð menningarleg áhrif herstöðvarinnar er í lágmarki. Það virðist oft gleymast þegar rætt er um íslenska friðar- sinna, að meginþættirnir í hugmyndafræði þeirra voru alþjóðlegir, en í baráttu sinni áttu þeir til að hagnýta sér séríslenskar aðstæður, s.s. í menningarmálum og deilum vegna land- helginnar. Hluti af alþjóðlegri hreyflngu Samhengið milli íslenskra og erlendra friðar- hreyfinga verður enn skýrarara þegar lengra tímabil er skoðað. Eftir því sem leið á sjöunda áratuginn dró úr krafti baráttunnar, en eftir 1970 tók íslenskum friðarsinnum að svella móður á ný, með nýjunr baráttuaðferðum og liðsmönnum, meðal annars af hinni svoköll- uðu „68-kynslóð“. Einnig fór að bera á því að boðskapurinn tæki breytingum, andstaða við slríðsrekstur í fjarlægum löndum og við heimsvaldastefnu stórveldanna varð fyrir- ferðameiri í greinum og ræðum friðarsinna. 70
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.