Ný saga - 01.01.1999, Síða 77
leyti með óbreyttu orðalagi, aðeins lagfærð
augljós pennaglöp. Stafsetning hefur hins veg-
ar verið leiðrétt samkvæmt núgildandi reglum
og eins kommusetning sem er mjög á reiki.
Það er gert með leyfi bréfritara frá 1. maí
1951: „Elsku Dóra mín. Nú loksins sendi ég
þér þessar línur sem þú getur lesið á fundi en
mér finnst það ekki vera þess vert eða ef þær
eru ekki interseraðar í hvernig við lifum hér.
Þú ræður hvort þú lest það eða ekki og eins
að laga orðalag.“
Frænkurnar voru systkinabörn, börn Önnu
og Guðmundar Sveinbjörnsbarna sem fædd
voru í Bygggarði á Seltjarnarnesi.2 Halldóra
Jónasdóttir giftist Sigurði Þorsteinssyni (1884
-1938) frá Reykjavík. Þau eignuðust þrjá syni,
Ásgeir Jónas (1917-1998), Þorstein (f. 1919),
búsettur í Winnipeg, og Sveinbjörn (f. 1921),
búsettur í Vancouver. Eftir lát Sigurðar var
Halldóra með leigjendur og kostgangara í
húsi sínu. Eftirfarandi var skrifað um hana í
bæklingi um afkomendur Jónasar og Önnu:
Halldóra vann mikið að handiðn. Hún
kembdi, spann og fékkst dálítið við að
vefa. Á íslenskum peysufötum spann hún á
fundum og sýningum í Winnipeg, Los Ang-
eles og víðar. Hún var Fjallkona á hundrað
ára hátið íslendinga í Utah 1955.3
Halldóra dvaldist um tíma hjá frændfólki4
sínu á Valdastöðum í Kjós og hófst þá vinátta
sem entist þeim nöfnum ævilangt. Um þá dvöl
sína skrifar hún til frænku sinnar: „ég geymi
svo margar minningar frá þeim tíma sem ég
var á Valdastöðum, minningu móður þinnar
geymi ég í þakklátu hjarta, ég á henni að
þakka þá litlu manndáð sem í mér er og þó
má ég ekki vanþakka það sem guð hefur gef-
ið mér... Eg held að maður geymi belur í hug-
anum þessar minningar þegar maður fer af
landi burt.“
Þegar Lóa fjallar um sjálfa sig fer henni
eins og konum var tamt. Hún virðist ekki hafa
trú á því að hún hafi frá neinu merkilegu að
segja og því síður að hún geti komið því réttu
frá sér þannig að einhver hafi gaman af. Erla
Hulda Halldórsdóttir hefur skrifað um sjálfs-
mynd kvenna á 19. öld og segir þar meðal ann-
ars: „Menntunarskortur kvenna varð þess
valdandi að þær voru gjarnar á að afsaka bréf
sín, bæði skriftina, stílinn og innihaldið. Vera
má að hluta afsakananna megi skýra sem
nokkurs konar stílbrigði en varla að öllu
leyti.“5 Lóa líktist að þessu leyti konum fyrri
alda. Hún gerir heldur ekki mikið úr þeim
kjarki sem þurfti til að taka sig upp og flytja
vestur um haf. Þetta kemur fram í bréfi frá
1947:
góða skilaðu kveðju og þakklæti til Bjarg-
arh fyrir að hún vildi greiða götu mína, hún
var alltaf svo góð. Hún var eina mann-
eskjan sem skrifaði mér bréf áður en ég fór
af íslandi og tjáði mér hvað mikil eftirsjón
væri í að við flyttum af landi burt, en mér
fannst nú annað, bara landhreinsun af
svona hyski, bláfátæku og ræflum eins og
ég. Nú er Björg gift lækni og í fyrri daga
mátti maður helst ekki líta á það fólk nema
bukka sig niður á jörð, en við Ameríkubú-
ar erum óvanir því, en ég veit nú annars að
hún er enginn kjáni. Hún er víst góð eins
og hún var. Vona að henni líði ætíð sem
best.
Þótt Halldóra hefði í orði kveðnu ekki mikla
trú á sjálfri sér hafði hún tileinkað sér nútíma
jafnréttishugmyndir hvað varðaði stöðu
kvenna í samfélaginu. í fréttabréfi til kvenfé-
lagskvennanna dagsettu 12. apríl 1952 skrifar
hún lil dæmis: „Konur eiga að vera við heims-
völdin, og vera sjálfstæðar en ekki gera allt
sem karlmennirnir segja okkur að gera.“
í fyrstu bréfunum, frá árunum 1946^18,
verður Halldóru tíðrætt um ástandið í heim-
inum, sérstaklega stríðið. Fyrsta bréfið sem
varðveist hefur er frá 1. desember 1946. Þar
segir hún fréttir af sonum sínum og viðfangs-
efnum þeirra, en bætir svo við:
Já af okkur hér er allt fremur gott að frétta.
Mér finnst að ég hafi mikið að þakka fyrir
drengina mína, fyrir þá sterku og blíðu
hönd forsjónarinnar að gefa mér þá heim
aftur ... Svo þú sérð við höfum verið bless-
unarlega varðveitt í gegnum þetta hrylli-
lega stríð sem er hræðilegra en að orðum
taki að tala um það, en þó er ennþá voða-
Mynd 2.
Halldóra Jónas-
dóttir (Lóa), ung
stúlka á Akranesi.
En mér fannst
nú annað, bara
landhreinsun
af svona hyski,
bláfátæku og
ræflum eins
og ég
75