Ný saga - 01.01.1999, Síða 78

Ný saga - 01.01.1999, Síða 78
Katrín Kristinsdóttir Þetta allt er vigtað og mælt ofan í þessa blessaða nýju kynslóð, svo ekkert skaði og svo rétt mátulegt vítamín og svo þegar búið er að gera unglingana að nýtu fólki þá er allt sent á sláturvöll eins og skepnur og svo er okkur kennt að einn algóður og gæskuríkur guð stjórni öllu saman legra að enn er verið að tala um þriðja ver- aldarstríðið og það er meira en ég get skil- ið. Það er auðséð að auðvaldið ræður í heiminum því ekki gætu aumingjarnir eignalausir gert slíkt. Ari seinna er stríðið enn til umræðu: Eg þekki margt fólk hér sem hefur ferðast til Evrópu eftir stríðið og það segir allt: „Ég vildi ég hefði aldrei farið því þetta er í huga mínum þetta hörmungarástand og mest er tilfinningalegast að sjá börnin og enginn getur brosað lengur í Frakklandi og ofan á allt þetta eru góð heimili og mest öll fjölskyldan eyðilögð og sumir vita ekki einu sinni hvort þeirra fólk er lífs eða lið- ið.“ Það er hryllilegt að hugsa til þess og svo ofan á allt þetta er verið ennþá einu sinni að tala um stríð; samt senda þeir þessa guðsmenn á víxl og básúna okkar Kristni, þetta er afleiðingin í 2000 ár. í einkabréfunum eru fréttir af ættingjunum og vinum í bland við almennar hugleiðingar. Þann 16. mars 1948 skrifar Lóa eftirfarandi um nám systurdóttur sinnar: Ég held hún Ieggi aðallega fyrir sig efna- fræði í matartilbúningi og eitthvað fleira. Þetta allt er vigtað og mælt ofan í þessa blessaða nýju kynslóð, svo ekkert skaði og svo rétt mátulegt vítamín og svo þegar búið er að gera unglingana að nýtu fólki þá er allt sent á sláturvöll eins og skepnur og svo er okkur kennt að einn algóður og gæsku- ríkur guð stjórni öllu saman. Nei frænka mín, ég hefi alla mína tíð haft lélegt höfuð, enda kemst ekki fyrir slík heimsspeki eða guðspeki í kollinum á mér, en ekki meira um það. Trúmál og tilgangur lífsins eru ofarlega í huga Lóu. Hún kveður að gömlum og góðum ís- lenskum sið eins og „vertu guði falin elsku frænka“ eða „guð geymi þig“ en er aftur á móti mjög leitandi í trú sinni. Það kemur vel fram í bréfi sem hún skrifar nöfnu sinni þegar hún hefur frétt lát frænda síns, Benedikts Ein- arssonar (1877-1952), eiginmanns Halldóru á Islandi: Já elsku vina mín ég vildi líka gjarnan vera horfin til þín um stund. Ég óskaði oft heima að við gætum mæst og verið rólegar um stund og talað saman en svona er nú líf- ið vina mín og hvað er hinum megin það er stórt spursmál. Ég hefi mikið leitast við að skilja það dulræna. Ég hefi farið í allar mögulegar kirkjur hér og þær eru margar, nema til Gyðinga hefi ég ekki enn farið og mér finnst að allir séu að reyna við sömu ráðgátuna. En allir fara mismunandi veg en allir leita að þeim sama. Ég skal segja þér að ég get ekki sagt að ég hafi fundið verulega úrlausn í þeim efnum annað en að reyna með öllu móti að lifa þessu Iífi eins vel og heiðarlega að maður getur. Líklega hafa trúmáladeilur Vestur-íslendinga um og eftir síðustu aldamót magnað efasemd- ir hennar í trúarefnum. Hún hafði yfirleitt lít- ið álit á prestum og stundum jaðrar við andúð á skipulagðri trú og kirkjustarfi. Lóa minnist á deilurnar í bréfi frá 1. maí 1951. Þar segir hún meðal annars: Ég man eftir þegar ég kom hér fyrst hvað ég var undrandi að heyra fólkið hnakkríf- ast um trúmál sem enginn getur dæmt um verulega. Ég og allir sem ég þekkti til voru lúterskir og ekkert ragast í því. Ég hélt það væri útkljáð mál fyrir alia, en það er nú eitthvað annað þegar að hingað kom og prestarnir gengu mest og fyrst fram í því að hringla í fólkinu. Meira segja var mér sagt að í kirkjugarðinum á Gimli, sem flest allir voru íslendingar þá, hefði verið afgirt eða sett upp spýta í miðjum garðinum og átti að jarða lúterska öðrumegin og únitara7 hinum megin við spýtuna. En nú er búið að rífa spýtuna í burtu og flestir sem eftir lifa og hafa heila sansa sárskammast sín fyrir alla þessa frammistöðu á fyrri árum. I byrjun árs 1952 kom þessi athugasemd urn prestana: Já veistu það að í hverju bréfi sem ég fæ frá íslandi er mikið sagt um hvað mörgum þótti erindið8 gott, en ég býst alls ekki við að það hafi verið svo merkilegt, en það var dálítið öðruvísi en fólk talar vanalega, mér leiðist svo mikið þessi sama tugga aftur og aftur. Það er enginn vandi að tyggja upp eftir öðrum, og þess vegna líka mér ekki prestar, það er ekkert hægt af þeim að læra. Lóa heimsótti ísland árið 1949 og dvaldi hér í tæpt ár. Áður en hún kont talaði hún oft um það hvað hana langaði heim. Hún virðist vera
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.