Morgunblaðið - 11.04.2011, Side 1

Morgunblaðið - 11.04.2011, Side 1
Á KAJAK UMHVERFIS DANMÖRKU RAGNA ÍSLANDS- MEISTARI Í ÁTTUNDA SINN HÁÐ VERKJALYFJUM VIÐ FÆÐINGU BADMINTON ÍÞRÓTTIR UNGBÖRN FÁ MEÞADÓN 19HYGGST SETJA NÝTT MET 7 Misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum eykst vestanhafs Kjósendur höfnuðu Icesave- lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu um helgina. 69.462 sögðu já í þjóð- aratkvæðagreiðslunni um lögin eða 40,23% af gildum atkvæðum en 103.207 sögðu nei eða 59,77%. Alls greiddu 175.114 manns at- kvæði og var kjörsókn því 75,34%. Þetta er betri kjörsókn en í síðustu sveitarstjórnarkosningum þegar 73,5% kusu og í þjóðaratkvæða- greiðslunni í fyrra þegar 62,7% kusu. Andstaðan við lögin var heldur meiri en kom fram í skoðanakönn- unum sem gerðar voru síðustu dag- ana fyrir kjördag. Meirihluti kjósenda í öllum kjör- dæmum hafnaði lögunum. Mest var andstaðan í Suðurkjördæmi eða um 72%, en andstaðan var minni í kjör- dæmum á suðvesturhorni landsins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Icesave Talning í Ráðhúsinu. 103.207 kjósendur sögðu nei  Kosningaþátttaka var 75,34% Baldur Arnarson, Bjarni Ólafsson, Egill Ólafsson og Kristján Jónsson Úrslitin í kosningunum um Icesave-lögin voru afgerandi og vildi meirihluti kjósenda í öllum kjördæmum fella lögin úr gildi. Hlutfall þeirra sem sögðu „nei“ var þó mun hærra á lands- byggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Franek Rozwadowski, sendifulltrúi AGS á Íslandi, segir í samtali við Morgunblaðið að úr- slitin muni ekki ógna efnahagslegum stöðug- leika á Íslandi. „Icesave hefur aldrei verið hluti af efnahagsáætlun AGS og lausn deilunnar við Breta og Hollendinga hefur aldrei verið skilyrði hjá okkur.“ Hann segir enga hættu á að AGS gjaldfelli lán sín til Íslands og segir úrslitin ekki munu hafa bein áhrif á efnahagsáætlunina. Öss- ur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segist ekki telja að niðurstaðan í málinu eigi að hafa áhrif á aðildarumsóknina í ESB, enda hafi tals- menn ESB og Breta tekið fram að um tvö að- skilin mál væri að ræða. Sylvester Eijffinger, hagfræðiprófessor og ráðgjafi hollenska for- sætisráðherrans, segist aftur á móti telja að á þessari stundu sé enginn möguleiki á því að Ís- land fái aðild að sambandinu. Atli Gíslason, sem nýlega sagði sig úr þing- flokki VG, segir framtíð ríkisstjórnarinnar hanga á aðildarumsókninni í ESB. „Ef ESB- umsóknin strandar þá hrynur stjórnin.“ Mikill meirihluti sjálfstæðismanna virðist ekki hafa fylgt formanni sínum, Bjarna Bene- diktssyni, í kosningunum, en Bjarni greiddi at- kvæði með lögunum um Icesave-samninginn á sínum tíma. „Ef það er hægt að draga einhverja ályktun af þessari niðurstöðu er það þá helst að menn eiga ekki að fara gegn ályktunum lands- fundar,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, þing- maður flokksins. Stuðningsmenn Bjarna telja þó stöðu hans trausta innan flokksins. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, sagði á blaðamannafundi í gær að ríki ESB hlytu að viðurkenna að rangt hefði verið að styðja samn- inginn sem felldur var í þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrra. Bretar og Hollendingar hefðu „stillt Ís- landi upp við vegg“ og ESB-ríkin hefðu „stutt ósanngjarnar kröfur“ sem myndu með tíð og tíma hljóta harðan dóm sögunnar. M Icesave »12-13, 14-15, 16-17 Stöðugleika ekki ógnað  Úrslitin hafa ekki áhrif á áætlun AGS  Hollendingar ætla að stöðva ESB- inngöngu Íslands  Atli Gíslason segir stjórnina hanga á ESB-umsókninni Á milli 100 og 150 manns voru strandaglópar í Staðarskála í gær- kvöldi en Holtavörðuheiðin var lokuð vegna mikils óveðurs sem gekk yfir landið. „Foreldrar hringja mikið hingað til að spyrja um krakkana sína,“ sagði Malin Eldh, starfsmaður Staðarskála, en það má ætla að mörg ungmenni hafi verið á suðurleið eftir við- burðaríka helgi á Akureyri. Verið var að hjálpa öllum að fá gistingu í nágrenninu. „En það verður eng- um hent út hér,“ ítrekaði Malin. Mikið óveður gekk yfir Suð- vestur- og Vesturland í gær. Um 300-400 tilkynningar bárust til lögreglu. Um áttaleytið í gær- kvöldi voru björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar búnar að sinna 210 aðstoðar- beiðnum á höfuðborgarsvæðinu og um 140 á Suðurnesjum og nokkr- um tugum á öðrum stöðum á land- inu. Alls tóku rúmlega 200 björg- unarsveitarmenn þátt í aðgerðunum. Stórt gat kom á flugskýli Ice- landair við Keflavíkurflugvöll. Málmplötur rifnuðu utan af flug- skýlinu og myndaðist ílangt lóð- rétt gat á húsinu. Víða fuku þak- plötur og tré rifnuðu upp með rótum. ingarun@mbl.is »2 Morgunblaðið/Árni Sæberg Á hliðina Rúmlega 200 björgunarsveitamenn tóku þátt í aðgerðunum en hér eru tveir hjá hjólhýsum sem fuku um koll við Korputorg. Mikið óveður gekk yfir og olli usla Ljósmynd/Haukur Snorrason Fallið Áratuga gamalt lerkitré í Karfavogi fauk upp með rótum. Þingflokkur VG kaus í gær Árna Þór Sigurðs- son formann þing- flokksins. Þessi ákvörðun kom fráfar- andi þingflokks- formanni, Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, á óvart, en hún hefur verið í fæðingarorlofi. Segir hún að ákvörðun þingflokksins sé ekki í anda laga um fæðingarorlof, einkum í ljósi þess að VG kenni sig við femínisma og kvenfrelsi. Guðfríður sett af BREYTINGAR Í ÞINGFLOKKI VG Guðfríður Lilja Grétarsdóttir  Stofnað 1913  85. tölublað  99. árgangur  M Á N U D A G U R 1 1. A P R Í L 2 0 1 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.