Morgunblaðið - 11.04.2011, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2011
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Listmunauppboð
í Galleríi Fold
Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu
fer fram mánudaginn
11. apríl, kl. 18
H
araldurBilson
Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is
Á uppboðinu er úrval góðra verka,
meðal annars fjölmörg verk gömlu meistaranna
Verkin verða sýnd mánud. kl. 10–17
Í Morgunblaðinu á laugardag errætt við Róbert Marshall, for-
mann allsherjarnefndar, um frum-
varp til upplýsingalaga. Þar segir
hann að með frumvarpinu eigi að-
gangur að aukast að
upplýsingum um op-
inbera stjórnsýslu
og meðferð op-
inberra hagsmuna-
mála.
Ný upplýs-ingalög eiga að sögn Róberts
að stuðla að meira upplýsinga-
streymi í stað þess að hefta það.
Blaðamannafélag Íslands hefur
gagnrýnt frumvarpið og telur til
dæmis fráleitt að fjölga undan-
þágum frá upplýsingaskyldu, eins
og frumvarpið geri ráð fyrir.
Í sama blaði var frétt um að fjár-málaráðuneytið hefði ekki farið
að þeirri ósk úrskurðarnefndar um
upplýsingamál að ráðuneytið taki
ákvörðun um hvernig það svari
beiðni Morgunblaðsins um upplýs-
ingar um kostnað við samninga-
nefnd í Icesave-deilunni.
Úrskurðarnefndin hafði óskaðeftir því að ráðuneytið af-
greiddi beiðni Morgunblaðsins efn-
islega í síðasta lagi kl. 16 á föstu-
dag, en það var ekki gert.
Framkoma fjármálaráðuneyt-isins gagnvart beiðni fjölmiðla
um upplýsingar um kostnað við
samninganefndina um Icesave er
ekkert einsdæmi hjá þessari rík-
isstjórn. Þetta er aðeins nýjasta
dæmið af mörgum um pukrið og
leynimakkið sem einkennt hefur
störf hennar.
Að þessi ríkisstjórn skuli reynaað halda því að fólki að hún sé
nú með frumvarp í vinnslu sem hafi
þann tilgang að auka upplýsinga-
streymi er í besta falli grátbroslegt.
Róbert Marshall
Leynimakk og
upplýsingalög
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 10.4., kl. 18.00
Reykjavík 3 slydda
Bolungarvík 6 rigning
Akureyri 6 léttskýjað
Egilsstaðir 8 rigning
Kirkjubæjarkl. 5 skýjað
Nuuk -10 heiðskírt
Þórshöfn 10 þoka
Ósló 16 heiðskírt
Kaupmannahöfn 17 heiðskírt
Stokkhólmur 11 skýjað
Helsinki 7 heiðskírt
Lúxemborg 21 heiðskírt
Brussel 21 heiðskírt
Dublin 20 léttskýjað
Glasgow 18 heiðskírt
London 17 heiðskírt
París 25 heiðskírt
Amsterdam 16 heiðskírt
Hamborg 17 heiðskírt
Berlín 17 heiðskírt
Vín 17 léttskýjað
Moskva 2 skýjað
Algarve 22 heiðskírt
Madríd 23 léttskýjað
Barcelona 21 heiðskírt
Mallorca 20 léttskýjað
Róm 18 léttskýjað
Aþena 16 léttskýjað
Winnipeg 5 þoka
Montreal 12 alskýjað
New York 11 alskýjað
Chicago 23 heiðskírt
Orlando 27 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
11. apríl Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 6:11 20:48
ÍSAFJÖRÐUR 6:08 21:00
SIGLUFJÖRÐUR 5:51 20:44
DJÚPIVOGUR 5:39 20:19
Miðlun ehf. hefur sent frá sér frétta-
tilkynningu í ljósi kæru Persónu-
verndar á fyrirtækið vegna varð-
veislu Miðlunar á viðkvæmum
gögnum um svör þátttakenda í könn-
un, sem fyrirtækið gerði fyrir fjár-
málaráðuneytið. Miðlun vildi út-
skýra málið betur frá þeirra
sjónarhóli en fyrirtækið telur að um
mannleg mistök hafi verið að ræða
og biðst velvirðingar á mistökunum í
fréttatilkynningu sinni.
Könnunin, sem gerð var árið 2008,
átti að skoða einelti meðal ríkis-
starfsmanna. Svarendur voru nafn-
greindir en þátttakendum var til-
kynnt að ekki væri hægt með nokkru
móti að rekja svör þeirra. Svörin
voru almennt númeruð þar sem hak-
að var við svarmöguleika en í sumum
tilvikum var gert ráð fyrir að svar-
endur rituðu sinn eigin texta við
spurningu og mátti þá lesa hann.
Í samningum Miðlunar og fjár-
málaráðuneytisins var Miðlun gert
að eyða öllum gögnum tveimur vik-
um eftir framkvæmd. Hins vegar
kom í ljós að þau höfðu verið varð-
veitt í um tvö ár.
Þá kemur fram að fyrrverandi
starfsmaður fyrirtækisins hafi kom-
ist yfir gögnin og stolið þeim en talið
sé að það hafi verið gert í þeim til-
gangi að komast yfir greiðslukorta-
upplýsingar. Ennfremur segir að
gögnin hafi komið í ljós hjá lögreglu
þegar viðkomandi einstaklingur var
yfirheyrður vegna annarra afbrota.
Miðlun biðst í fréttatilkynningu
sinni velvirðingar á þeim mistökum
sem gerð voru. „Miðlun ehf. hefur
þegar gripið til ráðstafana til að efla
öryggiskerfi fyrirtækisins. Unnið
verður í samræmi við kröfur Per-
sónuverndar að öllu leyti,“ segir í til-
kynningunni. gunnthorunn@mbl.is
Biðst velvirðing-
ar í kjölfar kæru
Varðveitti persónugreinanleg gögn í tvö ár
Félag læknanema stóð á laugardag
fyrir stórslysaæfingu við slökkvi-
stöðina í Hafnarfirði. Sett var á svið
rútuslys og höfðu nemarnir mis-
jafnt hlutverk eftir því hversu langt
þeir eru komnir í náminu. Það
dæmdist á fyrsta árs nemana að
leika slasað fólk sem eldri nem-
endur sáu svo um að hlúa að, greina
og flytja til frekari aðhlynningar.
Hinir „slösuðu“ voru málaðir með
gerviblóði, en þeir áttu samkvæmt
handritinu að hafa lent í rútuslysi
skammt frá Blönduósi.
Skipulögðu stórslys
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Háskóli Íslands,
Reykjavíkurborg
og Norræna hús-
ið hafa tekið
höndum saman
um endurbætur á
friðlandinu í
Vatnsmýri og
tengist upphaf
verkefnisins ald-
arafmæli HÍ
2011. Í dag,
mánudaginn 11. apríl, undirrita Jón
Gnarr borgarstjóri, Kristín Ingólfs-
dóttir rektor og Max Dager for-
stjóri samkomulag um samstarfið
og fer athöfnin fram í gróðurhús-
inu við Norræna húsið kl 13:30.
Í markmiðum samstarfsins felst
m.a. endurnýjun og viðhald líf-
fræðilegs fjölbreytileika á svæðinu,
að rannsóknir á svæðinu verði
styrktar og þekkingu miðlað til al-
mennings og að svæðið verði fyrir-
mynd að endurheimt votlendis.
Vatnsmýrin verði
rannsóknarstofa
Jón Gnarr