Morgunblaðið - 11.04.2011, Page 9

Morgunblaðið - 11.04.2011, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2011 Hlíðasmára 14 sími 588 2122 www.eltak.is Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband líðas ára 14 Sí i 588 2122 .eltak.is Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég sá hvað þetta er vel byggt og flott hús og fannst hræðilegt að láta það grotna niður – en beið alltaf eftir því að einhver annar gerði eitthvað í mál- inu,“ segir Stein- gerður Jóhanns- dóttir, áhuga- ljósmyndari í Hafnarfirði, sem keypt hefur gamla íshúsið í Krossavík við Hellissand og er ásamt manni sín- um, Árna Em- anúelssyni, að gera það upp sem listamiðstöð. Íshúsið stendur eitt og sér í fal- legu umhverfi í hrauninu við Krossavík sem er á milli Hellis- sands og Gufuskála. Það var byggt 1935 sem íshús til að þjóna útgerð úr Krossavík og Hellissandi en var aðeins notað í átta ár. Húsið stend- ur nú eitt eftir. Sýningarsalir og listmannsíbúð Ljósmyndaáhuginn dró Stein- gerði á Snæfellsnes. Þau hjónin ákváðu að kaupa gamalt og illa far- ið hús á Hellissandi og gera það upp til að geta verið meira þar. „Mér finnst gaman að skipuleggja og sjá fyrir mér hvernig hlutirnir geti orðið flottir og fæ síðan Árna með mér til að koma því í verk. Við unnum mest sjálf við endurbygg- ingu Ártúns,“ segir Steingerður. „Mig langar til að leyfa sem flest- um að njóta fegurðarinnar með mér.“ Þau hafa sama háttinn á við endurbyggingu hússins í Krossavík sem kallað hefur verið Hvíta húsið. Steingerður stefnir að því að hefja starfsemi í húsinu í sumar og ljúka viðgerðinni sem mest á árinu. Tveir sýningarsalir verða í hús- inu og íbúð á efri hæðinni. Stein- gerður hefur áhuga á að vera sjálf með einhverja starfsemi þar á sumrin, sölu listmuna og mynda og jafnvel kaffisölu en leigja út lista- mannsíbúð og sýningarsali. Þá vill hún hafa einhverja starfsemi í hús- inu sem minnir á upphaflegt hlut- verk þess og staðinn. „Þetta er frábær staður. Ekkert skyggir á jökulinn og sjórinn er magnaður á hvaða tíma árs sem er,“ segir Steingerður þegar hún er spurð að því hvort hún telji að fólk muni leggja leið sína þangað. Þá vekur hún athygli á skemmtilegum útivistarmöguleikum í nágrenni Hvíta hússins. Hvíta húsið í Krossavík gert upp  Hjón úr Hafnarfirði gera upp gamla íshúsið í Krossavík við Hellissand  Stefna að opnun listamiðstöðvar Breytt Íshúsið í Krossavík við Hellissand fær nú nýtt hlutverk. Steingerður Jóhannsdóttir Krossavík » Hellissandur hefur lengi ver- ið ein mesta veiðistöð við Breiðafjörð. » Þar voru tvær aðskildar ver- stöðvar, Sandur og Keflavík. Eftir að vélar voru settar í bátana og færra fólk var til að draga bátana á land þurfti að finna betri lendingar. » Brimvarnargarður var byggður 1922 í Krossavík, vestan við Hellissand. Einnig voru byggð hús á landi til að þjóna útgerðinni. » Um miðja öldina fluttist út- gerðin mikið til Rifs þegar ráð- ist var í hafnarbætur þar. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Kristín Ágústsdóttir Nýverið héldu nemendur í 1.-7. bekk Nesskóla í Neskaupstað skemmtilega danssýningu í íþróttahúsinu. Sýningin markaði endalok dansnámsins þennan vet- ur, en Guðrún Smáradóttir dans- kennari hefur undanfarið kennt þeim helstu taktana í hinum fjöl- breyttustu dönsum. Um 120 nem- endur dönsuðu fyrir fullu húsi af stoltum foreldrum, öfum, ömmum, systkinum, frænkum og frændum. Sumir dönsuðu skottís, aðrir ræl, enn aðrir diskó og einhverjir spreyttu sig á hipphoppi. Í lokin sýndu allir 120 krakkarnir saman dansatriði úr Grease með glæsi- legum tilþrifum. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Einbeiting Ísabella Danía Heimisdóttir og Kári Kresfelder Haraldsson í 2. bekk Nesskóla á Neskaupsstað vönduðu sig mikið í skottísnum. Dansað af lífi og sál

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.