Morgunblaðið - 11.04.2011, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2011
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Stolt Kolbrún og Jóhannes fyrir framan aðalbyggingu hótelsins.
Atli Vigfússon
laxam@simnet.is
Mér líður mjög vel aðhafa náð þessumáfanga því það varekki einfalt. Þetta er
búið að vera krefjandi verkefni sem
ég ætlast til að skili árangri í okkar
rekstri,“ segir Kolbrún Úlfsdóttir
ferðaþjónustubóndi í Rauðuskriðu í
Aðaldal en hún og maður hennar
Jóhannes Haraldsson fengu nýlega
svansvottun á hótelið sitt sem
skiptir þau og gesti þeirra miklu
máli.
„Ég var búin að hafa auga á
þessu um tíma,“ segir Kolbrún enn-
fremur, „en ég hef alltaf hugsað um
náttúruna og umgengnina við hana
og viðfangsefnið er sannarlega ögr-
andi.“
Kolbrún og Jóhannes sóttu um
hjá Umhverfisstofnun vorið 2010 og
í framhaldi af því byrjuðu þau að
flokka úrgang í átta flokka fyrir ut-
an spilliefni. Þar má nefna plast,
gler, áldósir, pappír og bylgju-
pappa, fernur og pappaumbúðir,
matarleifar sem fara í jarðgerð og
Svansvottun á sveita-
hóteli er gæðastimpill
Kolbrún og Jóhannes keyptu Rauðuskriðu árið 1987 og hafa rekið gistiþjónustu
þar í samvinnu við Ferðaþjónustu bænda. Þau eru stolt af því að vera komin með
svansvottun og eru mjög bjartsýn á framtíðina, enda mikið bókað fyrir sumarið.
Sem betur fer eru áhugamál fólks
fjölbreytt og það er vissulega hægt
að vera veikur fyrir nánast hverju
sem er. Og sumir eru mjög veikir fyrir
bókum og bókahillum. Þeir hinir
sömu ættu sannarlega að fara inn á
ofangreinda bloggsíðu sem inniheld-
ur ljósmyndablogg einvörðungu af
bókum og bókahillum. Fjölbreytnin er
dásamlega mikil og hugmyndaflugið
ótrúlegt. Bækur í öllum mögulegum
og ómögulegum stellingum. Sumar
myndirnar sýna nánast bókagjörn-
inga, þar sem uppröðun bókanna er
listaverki líkust. Ein myndin sýnir til
dæmis veitingastað þar sem bækur
þekja loft ekki síður en veggi, önnur
sýnir bókahillu þar sem reiðhjól í
fullri stærð stendur í efstu hillu, önn-
ur mynd er af manneskju í sófa og
hún er þakin bókum. Það er hreinn
unaður sem fylgir því að skoða feg-
urðina á þessum myndum enda
stendur skýrum stöfum á forsíðunni
að þetta sé „klám“ fyrir þá sem elska
bækur. Áhugasamir geta reynt að fá
myndir sínar af bókahillum birtar á
þessari síðu en þær eru valdar á síð-
una af mikilli kostgæfni. Um að gera
að prófa og sjá hvort þær hljóti náð
fyrir augum dómnefndarinnar.
Vefsíðan www.bookshelfporn.com
Morgunblaðið/ÞÖK
Bókahillur Hægt er að raða bókum upp á óteljandi vegu.
Bókahilluást í ótal afbrigðum
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Nú fer að styttast í stærsta brúð-
kaup ársins sem fara mun fram að
morgni 29. apríl næstkomandi í
Westminster Abbey. En þá munu
ganga upp að altarinu Kate Middle-
ton og Vilhjálmur prins að við-
stöddum nítján hundruð gestum.
Mikið tilstand er auðvitað í kringum
slíkt brúðkaup og margir sem nýtt
hafa sér tækifærið til að selja eitt-
hvað sniðugt. Eins og t.d. pezkalla í
líki þeirra verðandi hjóna, konung-
lega smokka og sæti í skoðunarferð
um heimaslóðir Kate.
Vilja líkast Kate
Forsvarsmenn fataverslunarinnar
Peacock í Bretlandi freista þess nú
einnig að fá bita af kökunni. Feta
þeir í fótspor keppinauta sinna hjá
stórmarkaðnum Tesco en þar seldist
nýlega á undir klukkutíma eftirlíking
af trúlofunarkjól Kate. Eftirlíkingin
kostaði 16 pund eða tæplega 3000
krónur. Hún var öllu ódýrari en upp-
runalegi kjóllinn sem kostaði um
75.000 íslenskar krónur. Peacocks
ætlar nú að gera enn betur og selja
hinn fagurbláa kjól á aðeins 14
pund. Markaðsfólk fyrirtækisins er
þessi fullvisst að kjóllinn muni rjúka
út eins og heitar lummur. Enda finn-
ist varla sú breska kona sem ekki
vilji líkast hinni íðilfögru bresku
yngismey og verðandi prinsessu.
Búist er við að hamagangurinn verði
slíkur að boðið er upp á lista þar
sem hægt er að láta taka frá fyrir
sig kjól. Hann heitir því skemmti-
lega nafni Waity Katie og vísar í
gælunafnið sem Kate fékk á þeim
tíma sem leið og beið og ekkert ból-
aði á bónorði. Kjólnum ku ekki
fylgja bónorð frá prinsi þó hverri
konu eigi að líða eins og prinsessu í
honum.
Eftirlíking af trúlofunarkjólnum
Prinsinn fylgir ekki með
Vinsæll Hér má sjá bláa trúlofunarkjólinn en
eftirlíkingar af honum hafa rokið út.
Pez Minjagripir í tengslum við hið konunglega brúðkaup eru
af ýmsum toga og þar á meðal eru peskarlar af parinu.
Það veit hver maður að bros getur
dimmu í dagsljós breytt, eins og
skáldið komst að orði hér forðum. Og
nú þegar vorið er handan við hornið
er um að gera að hleypa tilhlökk-
uninni inn í hjartað og láta gleðina
breiðast út í björtu brosi. Það er bæði
hollt og gott að brosa, þá framleiðum
við gleðiefni í heilabúinu og við gleðj-
um aðra sem mæta okkur með því að
senda þeim bros.
Endilega …
… byrjið vikuna
með brosi
Reuters
Bros Þau eru til alls líkleg.