Morgunblaðið - 11.04.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.04.2011, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2011 Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Ice- save-samninginn munu ekki ógna efnahags- legum stöðugleika á Íslandi að mati Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. Franek Rozwadowski, sendifulltrúi AGS á Íslandi, segist ekki gera ráð fyrir því að sjóðurinn muni bregðast við úrslitunum. „Icesave hefur aldrei verið hluti af efnahagsáætlun AGS og lausn deilunnar við Breta og Hollendinga hefur aldrei verið skilyrði hjá okkur. Úrslitin munu því ekki hafa bein áhrif á efnahagsáætlunina og engin hætta er á því að AGS gjaldfelli lán sín til Ís- lands. Við teljum, og höfum sagt það áður, að það væri æskilegt fyrir Ísland að ganga frá deilunni á vegu sem væru í samræmi við greiðslugetu íslenska ríkisins. Hvort það er gert í gegnum samninga eða dómstóla skiptir í raun ekki máli,“ segir Rozwadowski. Fimmta endurskoðun á dagskrá Hann bætir því við að efnahagsáætlun ríkisstjórnar Íslands sé á áætlun. „Það er álit okkar að úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar muni ekki ógna efnahagslegum stöðugleika á Íslandi. Við höfum verið að undirbúa fimmtu endurskoðun áætlunarinnar, en ákveðið var að bíða þar til eftir kosningar með að klára hana. Ekki vegna þess að lausn Icesave- deilunnar sé skilyrði fyrir samþykkt fimmtu endurskoðunar, heldur vegna þess að úrslit kosninganna geta haft áhrif á aðra þætti áætlunarinnar, eins og til dæmis afnám gjald- eyrishafta.“ Rozwadowski segist ekki geta sagt til um hvenær fimmtu endurskoðun verður lokið, en það verði þó innan tíðar. Úrslitin ógna ekki stöðugleika  Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur heppilegt að ljúka Icesave-málinu, en ekki skiptir öllu máli hvort það er gert með samningum eða í gegnum dómstóla  Fimmta endurskoðun áætlunar verður innan tíðar Morgunblaðið/Heiddi Fulltrúinn Franek Rozadowzki, fulltrúi Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á Íslandi. ESA og Ísland. EFTA-dómstóllinn getur sýknað ís- lenska ríkið og þá er málinu lokið, en dæmi hann Ís- landi í óhag fer í gang ákveðið ferli. Dómar EFTA- dómstólsins eru viðurkenningardómar, sem segja að viðkomandi ríki hafi brotið gegn skyldum sínum samkvæmt EES-samningnum og tilgreina í hverju þau brot eru fólgin. Ef við gefum okkur að Íslandi hafi borið að ábyrgjast 20.800 evra innstæður þá mun dómstóllinn segja það í sínum forsendum. Dómurinn er bindandi að þjóðarétti, en engin ákvæði eru til staðar til að fullnægja dómnum, eng- ar sektir eða svoleiðis. Því mun hvíla á Íslandi sú skylda að fullnægja skuldbindingum okkar og það mun Ísland gera. Það er hins vegar annað mál að skuldbindingarnar eru ekki ljósar í öllum atriðum, eins og til dæmis hvað varðar gjalddaga, vexti og kostnað.“ Stefán segir að falli dómur gegn Íslandi sé það Ís- lands að skilgreina þessar skuldbindingar og það þurfi að gera í góðri trú. Fallist ESA á þær skil- greiningar er málinu lokið, en ef ekki getur sami ferill hafist að nýju. Hugsanleg bótaskylda „Hér erum við samt aðeins að tala um afleið- ingar þess ef EFTA-dómstóllinn telur íslenska rík- ið eiga að bera ábyrgð á innstæðutrygginga- kerfinu. Ef hann telur að Ísland hafi beitt mismunun flækist málið. Þá þarf að reikna út í hvaða stöðu Bretar og Hollendingar hefðu verið ef þeir hefðu verið í sömu stöðu og Íslendingar. Það þarf að reikna út tjón og bætur. Bæturnar gætu verið umtalsverðar en þær gætu einnig átt að vera engar,“ segir Stefán. Morgunblaðið/Árni Sæberg Í eldlínunni Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra svaraði spurningum innlendra og erlendra blaðamanna um efnahagsmálin í Þjóðmenningarhúsinu. Ferill máls fyrir EFTA- dómstóli tekur langan tíma Úrslit þjóðar- atkvæðagreiðsl- unnar eru síst til þess fallin að draga úr óvissu, að sögn Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ. „Öll sú vinna sem við höfum unnið með atvinnurekendum og stjórnvöldum hefur miðað að því að skapa hér að- stæður svo hægt sé að draga úr óvissu. Kjarabætur til launafólks byggjast á því að hægt sé að koma hjólum atvinnulífsins í gang. Hvað varðar kosningarnar þá er þetta nið- urstaða þjóðarinnar. Hins vegar verður ekki framhjá því horft að þar til dómsmálið verður til lykta leitt verður hér töluverð óvissa í efna- hagsmálum.“ Hann segir þó að fleiri atriði skipti máli. „Fyrir utan þetta höfum verið verið að glíma við ríkisstjórn, sem hefur aðra skoðun en við á gjaldeyr- ishöftum, gengi krónunnar og fjár- festingu. Það hefur ekki hjálpað okkur.“ Samtök launþega munu funda með atvinnurekendum í dag og meta stöðuna. Meta verður hvaða áhrif úrslit kosninganna hafa. „Við höfum unnið út frá þeim forsendum að Ice- save-samningurinn yrði samþykktur og þurfum að meta stöðuna upp á nýtt.“ Segir Gylfi að líkur á að samið verði til lengri tíma hafi minnkað. Óvissan meiri en áður  Minni líkur á lengri kjarasamningum Gylfi Arnbjörnsson Í kjaraviðræðum hingað til hefur verið gengið út frá því að Ice- save-samning- urinn yrði sam- þykktur og hafa forsendur við- ræðnanna því breyst, að sögn Vilhjálms Egils- sonar, fram- kvæmdastjóra Samtaka atvinnu- lífsins. „Við eigum hins vegar eftir að meta hve mikið þær hafa breyst og munum gera það á fundum á morgun [í dag, mánudag],“ segir hann. Hann segir að áherslan sé ennþá á atvinnuleiðina svokölluðu, sem byggist á því að auka fjárfestingu sem muni auka tekjusköpun og fjölga störfum. bjarni@mbl.is Forsendur viðræðna breyttar Vilhjálmur Egilsson „Maður var farinn að búast við þessu undir það síðasta. Það er mitt mat að það hefði ver- ið skynsamlegt að ljúka þessu með samn- ingum. En úr því sem komið er verða menn að snúa bökum saman og gæta hagsmuna Ís- lands,“ segir Lárus Blöndal hæstaréttar- lögmaður sem sat í samninganefnd Íslands um Icesave-málið. „Ég hef alltaf haldið því fram að okkur beri ekki skylda til að borga þetta. Það hefur ekkert breyst. Hins vegar geri ég mér grein fyrir því að það er áhætta í þessu.“ Hvað varðar málflutning Íslands segir Lárus skynsamlegt að leggja áherslu á að auðvitað muni menn fá greitt úr þrotabúi Landsbankans miklar fjárhæðir. „Alls ekki má túlka þetta þannig að Bretar og Hollendingar sitji uppi með þetta tjón að fullu, eins og kannski má skilja sumar umsagnir í er- lendum fjölmiðlum.“ onundur@mbl.is Menn verða að snúa bökum saman HAGSMUNAGÆSLA FRAMUNDAN Lárus L. Blöndal  Dómar bindandi að þjóðarétti en Íslandi ber að skilgreina skuldbindingar sínar BAKSVIÐ Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Ferill Icesave-deilunnar fyrir Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og EFTA-dómstólnum mun taka marga mánuði, jafnvel ár, að mati Stefáns Más Stef- ánssonar, lagaprófessors við Háskóla Íslands. Nú þegar þjóðin hefur hafnað Icesave-samningunum við Hollendinga og Breta er næsta skref fyrir ís- lensk stjórnvöld að svara áminningarbréfi ESA frá því í maí í fyrra, eins og fram hefur komið í yfirlýs- ingum ríkisstjórnarinnar. „Síðan mun ESA liggja yfir þeim gögnum sem stofnuninni berast og mun svo annaðhvort hætta afskiptum af málinu eða gefa út svokallaða rökstudda ákvörðun, sem er endanleg niðurstaða ESA.“ Stefán segir að verði ákvörðun ESA Íslandi í óhag geti hún byggst á tvenns konar forsendum, sem komið hafa fram í áðurnendu áminningarbréfi, annars vegar því að Íslandi beri að ábyrgjast greiðslur úr innstæðutryggingar- sjóðnum og hins vegar að innstæðueigendum hafi verið mismunað með ólögmætum hætti. Ísland mun svo fá ákveðinn frest til að bregðast við ákvörðun ESA og bæta ráð sitt. Langt og flókið ferli „Fari svo að ákvörðun ESA verði okkur í óhag og stofnunin telur ekki að Ísland hafi brugðist rétt við henni, er næsta skref að ESA höfðar mál gegn Ís- landi fyrir EFTA-dómstólnum. Í slíkum mála- rekstri geta alls kyns aðrir aðilar skilað inn grein- argerðum, eins og Evrópusambandið sjálft og einstök aðildarríki, en einu aðilar dómsmálsins eru Þjóðaratkvæði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.