Morgunblaðið - 11.04.2011, Síða 27

Morgunblaðið - 11.04.2011, Síða 27
að missa ástvin skyndilega langt um aldur fram eða að horfa á hann hverfa hægt inn í skuggann af sjálfum sér og missa síðan gripið á grunnþátt- um eigin sjálfs, á minninu og þeim perlum sem enginn annar dró með sama hætti á sinn ævi- streng. Allir sem þekktu Ella fylgdust sorgmæddir með því hvernig sjúkdómurinn rændi hann lífi sem hann unni og ræktaði vel. En allir sem muna hvernig hann var við fulla heilsu geta sótt styrk og hlýju í þær minningar. Þau skilaboð sem rata til okkar frá honum í gegnum óminni síðustu ára, lúta með einum eða öðrum hætti að lífsgleðinni. Af henni fékk Elli ríkulegan skerf og naut hennar með öðrum. Megi hún milda sorg þeirra Fanneyjar, Adda, Önnu Maríu og Erlings yngra. Ástráður Eysteinsson. Nú er stórt skarð höggvið í vinahópinn, vinur okkar Erling Proppé er horfinn á braut langt um aldur fram. En þó má segja að hann sé horfinn okkur í ann- að skipti þar sem hann hvarf fyrir nokkrum árum í tómarúm sem við gátum ekki komist að. Það var sárt að horfa á þennan lífsglaða og káta mann veikjast svona hastarlega og koma aldr- ei til baka. Þessi hópur kynntist er við ákváðum að læra dans hjá Heiðari Ástvaldssyni fyrir rúm- lega þrjátíu árum og settumst öll við vegginn er snýr að Brautarholti. Elli var alltaf til í sprell og skemmtilegheit og þarna var mikið hlegið að alla- vega uppákomum sem við stóð- um fyrir og höfðum gaman af. Upp frá þessum danstímum fórum við að fara í kaffi hvert til annars og eftir það varð ekki aftur snúið, þarna var orðinn til góður vinahópur sem heldur ennþá saman. Þessi hópur hélt vel upp á það er við útskrif- uðumst úr dansskólanum. Við héldum til Spánar og upp frá því kölluðum við okkur Gull- kálfana, okkur þótti dansfærni okkar ekki meiri en það. Í þess- ari ferð lærðum við að vera heimsborgarar. Þau hjón Elli og Fanney voru okkur svo miklu fremri í öllu er sneri að því að kunna að vera smart og flott í útlöndum og Erling kenndi okkur að prútta. Margar ferðir hefur þessi hópur síðan farið til út- landa og líka í ógleymanlegar sumarbústaðaferðir hér heima þar sem börnin okkar voru lengi með í ferðum og fengu að upplifa allavega sprell og uppá- komur og þar var Elli hrókur alls fagnaðar. Ófá þorrablót hafa verið haldin í hópnum og þá oft á heimili þeirra hjóna. Elli tók ekki annað í mál en að færa til húsgögn og rúlla upp teppum til þess að við gætum síðan dansað fram eftir nóttu. Síðustu árin tókum við upp á því að hafa göngur á sunndagsmorgnum og hittast síðan í hádegisverði að göngu lokinni. Maður mátti hafa sig allan við að halda í við Ella á þessum göngum, hann gekk svo hratt, var ekkert að slóra við þetta. Elli var afskaplega bóngóður og greiðvikinn og alltaf tilbúinn til að hjálpa vinum sínum ef eitthvað var sem þurfti aðstoðar við. Hann var afskaplaga hand- laginn. Ef eitthvað nýtt kom á heimili þeirra hjóna var það oft- ast eitthvað sem Elli hafði bara smíðað eða útbúið.Við eigum ótal margar minningar um kær- an vin og hans er sárt saknað í þessu vinahópi. Blessuð sé minning hans. Við sendum Fanneyju, Önnu Maríu, Adda, Erling og fjöl- skyldu hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Gullkálfarnir, Ingi og Rakel. Lilja og Eysteinn. Jón Leifur og Lára. Pétur og Katrín. Í dag kveðjum við okkar góða vin og félaga, Erling, og þökkum þær frábæru stundir sem við fengum að njóta með þessum yndislega manni. Elsku Elli okkar, við vorum að hugsa til baka. Það eru um það bil 10 ár síðan þú byrjaðir að veikjast, maður á besta aldri, rétt um fimmtugsaldurinn. Hver gat trúað því – en því miður var sú raunin. Þetta er búin að vera hræðilega erfið barátta hjá þér, elsku vinur, að berjast við þennan hryllilega slæma sjúkdóm. En nú er þess- ari þrautagöngu lokið, elsku Elli okkar. En við skulum ekki gleyma að það var hetja sem stóð með þér í allri þessari bar- áttu, hjúkraði þér, snyrti fal- lega skeggið þitt og var hjá þér upp á hvern einasta dag. Þetta hlýtur að hafa verið mikil bar- átta hjá henni, ekki síður en hjá þér. Þessi hetja er auðvitað þín heittelskaða Fanney enda alveg einstök manneskja. Alltaf koma samt góðar minningar í huga okkar. Hjálp- semi þín við að aðstoða okkur við að byggja húsið og þú varst alltaf tilbúinn að gera við bílinn. Ekkert mál hjá elsku Ella okk- ar. Og ferðalögin með ykkur Fanneyju til Spánar og á Laug- arvatn. Þá var mikið hlegið og hláturinn þinn var svo smitandi að hann kom öllum í gott skap. Það leiddist engum í þessum ferðum með ykkur. Það var allt- af fundið upp á einhverju skemmtilegu. Börnin okkar elskuðu Ella enda ekki annað hægt því hann var sérstaklega barngóður. Snyrtipinni var hann. Alltaf vel tilhafður, bros- mildur og fallegur. Elsku Elli okkar, takk fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir okkur – við gleymum þér aldrei. Ástarkveðjur. Elsku Fanney, Anna María, Þormar, Addi og Erling, inni- legar samúðarkveðjur. Ólafur og Margrét. MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2011 ✝ Hrefna Vil-helmína Björg- vinsdóttir fæddist 23. júlí 1918 á Borgarfirði, Norð- ur-Múlasýslu, hún fluttist árið 1924 til Eskifjarðar og bjó þar alla tíð síðan, lengst af á Sand- brekku. Hún lést á fjórðungssjúkra- húsinu Neskaup- stað 2. apríl 2011. Foreldrar hennar voru Einar Björgvin Guðmundsson, f. 6.6. 1894, d. 13.10. 1962, og Sig- urveig María Kristjánsdóttir, f. 27.4. 1899, d. 24.11. 1988. Systk- ini hennar: Kjartan Björg- vinsson, f. 21.5. 1921, d. 30.1. 1982, Viktoría Björgvinsdóttir, f. 17.4. 1923, Elínóra Björgvins- dóttir, f. 27.6. 1924, d. 28.12. 1979, og Kristján Björgvinsson, f. 4.3. 1927, d. 18.1. 2011. Maki: Stefán Guðmundsson, f. 24.4. 1921, d. 25.8. 1983. Hrefna og Stefán giftu sig 31.12. 1946. Börn þeirra, tengdadætur og barnabörn eru: Guðmundur Björgvin, f. 10.10. 1947, kvænt- ur Dóru D. Böðvarsdóttur, þeirra börn eru: 1) Hrefna, f. Einar Björgvin, f. 1964, kvæntur Aðalheiði Erlu, þeirra börn eru Álfheiður, Ingvi Rafn og Ey- steinn Þorri. 4) Brynjar Rafn, f. 1969, í sambúð með Þórunni Hrefnu, barn þeirra Óskar Freyr. Sverrir Vilbergsson, f. 4.7. 1942, faðir Clifford Talbot. Sverrir er kvæntur Elínu Þor- steinsdóttur. Sverrir var ætt- leiddur af Vilbergi Flóvent Að- algeirssyni og Eileen Breiðfjörð. Börn Sverris og El- ínar eru 1) Heiðar Örn, f. 1972, í sambúð með Önnu Á., börn þeirra eru Gyða Dögg, Sölvi Örn og Bríet Anna. 2) Anna Dóra, f. 1978, í sambúð með Vilhjálmi Þ., börn þeirra eru Kristín María og Sverrir Þór. Í fyrra hjóna- bandi Sverris með Dagnýju Jó- hannsdóttur átti hann börnin 1) Helgu Þóreyju, f. 1962, hennar börn eru Dagný, Auðbjörg María, Hildur Ýr og Konráð Már. 2) Jóhann Dalberg, f. 1964, í sambúð með Ósk, barn þeirra er Bjartur. 3) Vilberg Flóvent, f. 1967 í sambúð með Guðrúnu E., börn þeirra eru Kristín Helga og Árni Flóvent. Haraldur Benediktsson, f. 31.10. 1944, giftur Brynju Halldórsdóttur, þeirra börn Halldór, f. 1969, Benedikt, f. 1974, og Sigurður Jóhann, f. 1975, í sambúð með Waraporn, þeirra börn Jóhann Chanse og Sólon Chanse. Útför Hrefnu fer fram frá Eskifjarðarkirkju í dag, 11. apr- íl 2011, og hefst athöfnin kl. 14. 1970, gift Hákoni, börn þeirra eru Hafþór, Hafrún og Hafsteinn. 2) Björg, f. 1974, í sambúð með Siguróla, börn þeirra eru Dórót- hea og Sæþór Max. 3) Sigríður, f. 1981, í sambúð með Ein- ari Sveini, börn þeirra eru Andrea Marín og Karen Lea. Viktor Stefánsson, f. 14.4. 1950. Stefán Ingvar Stefánsson, f. 15.5. 1959, í sambúð með Gunnhildi Björk Jóhannsdóttur, þeirra börn eru: 1) Jóhanna Rut, f. 1986, í sambúð með Birgi, barn þeirra er Gunnhildur Anna, 2) Stefán Hrafn, f. 1988, og 3) Inga Viktoría, f. 2005. Fyr- ir átti Hrefna, með Baldvini Al- bert Jóhannessyni Aalin, Ingva Rafn Albertsson, f. 13.8. 1939, d. 9.11. 1994, kvæntur Maríu Hjálmarsdóttur, þeirra börn: 1) Hjálmar, f. 1959, kvæntur El- ínborgu Kristínu, börn þeirra eru María, Birta Kristín og Ka- milla Borg. 2) Sigurveig María, f. 1962, gift Tryggva Þór, þeirra barn er Anna Ragnheiður. Fyrir átti Sigurveig Mist og Veigar. 3) Okkur langar að minnast ömmu okkar í örfáum orðum. Þegar hug- urinn reikar aftur rifjast upp ótal góðar minningar frá bernskuárum okkar með ömmu. Á Sandbrekku vorum við ávallt velkomnar og tók amma alltaf vel á móti okkur. Amma var alltaf til taks, til í að ræða málin og var ósjaldan tekið í spil. Þá fengum við að heyra margar skemmtilegar sögur sem var hægt að hlusta á aftur og aftur. Hún tók okkur allt- af sem jafningja og virtist njóta samverunnar, eins og við vissulega gerðum. Amma var alltaf tilbúin að fara í bíltúr og var ósjaldan rúntað út á Mjóeyri, Breiðuvík, Reyðarfjörð eða hvað sem okkur datt í hug þann daginn. Ekki vant- aði kræsingarnar og góða matinn hjá ömmu, einnig var hún mjög þolinmóð gagnvart tilraunastarf- semi okkar í eldhúsinu. Alltaf var nóg að bralla á Sandbrekku og var flestallt leyfilegt. Við áttum til dæmis okkar staði í húsinu hennar og garðinum, aldrei vorum við fyr- ir með allar dúkkurnar okkar og gullabú. Dyrnar hjá ömmu stóðu einnig alltaf opnar fyrir vinunum í hverfinu og ósjaldan dregnir fram íspinnakassarnir. Amma var glæsileg kona og alltaf svo vel til- höfð. Hún var ákveðin, opin, heið- arleg og alltaf tilbúin að gera allt fyrir okkur. Hún var með stórt hjarta og leyndist í henni smá- prakkari og var alltaf hægt að grínast við hana þótt aldurinn væri farinn að færast yfir. Amma var alltaf svo stolt af afkomendum sín- um og lagði mikið upp úr að halda tengslum við þann stóra hóp. Elsku amma, okkur fannst svo gott að fá tækifæri til að heim- sækja þig um daginn, þótt erfitt hafi verið að kveðja þig. Þökkum fyrir allar góðu stundirnar og hlýjuna sem þú hefur gefið okkur. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Hrefna, Björg og Sigríður. Elsku besta amma. Nú ertu fallin frá okkur, trúum varla að það sé komið að því að skrifa minningar til þín. Margar minningar eigum við um þig, elsku amma, svo fallegar og góðar. Þú varst góð og falleg. Svo varstu ekki bara amma okkar heldur líka góð vinkona. Alltaf var gaman að hlusta á sögurnar hjá þér um ævi þína, góða tíma og slæma. Þú varst hetja í augum okkar. Það voru nú ófáir rúntarnir og stundir sem við áttum við að spjalla. Þú varst alltaf til í að spjalla, hlæja, gráta og hlusta á okkur. Það var svo gott að geta alltaf leitað til þín, sama hvað það var þá gastu alltaf gefið góð ráð eða bara hlustað og jánkað. Mikil spilakona varstu og eydd- um við miklum tíma í að spila. Munum alltaf eftir því þegar þú fattaðir að við svindluðum oft í spilum við þig, sáum spilin þín end- urspeglast í gleraugunum þínum, en aldrei tókstu gleraugun niður heldur hrósaðir okkur fyrir að vera svona snjöll að fatta þetta og hlóst. Man eftir þegar ég var lítil og var stödd í kaupfélaginu og sá fal- lega dúkku sem mig langaði að eignast, fékk að hringja í þig og spurði hvort þú vildir ekki kaupa þessa dúkku handa mér. Þú varst komin innan fárra mínútna og keyptir dúkkuna handa mér. Það sem ég var glöð og hamingjusöm þér að þakka. Jólin sem við áttum saman voru yndisleg. Mikið eigum við eftir að sakna þess að hafa þig hjá okkur á jólunum. Næsta jóladagsboð verð- ur skrítið þar sem þú verður ekki þar. Man þegar þú breyttir mat- arhefðinni og ákvaðst að hafa kal- kún í stað hamborgarhryggs. Þú hvíslaðir að okkur að þú hafðir ákveðið að breyta þessu því þú vissir að okkur langaði í kalkún, þú gerðir hvað sem er fyrir okkur. Svo þegar þú varst hætt að geta komið heim til okkar á aðfanga- dagskvöld eftir hátíðarhöldin eins og venja er komum við systkinin til þín og þótti þér afar vænt um það. Þér þótti svo vænt um okkur og varst dugleg að láta okkur vita af því. Einnig þótti okkur og þykir enn mjög vænt um þig, elsku amma. Þú vildir alltaf að öllum liði vel, máttir ekkert aumt sjá og gerðir þitt allra besta til að öllum liði vel. Svona gætum við skrifað enda- laust, fallegar minningar um þig. Þú varst dásamleg og eigum við eftir að sakna þín mikið. Hvíldu í friði, elsku besta amma. Við elskum þig. Jóhanna Rut Stef- ánsdóttir og Stefán Hrafn Stefánsson. Hrefna Vilhelmína Björgvinsdóttir ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir og afi, ERLING ÞÓR PROPPÉ, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ mánudaginn 4. apríl. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju mánu- daginn 11. apríl kl. 11.00. Blóm vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á FAAS, Félag aðstandenda alzheimersjúklinga, www.alzheimer.is eða í síma 533 1088. Fanney Proppé Eiríksdóttir, Anna María Proppé, Þormar Sigurjónsson, Ástráður Þór Proppé, Erling Proppé Sturluson. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI ÁRNASON húsasmíðameistari og bóndi, frá Höskuldarnesi, lést föstudaginn 8. apríl. Fjölskylda hins látna. Elsku besta langamma okk- ar, Rúna; það eru margar minn- ingar sem fara í gegnum hug- ann á þessari stundu og allar eru þær góðar. Þú varst besta langamma sem hægt var að hugsa sér. Alltaf var gaman að koma í heimsókn til þín, enda var það yfirleitt ein stór sam- koma af fjölskyldumeðlimum sem sat saman í eldhúsinu góða og minnumst við nú allra þeirra góðu samræðna sem við áttum þar. Þú varst hress og kát, lífs- glöð, hugljúf og hörku-kona, sem kenndir okkur margt af því sem við núna njótum góðs af í lífinu. Þú hafðir góða nærveru og sýndir mikinn áhuga á því hvað var að gerast í lífi okkar og allra í stórfjölskyldunni þinni. Það var ekki neitt sem þú ekki vissir um okkur, enda varstu traust eins og klettur sem allir gátu leitað til. Ein af okkar uppáhaldsminn- ingum um þig er sú, þegar þú spáðir í kaffibolla hjá gestum þínum. Við systurnar erum viss- ar um að þú varst göldrótt á þinn hátt! Við hlökkuðum óskaplega mikið til að verða stórar til að geta drukkið kaffi- bolla hjá þér eins og allir þeir fullorðnu gerðu og fengið svo spádóminn. Því miður náðum við aldrei að fá slíkan spádóm, en við erum vissar um, að þegar við hittumst á ný, hvenær sem það nú verður, þá muntu hafa margt að segja sem ef til vill hefði verið í einum af kaffibol- laspádómunum. Það er erfitt að sætta sig við að þú sért líka far- in, því þegar amma Klara fór þá fylltir þú upp í skörðin sem frá- hvarf hennar markaði í hjörtum okkar allra. Nú eru skörðin ennþá fleiri, en við munum fylla upp í þau með öllum þeim góðu og skemmtilegu minningum sem þú skilur okkur eftir með. Við erum ævi-þakklátar fyrir að hafa átt allan þennan tíma með þér, elsku amma Rúna. Það eru ekki allir svona heppnir, að hafa lifað eins löngu og viðburðaríku lífi og með svo marga kæra í kringum sig eins og þú. En nú hefur þú kvatt þetta líf og haldið upp til himna, þar sem þú ert nú sameinuð á ný með öðrum kærum fjölskyldumeð- limum sem farið hafa á undan þér. Við minnstum þín með brosi á vör og hlýju í hjarta og vitum að þú situr með Guðs englum og vakir yfir okkur hin- um sem enn lifa. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín barnabarnabörn, Lína og Klara Sól. Elsku yndislega amma okkar. Nú kveðjum við þig. Þín verður sárt saknað. Svo margs er að minnast á þessum tímum. Allar stundirnar sem við höfum átt í gegnum tíðina. Það eru nú ekki margir sem mundu leyfa barna- börnunum sínum að gramsa í fataskápunum, öllu puntinu og skónum og halda tískusýningu, en það gerðir þú og hafðir gam- an af. Ekki má gleyma ömmu Rúnu kaffinu sem við systur vorum sólgnar í og alltaf varst þú til í að grípa í spilin. Þú varst alveg einstök kona, við munum alltaf líta upp til þín. Þú varst svo falleg að utan sem innan. Tókst alltaf svo vel á móti manni. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Hvíl í friði, elsku amma okk- ar. Þínar sonardætur, Aðalbjörg, Sandra Dögg og Brynja Dís Stefánsdætur. Elsku amma Rúna mín. Þú varst mesti töffarinn í bænum. Varst alltaf svo lifandi og skemmtileg og svo var svo gam- an þegar þú varst að skemmta þér með okkur barnabörnunum í Sanddalnum, hvort sem var við varðeld eða bara úti í sumar- nóttinni. Það er sko engin amma þér lík og hefði engin amma verið eins og þú varst. Ég vil þakka þér, elsku amma, fyrir samfylgdina og mun ég oft hugsa til þín um ókomin ár. Þú ert falleg og góð, brosmild og rjóð. Lagin við börn, skörp eins og örn. Ert dugleg við spil og söng… Vel vaxin, há og löng. Átt ástvin í hverri höfn, svo marǵað þú manst ekki nöfn. Ert lagin með nálina, og sérð í gegnum sálina. Þú ert öllum kostum gædd, en þannig ertu bara fædd. (Ók höf.) Við kveðjum þig að sinni, amma mín. Einar Hallur og Úlfur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.