Morgunblaðið - 11.04.2011, Qupperneq 32
32 DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2011
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÉG ER
HÆTT!!
ÉG NENNI EKKI AÐ SPILA
MEÐ LIÐI SEM TAPAR ÖLLUM
LEIKJUNUM SÍNUM!
ÞAÐ ER TILGANGSLAUST AÐ
SPILA MEÐ LIÐI SEM TAPAR
BARA OG TAPAR!
ÞETTA LIÐ ER SÖKKVANDI
SKIP OG ÉG ER FARIN
FRÁ BORÐI!
HVER FER ÞAR!?
ER ÞAÐ VINUR EÐA
ÓVINUR!?
HVORUGT!
ÉG ER
HLUTLAUS!
ÞETTA ER
SVISS-
LENDINGUR!
ÞÚ
ÆTTIR AÐ SJÁ
SJÁLFAN ÞIG! ÞÚ
ERT ÓGEÐS-
LEGUR!
ÞAÐ ER FÍLA AF ÞÉR OG SVO
ERTU ALLUR ÚTATAÐUR Í
RUSLI OG MATARLEIFUM
ÞAÐ ER
KANNSKI VOND
LYKT AF MÉR EN
ÉG ER NÚNA MEÐ
NESTI
HANN ER VANKAÐUR,
DRÍFUM OKKUR!
ÉG
GET EKKI
FARIÐ ÁN
PENINGANNA!
HAFÐU EKKI
ÁHYGGJUR...
ÞÚ ERT EKKI
AÐ FARA NEITT!
HVAÐ...!
ÉG VAR BÚINN AÐ
SEGJA KÖTU AÐ HÚN YRÐI AÐ
HALDA Á TÖSKUNNI SINNI
SJÁLF, AF HVERJU STÓÐSTU
EKKI MEÐ MÉR?
HÚN VAR
VIÐ
ÞAÐ AÐ
MISSA AF
RÚTUNNI!
JÁ,
EN ÉG HELD
AÐ HÚN ÞURFI
SAMT AÐ LÆRA
SÍNA
LEXÍU
HÚN ER ORÐIN
STÓR OG Á AÐ LÆRA
AÐ TAKA ÁBYRGÐ Á
DÓTINU SÍNU
OG
HEFÐIR ÞÚ
VERIÐ TILBÚINN
AÐ KEYRA
HANA?
JÁ,
EF ÉG VÆRI
EKKI AÐ VERÐA
OF SEINN Á
FUND
ODDI ODDI
Hjartans þakkir
Af hjartans einlægni
langar mig að þakka
lesendum mínum fyrir
frábærar viðtökur á
verkum mínum Ertu
Guð, afi? og Þokunni
sem komu út fyrir síð-
ustu jól. Á vormán-
uðum 2010 fékk ung-
lingabók mín Núll
Núll 9 Bókaverðlaun
barnanna sem vinsæl-
asta bók ársins 2009
og haustið 2010 hlaut
Ertu Guð, afi? Ís-
lensku barna-
bókaverðlaunin. Að
hafa unnið til sjö verðlauna á rithöf-
undaferlinum, þar af fimm í skjóli
nafnleyndar, er þakkarvert. Og vit-
anlega kitlar það hégómagirndina að
hafa átt tvær söluhæstu skáldsögur
fyrir börn og unglinga á síðustu jóla-
bókavertíð. Að sama skapi fyllist ég
auðmýkt. Það er mér mikilvægt að
vera í nánum tengslum við ungmenni
og ég er hrærður yfir þeim viðtökum
sem ég fékk í þeim tugum skóla sem
mér var boðið að heimsækja á síðasta
ári. Það auðgar andann að fá að um-
gangast lesendurna, lesa fyrir þá,
gefast kostur á að svara spurningum
og hreinlega horfast í augu við þessi
frísklegu og líflegu ungmenni. Það
liggur í hlutarins eðli að starf rithöf-
undar er yfirleitt einmanalegt og þess
vegna eru viðbrögð lesenda og ekki
síst foreldra mikilvæg hvatning til að
gera enn betur. Mannrækt er þema
bókarinnar Ertu Guð,
afi? og hefur afi Afríka
augljóslega sáð fræjum
í sálir fjölmargra les-
enda. Fjölmörg þakk-
arbréf frá foreldrum og
ungmennum bera þess
glögg merki. Það eru
forréttindi að skrifa
fyrir æsku þessa lands
því hún hefur einlægn-
ina og heiðarleikann að
leiðarljósi. Þrátt fyrir
augljósa velgengni eru
ekki allir viðhlæjendur
og þannig verður það
aldrei, hvorki í mínu til-
viki né annarra. Mót-
læti og höfnun er oftar
en ekki olía á eld þess metnaðar sem
knýr suma áfram. Auðvitað hefði ég
kosið, á 22 ára ferli sem rithöfundur,
að vera annað slagið á meðal þeirra
70 rithöfunda sem hljóta starfslaun á
ári hverju. Og þar af leiðandi getað
einbeitt mér alfarið að því að skrifa
vandaðar bækur fyrir börn, sem eru
lesendur „fullorðinsbókmennta“ þeg-
ar fram líða stundir. Ég hef reyndar
hlotið starfslaun í 6 mánuði af þeim
264 mánuðum sem hafa verið í boði
frá því ég skrifaði mína fyrstu bók ár-
ið 1989. En krakkar, hjartans þakkir
fyrir stuðninginn, öll bréfin og
ógleymanlegar viðtökurnar. Þið eruð
ljós heimsins.
Þorgrímur Þráinsson rithöfundur.
Ást er…
… komin í land.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9. Útsk./
myndlist kl. 13, félagsv. kl. 13.30.
Árskógar 4 | Handavinna/smíði/
útskurður kl 9. Félagsvist kl. 13.30.
Myndlist kl. 16.
Bólstaðarhlíð 43 | Bútasaumur, handa-
vinna, leikfimi kl. 13, sögustund kl.
13.45.
Dalbraut 18-20 | Myndlist/postulín kl.
9, leikfimi kl. 10, kl. 13 brids.
Dalbraut 27 | Handav. kl. 8, bænastund
kl. 9.30, leikfimi kl. 11, uppl. 2. h. kl. 14.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids
kl. 13. Kaffi/spjall kl. 13.30.
Félagsheimilið Boðinn | Jóga kl. 9,
botsía kl. 11. Handverkskl. Valdórs kl. 13.
Félagsheimilið Gjábakki | Handavinna
kl. 9, leiðb. til hádegis, botsía kl. 9.30,
gler/postulín kl. 9.30/13, lomber kl. 13,
canasta kl. 13.15, kóræfing kl. 17, skap-
andi skrif kl. 20.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Postulín
kl. 9, tréskurður kl. 9.30, ganga kl. 10,
handav/brids kl. 13. Félagsvist kl. 20.30.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Kvennaleikf. kl. 9.15, 10, 11, vatnsleikfimi
kl. 12.10.
Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur
kl. 9, m.a. tréútskurður/handavinna.
Vatnsleikfimi kl. 9.50. Frá hád. spilasalur
opinn. Kóræfing kl. 15.30. Föstud. 12.
apríl kl. 14.30 kynning í Félagsheimili
Leiknis v/Austurberg, ,,Allir finna eitt-
hvað við sitt hæfi“.
Háteigskirkja - starf eldri borgara |
Spil, spjall og kaffi kl. 13.
Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9.
Bænastund kl. 10, Helga fótafr. á staðn-
um tímapant. í s. 6984938. Hárgr.slust.
Fjólu opin kl. 9-14, tímap. í s. 8946856.
Hraunsel | Ganga kl. 10 frá Haukah., kór
kl. 10.30, glerbr./trésk. kl. 13, félagsvist/
botsía kl. 13.30, vatnsleikf. kl. 14.40.
Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30, 9.30
og 10.30. Vinnustofa kl. 9. Brids kl. 13.
Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Smár-
anum kl. 11.30.
Korpúlfar Grafarvogi | Ganga í Egils-
höll kl. 10. Botsía Eirborgum, Fróðengi,
kl. 13.30, sjúkraleikf. kl. 14.30. Á morgun
er sundleikfimi.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Við
Hringborðið - spjallhópur kvenna kl.
10.30, handverks-/bókastofa kl. 11.30,
Prjónaklúbb. og fl. kl. 13, botsía kl.
13.30, söngstund kl. 15.
Norðurbrún 1 | Botsía kl. 10. Handa-
vinna kl. 9/13. Samverust. með djákna
kl. 14. Útskurður kl. 13.
Vesturgata 7 | Handavinna, botsía, leik-
fimi kl. 9.15. Tölvuk.
kl. 12, kóræfing kl. 13.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja,
postulín/bókband kl. 9, morgunstund kl.
9.30, botsía kl. 10, framh.saga kl. 12.30,
handavinnust./stóladans/spil kl. 13.
Sigurjón Valdimar Jónsson á Sel-fossi sendi Vísnahorninu kveðju:
„Þeir voru að finna fimm þúsund
ára gamlan homma í hellisskúta
Þar var hann jarðsettur ásamt
pottum og öðrum eldhúsáhöldum
Allt of fljótt er ályktað,
efi í huga nokkur,
hellisbúinn held ég að
hafi verið kokkur!!!!“
Við fossinn Dynk í Þjórsá var
blandað á ferðapelann. Sturla Frið-
riksson líffræðingur og lífskúnstner,
eins og hann var kynntur í Vísna-
horninu á laugardag, átti þessa vísu:
Ekki er Þjórsá sopasínk
svona Hreppamegin.
Vatnið, sem hér draup á Dynk,
dugði vel á fleyginn.
Lagt var norður svartan sand og
riðið eftir áttavita um nótt á Holta-
mannaafrétti. Sturla kvað:
Fellum tjöld og förum skjótt
fram með Ölduhlíðum.
Inn að Köldukvísl í nótt
klárum völdum ríðum.
Enn er þokan æði dimm,
ætti að fara að rofa.
Nú er klukkan nærri fimm,
nú er mál að sofa.
Á jafndægri orti Sturla:
Nú styttist hún ótt
hver einasta nótt,
sem eflaust því tengist
að dagurinn lengist.
Þessa vísu kallar hann Spilavítið:
Hér í tafli skiptast sköp,
skaði þinn er mér í vil.
Að jöfnu ganga gróði og töp,
glötuð von og unnið spil.
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af Þjórsá og hellisskúta