Morgunblaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 4. J Ú N Í 2 0 1 1  Stofnað 1913  130. tölublað  99. árgangur  HITTAST OG HLÚA AÐ FLÍKINNI EINS OG GÆLUDÝRI EIÐUR SMÁRI HORFIR FRAM Á VEGINN KREFJAST ÞESS AÐ GESTIRNIR SLETTI ÚR KLAUFUNUM SUNNUDAGSMOGGINN FM BELFAST 46VEL VAXNIR VAXMENN 10 Morgunblaðið/Golli  Frumvörpin um breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu eru sjó- mönnum ofarlega í huga á sjó- mannadegi, sem er á morgun. Konráð Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, segir blikur á lofti og „frumvörpin eru eitthvað það ósanngjarnasta sem sett hefur verið fram,“ segir Kon- ráð. Verði þau að lögum komi til uppsagna hjá sjómönnum, sem gert hafi sjómennsku að ævistarfi. Skip- um og sjómönnum hafi fækkað á síðustu árum og flotinn dugi til að sækja þær heimildir sem séu til skipta. Valmundur Valmundarson, for- maður Jötuns í Vestmannaeyjum, hefur líka áhyggjur af áformum stjórnvalda. „Okkur líst ekkert á stöðuna og hækkað veiðigjald þýðir að sjómenn bera minna úr býtum,“ segir Valmundur. »30 „Eitthvað það ósann- gjarnasta sem sett hefur verið fram“ Hátíð Engey RE gnæfir fánum prýdd yfir þátttakendur á sjómannadegi í Reykjavík. Tímaþröng » Sjávarútvegs- og landbún- aðarnefnd fundar ekki um helgina vegna sjómannadagsins. » Þinglok eru áformuð að lokn- um næsta fimmtudegi. » Fjármálaráðherra segir þing- menn hafa fengið „nóg af sum- arþingum.“ Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Ekki tókst að ná endanlegu sam- komulagi um framvindu stjórnar- frumvarpanna um breytingar á stjórn fiskveiða fyrir helgi. Í gær var reynt að ná samkomulagi um meðferð stærra frumvarpsins, en hið minna er nú til umfjöllunar í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd. „Það var verið að reyna að ná samkomulagi um hvað það tæki langan tíma í afgreiðslunni í þinginu, en það náðist ekki,“ sagði Þuríður Backman, þingflokksformað- ur Vinstri-grænna, í gærkvöldi, og vísaði til stærra frumvarpsins. Að öðru óbreyttu er það á dagskrá þings á mánudag, auk frumvarps Hreyfing- ar um breytingar á stjórn fiskveiða, en engin fyrirheit um tímamörk af- greiðslu þess. Stuttur umfjöllunartími Í gær kallaði sjávarútvegs- og land- búnaðarnefnd eftir umsögnum hags- munaaðila um minna frumvarpið. Í næstu viku er henni síðan ætlað að taka á móti gestum og afgreiða frum- varpið, allt á þremur dögum. Sigurð- ur Ingi Jóhannesson, fulltrúi Fram- sóknarflokksins í nefndinni, segir venjuna vera þá að umsagnaraðilar hafi tvær vikur og þyki mörgum það knappt. Hann segir ekki standa á stjórnarandstöðunni að ljúka af- greiðslu minna frumvarpsins á grundvelli atriða sem allir geti verið sammála um. Um það sé hins vegar ekki samstaða innan stjórnarliðsins. MHófstilltar »4 Í kapphlaupi við tímann  Ekki náðist samkomulag um afgreiðslu stóra frumvarpsins um stjórn fiskveiða  Nefnd ætlaðir þrír dagar til að fara yfir umsagnir og ræða við hagsmunaaðila Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson Á Selfossi Aldrei hefur verið jafn dýrt að aka Hellisheiðina og nú. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Síðustu áramót var algengt verð á bensíni hjá stóru olíufélögunum tæp- lega 208 krónur. Vörugjald og kol- efnisgjald var síðan hækkað á nýárs- dag en framhaldið þarf vart að rekja. Bensínverðið hefur hækkað stöðugt og var algengt lítraverð á 95 oktana bensíni 232 krónur í gær eftir lækk- un dagsins. Jafngildir hækkunin því tæplega 12% frá gamlársdegi. Skýr merki eru um að þessi hækk- un hafi komið hart niður á verslun á Suðurlandi í vetur. Rætt er við nokkra verslunarmenn í Morgun- blaðinu í dag og eru þeir flestir sam- mála um að erfiður vetur sé að baki. Sá rólegasti frá hruni Meðal þeirra er Guðný Ísaksdótt- ir, verslunarstjóri hjá N1 í Hvera- gerði, en hún segir veturinn þann „langrólegasta“ frá hruninu. Kristinn T. Haraldsson rak mat- sölustað í Hveragerði. Hann hætti rekstri og skýrir það m.a. með fækk- un ferðamanna og því að bensínverð- ið sé að „keyra okkur í kaf“. »16 Bensínið dýpkar kreppuna  Minni umferð á Suðurlandi kemur niður á versluninni Grindvíkingar og gestir voru kátir þegar fjöl- skyldu- og sjómannahátíðin Sjóarinn síkáti hófst þar í bæ í gær. Grindavíkurbæ hefur verið skipt upp í fjögur litahverfi og í gærkvöldi kom lita- skrúðganga úr hverfunum fjórum að hátíðar- svæðinu við Hafnargötu. Þetta unga fólk á aug- ljóslega heima í bláa hverfinu og lét ekki sitt eftir liggja við að halda uppi heiðri þess. Sjóarinn síkáti stendur fram á sunnudag. Brosmildu börnin í bláa hverfinu Morgunblaðið/Ómar  Endurskoð- aðar tölur Seðla- bankans um er- lenda skulda- stöðu þjóðar- búsins eru mun hærri en þær sem áður hafa verið birtar og voru grundvöllur umræðunnar um Icesave-samkomulagið. Hreinar er- lendar skuldir þjóðarbúsins, að gömlu bönkunum undanskildum, voru til að mynda um 827 millj- arðar á fjórða ársfjórðungi 2010 í stað þeirra 434 milljarða sem áður hafði verið gert ráð fyrir. »28 Skuldir þjóðar- búsins mun hærri Meirihluti efnahags- og skattanefnd- ar Alþingis bregst við gagnrýni á fyr- irhugaða skattlagningu lífeyrissjóða og fjármálafyrirtækja með því að leggja til breytingar á gildistöku hennar. Jafnframt verði hlutdeild sjóðanna í heildarkostnaðinum lækk- uð í 40% (um 1,4 milljarðar) en hlutur fjármálafyrirtækjanna hækki sam- svarandi. Gagnrýnt hefur verið að umrædd skattaálagning gangi gegn banni stjórnarskrár við afturvirkni skattalaga. Í breytingartillögum nefndarinnar er lagt til að álagningu skattsins verði frestað til ársins 2012 og ákvörðun skattstofnsins verði miðuð við árið 2011. Lífeyrissjóð- unum og bönkum verði hins vegar gert að greiða fyrir fram upp í álagðan viðbótarskatt 1. nóvember 2011. Er þetta sagt vera tillaga fjár- málaráðuneytisins. omfr@mbl.is »4 Fresta álagningu skattsins en vilja fá greitt fyrirfram Morgunblaðið/Golli Breytt Lagt til að sjóðir greiði 40%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.