Morgunblaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2011 Stuttmynd Sigríðar Soffíu Níels- dóttur, Uniform Sierra, verður sýnd á kvikmyndahátíðinni Corti & Cigarettes í Róm í september. Alls verða 36 íslenskar stuttmyndir sendar inn í keppnina hér á landi og fimm valdar til sýninga í „Scand- inavian Short“-hluta hátíðarinnar á Ítalíu. Corti & Cigarettes verður haldin í fjórða sinn en á hátíðinni í ár er sérstakur fókus á norðurhluta Evr- ópu og þá sérstaklega Ísland og Noreg. Brot úr íslensku myndunum sem fara til Rómar voru sýnd á ítölsku menningarhátíðinni sem haldin var í Salnum í Kópavogi síð- astliðinn sunnudag. Uniform Sierra var gerð 2008 og í henni dansa Benjamin Khan og Sigríður Soffía. Tónlistina í mynd- inni samdi tónskáldið Jóhann Frið- geir Jóhannsson. Uniform Sierra hlaut fyrsta sæti sem besta dans- stuttmynd á Actfestivaĺ09 og hlaut áhorfendaverðlaun á Stutt- myndadögum í Reykjavík 2008 Myndin hefur nú verið sýnd á festivölum á Íslandi, Ástralíu, Nor- egi, Svíþjóð, Spáni & Finnlandi. Uniform Sierra sýnd í Róm Neðansjávar Stilla úr mynd Sigríðar, sem gerir sér nú ferð til Rómaborgar. Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Partíið heldur áfram á annarri plötu gleðibandsins FM Belfast sem kom út í gær, þremur árum eftir útkomu frumraunarinnar How to Make Friends, sem gerði allt vitlaust. Nýja platan ber titilinn Don’t Want to Sleep og inniheldur ellefu lög og hafa smellirnir Vertigo og I Don’t Want to Go to Sleep Either þegar hljómað talsvert á bylgjum ljósvak- ans. Þegar blaðamaður sló á þráðinn til Árna Rúnars Hlöðverssonar var hann í miðri hljóðprufu á tónleika- stað í París, enda slá fjórmenning- arnir í sveitinni hvergi af og eru þau þegar byrjuð að fylgja plötunni eftir af fullum krafti. „Í gærkvöldi spil- uðum við í Brussel á alveg frábærum tónleikum og nú á útgáfudegi spilum við í París.Við erum á fullri ferð um Evrópu og stefnum á Bandaríkin í haust.“ Engir tónleikar eru hins vegar á dagskrá á Íslandi á næst- unni en Árni segist búast við „að því verði kippt í liðinn bráðlega“. Leiðin stöðugt upp á við Þau Árni Rúnar, Lóa Hlín Hjálm- týsdóttir, Árni Vilhjálmsson og Örvar Þóreyjarson Smárason ætla samt að koma heim til Íslands eftir rúma viku til að slaka aðeins á fyrir komandi átök, því í júlí verður keyrt á fullu stími á tón- listarhátíðum um alla Evrópu. Leiðin hefur legið jafnt og þétt upp á við fyrir FM Belfast sem sést m.a. á því að nýja platan kemur út í allri Evrópu í dag, á veg- um þýska útgáfufélagsins Morr Music, en í Bandaríkjunum 20. júní. Tónleikagestir dansa og syngja „Við höfum verið að „stækka“ í litlum skrefum í langan tíma,“ segir Árni Rúnar. „Við finnum vel fyrir meðbyr núna. Sérstaklega í Frakk- landi og Þýskalandi þar sem fólk er búið að fatta að það má sleppa sér al- veg á FM Belfast-tónleikum, og það er raun krafa frá okkur að tónleika- gestir taki fullan þátt í tónleikunum í dansi og söng.“ Stemningin sem myndast á tón- leikum FM Belfast er enda nánast orðin goðsagnakennd og reynslan af virku tónleikahaldi síðustu ára skilar sér á nýju plötunni að sögn Árna. „Platan mótast mikið af tónleikum og hefur verið í vinnslu í tvö ár. Síð- asta ár er búið að vera eitt það við- burðaríkasta sem ég hef upplifað.“ Á tónleikaferðinni í sumar verða, auk fjórmenninganna sem mynda kjarna sveitarinnar, fjölmargir góðir gestir á sviði að sögn Árna Rúnars. Má þar nefna slagverks- meistara, dansara, raddþenjara og kúabjölluleikara. Tónleikagestir mega því eiga von á miklu fjöri. Þess verður vonandi ekki langt að bíða að FM Belfast finni glufu í dagskránni til tónleikahalds hér á klakanum en í millitíðinni geta dansþyrstir Íslendingar hitað sig upp með því að hlusta á nýju plöt- una. Hún kemur út bæði á geisla- diski og vínylplötu en er einnig fá- anleg í rafrænu niðurhali. Krefjast þess að fólk sleppi sér  Stuðsveitin FM Belfast gefur út aðra plötu sína  Fylgir henni eftir með Evrópu- og Ameríkutúr  „Mikil læti og hressleiki með smápláss fyrir dramatík“  Kippa tónleikum á Íslandi „í liðinn“ „Okkur finnst þetta mjög rök- rétt framhald. Mikil læti og hressleiki með smápláss fyrir dramatík,“ segir Árni Rúnar spurður hvort ný stefna sé tekin á Don’t Want to Sleep. Platan kemur út hér á landi á veg- um Kimi Records. Meðal hljóðfæraleikara sem leggja sveitinni lið á plötunni má nefna Unn- stein Manúel Stef- ánsson úr Retro Stefson og trðmpetleikarann Eirík Orra Ólafsson. Mikil læti RÖKRÉTT FRAMHALD Sænsku plötusnúðarnir Joni og Viktor eru á leið á klakann og ætla að þeyta skífum á Faktorý í Reykjavík og Sjallanum á Akur- eyri helgina 10.-11. júní. Joni er þekktastur fyrir störf sín með sænsku elektrósveitinni Slags- målsklubben en Viktor hefur mikið verið viðriðinn sænska jaðartónlist. Forsala miða á Faktorý hefst þar mánudaginn 6. júní (opið frá kl. 15). Forsala miða í Sjallann hefst í Imperial á Glerártorgi mánudaginn 6. júní. Heitur Joni úr Slagsmålsklubben. Sjóðheitir sænskir skífuþeytarar FM Belfast Á myndinni eru Björn „Borko“ Kristjánsson, Árni Rúnar Hlöðversson, Örvar Þóreyjarson Smárason, Árni Vilhjálmsson og Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir. ARKITEKTÚR HÖNNUN • LISTIR MIÐLUN • TÍZKA ALÞJÓÐLEGT FAGNÁM Barcelona • Madrid Firenze • Milano Roma • Torino • Venezia Glasgow • London New York

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.