Morgunblaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Ráða ekki við hækkanirnar  Þurfa að segja upp fólki eða hækka verð til að takast á við nýja kjarasamninga Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is „Við höfum orðið vör við það og vissum það fyrir að það eru margir sem eiga í erfiðleikum með þetta, ekki bara hækkanirnar sem slíkar heldur líka eingreiðsluna. Þetta eru bara mjög dýrir samningar,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Nýir kjarasamninga á almennum vinnumark- aði sem voru undirritaðir 5. maí síðastliðinn virð- ast ætla að sliga sum minni fyrirtæki sem eiga í erfiðleikum með að borga hækkanirnar. „Það lá alveg fyrir að mörg fyrirtæki sem starfa á heimamarkaði myndu eiga mjög erfitt með að takast á við þessar hækkanir. Sum fyr- irtæki ráða ekki við þessar launahækkanir öðru- vísi en með tvennu: að hækka verð eða segja upp fólki. Hugsanlega sjá menn einhverjar leiðir í sambandi við sína starfsemi, að bæta hana. Þetta er að sjálfsögðu líka þrýstingur á það að menn reyni að hagræða, gera hlutina betur og bæta stöðu sína á markaðinum.“ Kjarasamningurinn felur í sér umtalsverðar launahækkanir. Samið var til þriggja ára og munu almennar kjarabætur á þeim tíma nema 11,4%. Lægstu laun fyrir fulla dagvinnu 18 ára og eldri hækka úr 165 þúsund krónum í 204 þús- und á samningstímanum og nemur sú hækkun 23,6%. Einnig var samið um þrjár eingreiðslur upp á 50 þúsund krónur í upphafi samningstímans. Auk þess var samið um 10.000 kr. álag á orlofsuppbót og 15.000 kr. álag á desemberuppbót. „Þetta eru miklar hækkanir og til að hlutirnir gangi upp öll þessi þrjú ár verður að koma meiri hagvöxtur. Við verðum að fá auknar fjárfestingar í atvinnulífinu. Það er algjör forsenda þess að samningarnir gangi upp með skynsamlegum hætti. Annars verður þetta einhver blanda af verðbólgu og atvinnuleysi. Ef við værum að fara atvinnuleiðina og sjá hérna auknar fjárfestingar koma og meiri eftirspurn væri þetta réttlæt- anlegt. Að öðrum kosti verður þetta eins og ég segi: blanda af verðbólgu og atvinnuleysi.“ Það lá alveg fyrir að mörg fyrirtæki sem starfa á heimamarkaði myndu eiga mjög erfitt með að takast á við þessar hækkanir. Vilhjálmur Egilsson Gagnrýni útvegs- manna í Vest- mannaeyjum og á Austurlandi á fyrirliggjandi frumvörp rík- isstjórnarinnar um breytingu á fiskveiðistjórn- unarkerfinu vík- ur að sérstöðu út- gerða í Vest- mannaeyjum og Fjarðabyggð þar sem hlutfall uppsjávarafla á móti botnfiskafla sé hátt að sögn Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra. Í Morgunblaðinu í gær var greint frá því að samkvæmt útreikningum útvegsmanna í Eyjum og á Austur- landi muni aflaheimildir sjávar- útvegsfyrirtækja í byggðafélög- unum verða fyrir mikilli skerðingu samkvæmt frumvörpum ríkisstjórn- arinnar sem kosta munu hundruð starfa innan þeirra. Segir samstöðu breiða „Eftir því sem ég best þekki til er samt breið samstaða um þær jöfn- unaraðgerðir að allar greinar út- gerðarinnar leggi til hinna sam- félagslegu leiða sem eru innan fiskveiðikerfisins. Eins og lögin eru í dag eru þessar leiðir aðeins reikn- aðar af aflamarki í þorski, ýsu, ufsa og steinbít,“ segir Jón. Hann segir að fyrr á þessu kjörtímabili hafi þrír þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks flutt hliðstæða tillögu og um væri að ræða nú. Jón segir að eins og tillagan liggi fyrir sé gert ráð fyrir að umrætt framlag útgerða í sameiginlegar að- gerðir verði reiknað af öllum teg- undum en komi svo fram á aflaheim- ildum í þorski, ýsu, ufsa og steinbít. Ekki óunnið úr landi „Vitaskuld er hægt í samráði við útgerðarmenn að haga þeim til- færslum með öðrum hætti. En þegar kemur að hinni miklu atvinnusköpun sem botnfiskaflinn veitir í landi verður að hafa hugfast að sem minnst af honum sé flutt óunnið úr landi. Ráðuneytið hefur unnið að því markmiði með góðum árangri og mun gera það áfram,“ segir Jón. hjorturjg@mbl.is Snýst um sérstöðu útgerða Jón Bjarnason Ekki ný hugmynd Árlegur flóamarkaður var haldinn í félagsmiðstöð aldraðra á Vesturgötu 7 í Reykjavík í gær. Þar var ýmislegt skrautlegt og skemmtilegt til sölu. Lóa Guðjónsdóttir, Halldóra Guðmundsdóttir og Guðrún Sigurðardóttir létu ekki sitt eftir liggja þegar kom að því að skemmta sér eins og sést á með- fylgjandi mynd þar sem þær eru í miklu stuði. Auk þess að selja föt og aðra muni var stiginn dans og boðið upp á kaffiveitingar. Þá sýndu eldri borg- ararnir sem sækja félagsmiðstöðina handverk sitt sem þeir hafa unnið í fé- lagsstarfinu þar. Fjörugar frúr á flóamarkaði Morgunblaðið/Sigurgeir S. © IL V A Ís la n d 20 11 ILVA Korputorgi, Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík, sími 522 4500 www.ILVA.is mánudaga - föstudaga 11-18:30 laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18 GAUDY GLOBE. Kúluljós. Ø36 cm. Verð 7.995,- NÚ 4.995,- Ýmsir litir. GAUDY GLOBE 4.995 ................................... sparaðu 3.000 YFIR 1.200 VÖRULIÐIR 20-70% AFSLÁTTUR einfaldlega betri kostur Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is „Það er bara tímaspursmál hvenær staða Gaddafis verður orðin slík að hann neyðist til þess að flýja,“ segir Guma El-Gamaty, erindreki Líbíska þjóðarráðsins í Evrópu, sem staddur er hér á landi. Hann segir bandalag uppreisnarmanna stöðugt sækja í sig veðrið, en sjálfur er hann stadd- ur hér á landi til þess að afla málstað þeirra stuðnings stjórnvalda. Njóta stuðnings Íslands Frakkar viðurkenndu, fyrstir þjóða, þjóðarráðið sem réttmæt stjórnvöld Líbíu. Íslensk stjórnvöld ganga ekki jafn langt, en Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagðist í tilkynningu styðja þau gildi og áherslur sem þjóðarráðið standi fyrir. El-Gamaty sagðist þakklátur fyrir viðbrögð stjórnvalda hér á landi og hann hefði skilning á af- stöðu þeirra. Sjálfir líti uppreisnar- menn ekki á sig sem stjórnvöld í Líbíu. „Við náum vonandi völdum í Trípólí á næstunni, og þá munum við setja á fót tímabundna stjórn,“ segir hann. Stuðningur við hernaðarað- gerðir NATO hefur ekki verið óskiptur hér á landi. El-Gamaty átti fund með utanríkismálanefnd Al- þingis í gær og lagði þar áherslu á mikilvægi NATO. „Ég sagði að að- gerðir NATO væru ekki valkvæmar – þær eru nauðsynlegar. Hinn val- kosturinn er sá að leyfa Gaddafi að myrða mun fleira fólk og standa fyr- ir þjóðarmorði í Líbíu. Það er því siðferðileg sem og lagaleg skylda al- þjóðasamfélagsins að grípa inn í og gera eitthvað,“ segir hann og bætir því við að þingmennirnir sem hann ræddi við hafi sýnt þessari afstöðu samúð og lýst yfir stuðningi við líb- ísku þjóðina. Með versnandi stöðu Gaddafis vakna upp spurningar um það hver örlög hans ættu að verða. „Ákjós- anlegt væri að hann yrði handtekinn og fengi síðan réttláta málsmeðferð fyrir dómi,“ segir El-Gamaty. Siðferðileg og lagaleg skylda að grípa inn í  Réttast að handtaka Gaddafi og veita réttláta málsmeðferð Handaband Utanríkisráðherra og El-Gamaty að fundi þeirra loknum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.