Morgunblaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2011 Saga Íslandsmótanna í fót-bolta, eða knattspyrnu, einsog það heitir líka, er orðinbýsna löng. Fyrsta Íslands- mótið var haldið 1912 og það sem nú stendur er því það hundraðasta. (Þess má geta til gamans að KR- ingar sigruðu í fyrsta mótinu og eru í efsta sæti deildarinnar þegar þessi orð eru skrifuð). Það er því frá miklu að segja og nóg að grúska. Reyndar er þetta ekki bók sem maður les frá fyrstu síðu til þeirrar síðustu, heldur grípur maður niður í henni, les sprett og sprett. Á endanum er mað- ur svo búinn að lesa hana alla og flest oftar en einu sinni, enda er hún bæði dramatísk og spennandi. Ég nefni sem dæmi frásögnina af því þegar Skagamenn rufu 39 ára einokun Reykjavíkurliðanna á Íslandsmeist- aratitlinum 1951 og unnu frækinn sigur, fóru taplausir í gegnum mótið. Næstu ár voru ekki síður eft- irminnileg. Saga knattspyrnu á Íslandi er snúin eins og lesa má í bókinni, en ólíkt því sem var í upprunalandi íþróttarinnar, Englandi, varð hún aldrei verkamannaíþrótt. Hér spiluðu allir fótbolta án tillits til stöðu, stéttar eða menntunar og fyr- ir vikið var iðkan hennar jafn almenn og raun ber vitni. Þessi almenna þátttaka skýrir kannski að einhverju leyti hve menn voru lengi að átta sig á hvað þurfti til að ná árangri, menn komust áfram fyrir áhuga og með- fædda líkamsburði, en lítið var hug- að að þjálfun og tæknikennslu fram- an af. Það segir sitt að svo seint sem 1958, ríflega 40 árum frá fyrsta Ís- landsmótinu, eru menn enn að berj- ast fyrir því að þjálfun sé tekin fast- ari tökum: „Þjálfun of lítil og of léleg“ segir til að mynda í Morg- unblaðinu í apríl 1958, eins og Sig- mundur nefnir í bókinni. Fjölmargt í bókinni kom mér á óvart og hélt þó að ég vissi sitthvað um fótboltasöguna, enda af gam- algróinni KR-ætt. Þannig vissi ég ekki hve Albert Guðmundsson lék stórt hlutverk í fótboltasögu Hafn- arfjarðar. Fróðlegt þótti mér og að Ríkharður Jónsson hætti sem þjálf- ari Skagamanna 1960 vegna þess að leikmenn sættu sig ekki við svo sjálf- sagðar reglur sem að ekki mætti neyta víns og þeir ættu að vera komnir snemma í háttinn kvöldið fyrir leik (þeir áttu að vera komnir í bólið fyrir miðnætti). Önnur skemmtileg frásögn er af því er svo mikill skortur var á fótboltablöðrum 1943 að við lá að keppni legðist af. Svo má telja nánast endalaust; á svo að segja hverri opnu er að finna for- vitnilegar, fyndnar og furðulegar glefsur úr fótboltasögunni. Regluverkið í kringum boltann var líka á reiki lengst af á því tímabili sem lýst er í þessu fyrra bindi sög- unnar og margar stórskemmtilegar frásagnir af því hve fótboltaregl- urnar hafa verið fjölbreytilegar í gegnum tíðina og oft einkennilegar að manni finnst. Nefni það þegar Al- bert Guðmundsson var rekinn upp í stúlku með aðstoð lögreglunnar þeg- ar hann kallaði inn á völlinn hvatn- ingarorð, enda mátti þjálfari ekki kalla til leikmanna eftir að leikur var hafinn. Eins mátti um tíma ekki skipta mönnum inn á nema í fyrri hálfleik sem gat eðlilega skapað vandamál ef menn meiddust í seinni hálfleik. Framkvæmd Íslandsmótsins var líka sérkennileg um margt, til að mynda sú árátta stuðningsmanna að þyrpast inn í búningsklefa fyrir og eftir leiki til að hvetja sína menn, segja þeim til og skamma þá, en leik- menn fengu fyrir vikið lítinn frið til að undirbúa sig eða ná áttum að leikslokum. Þetta viðgekkst og lengi, þegar árið 1939 kvartar enskur þjálfari hjá Val yfir þessum ósið og enn eru menn að ryðjast inn í klef- ann 1952, eins og sjá má á frásögn KR-ingsins Steinars Þorsteinssonar. Þessi bók er afrek í heimildavinnu, hún er ótrúlega yfirgripsmikil, frá- gangur frábær og lesningin stór- skemmtileg. Framsetning á efninu er lifandi og umbrot vel heppnað. Ég hefði gjarna viljað fá registur yfir töflur og lista í bókarlok og legg til að það verði gert í seinna bindi verksins. Ég get reyndar varla beðið eftir næsta bindi, enda verður þá fjallað um tíma sem ég þekki betur, eða ætti að þekkja betur í það minnsta, þó annað komi eflaust á daginn. Ótrúlega yfirgripsmikil 100 ára saga Íslandsmótsins í knattspyrnu bbbbb Eftir Sigmund Ó. Steinarsson. Knatt- spyrnusamband Íslands gefur út. 384 bls. í stóru broti. ÁRNI MATTHÍASSON BÆKUR Morgunblaðið/RAX Þrekvirki Bók Sigmundar Ó. Steinarssonar er „afrek í heimildarvinnu, hún er ótrúlega yfirgripsmikil, frágangur frábær og lesningin stórskemmtileg.“ 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið) Lau 4/6 kl. 20:00 Fös 10/6 kl. 20:00 Lau 11/6 kl. 20:00 Tveggja tíma hláturskast...með hléi. Síðustu sýningar þessa leikárs Húsmóðirin (Nýja sviðið) Lau 4/6 kl. 20:00 22.k Fös 10/6 kl. 20:00 Mið 22/6 kl. 20:00 aukasýn Þri 7/6 kl. 20:00 Lau 11/6 kl. 20:00 Fim 23/6 kl. 20:00 aukasýn Mið 8/6 kl. 20:00 Mið 15/6 kl. 20:00 Sýningum lýkur í júní. Ósóttar pantanir seldar daglega Faust (Stóra svið) Sun 5/6 kl. 20:00 Fim 9/6 kl. 20:00 lokasýn Allra síðustu sýningar Klúbburinn (Litla sviðið) Lau 4/6 kl. 20:00 2.k Þri 7/6 kl. 20:00 4.k Sun 5/6 kl. 18:00 3.k Mið 8/6 kl. 20:00 5.k Á Listahátíð - Leikhús, dans og tónlist renna saman í eina órjúfanlega heild Eldfærin (Stóra sviðið) Sun 5/6 kl. 13:00 lokasýn Síðasta sýning þessa leikárs Eldfærin – „Fantafín skemmtun“ - AÞ, Fbl ÞJÓÐLEIKHÚSI SÍMI: 551 1200 • WWW.LEIKHUSID.IS Ð Bjart með köflum (Stóra sviðið) Lau 4/6 kl. 20:00 Fim 9/6 kl. 20:00 Fös 10/6 kl. 20:00 Allt að verða uppselt í maí. Sýningar í júní komnar í sölu. Allir synir mínir (Stóra sviðið) Sun 5/6 kl. 20:00 Aukasýn. Lau 11/6 kl. 20:00 Aukasýn. Fjórar og hálf stjarna í Mbl. I.Þ og DV J.V.J. Sýningum að ljúka! Verði þér að góðu (Kassinn) Lau 4/6 kl. 20:00 Frumsýning 7. maí. Leikhúsin í landinu www.mbl.is/leikhus Uppselt Örfá sæti laus FarandsýningU Ö F Brúðuheimar í Borgarnesi 530 5000 | hildur@bruduheimar.is GILITRUTT Sun 5/6 kl. 14:00 Sun 12/6 kl. 14:00 Sun 3/7 kl. 14:00 Sun 10/7 kl. 14:00 Tjarnarbíó 5272100 | tjarnarbio@leikhopar.is Varsjáarbandalagið - Útgáfutónleikar Fim 9/6 kl. 20:00 Ferðasaga Guðríðar / The saga of Gudridur Sun 19/6 kl. 20:00 sýnd á ensku /in english Fös 24/6 kl. 20:00 Lau 25/6 kl. 16:00 Sun 26/6 kl. 20:00 sýnd á ensku / in english Sun 19/6 kl. 16:00 sýnd á ensku / in english Fös 24/6 kl. 16:00 Lau 25/6 kl. 20:00 Sun 26/6 kl. 16:00 sýnd á ensku / in english Hljómsveitirnar New Kids on the Block og Backstreet Boys tróðu upp í sameiningu á dögunum. Myndin var tekin þegar sveitirnar spiluðu fyrir sjónvarpsþáttinn Today show á NBC-sjónvarpsstöð- inni í gær. Drengirnir, sem nú ættu að verða orðnir að mönnum, eru á tónleikaferðalagi um Bandaríkin. Reuters Sællegir Meðlimir New Kids on the Block og The Backstreet Boys saman komnir. Stuð Strákasveitir eiga sér greinilega eilíft líf og kunna líka að grafa stríðsaxir. Engu gleymt Donnie Wahlberg er alltaf jafn töff, hann er alveg með þetta! Endurkoma drengja- sveitanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.