Morgunblaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2011 Hrein erlend staða þjóðarbúsins án innlánsstofnana í slitameðferð -1.400.000 -1.200.000 -1.000.000 -800.000 -600.000 -400.000 -200.000 0 M ill jó ni r kr ón a Heimild: Seðlabanki Íslands Eldri tölur Seðlabankans Endurskoðaðar tölur Seðlabankans 2008 4. ársfj. 2009 1. ársfj. 2009 2. ársfj. 2009 3. ársfj. 2009 4. ársfj. 2010 1. ársfj. 2010 2. ársfj. 2010 3. ársfj. 2010 4. ársfj. -1 .1 50 .1 23 -1 .1 43 .2 67 -1 .1 93 .2 78 -1 .1 17 .7 0 1 -1 .0 68 .7 84 -1 .2 44 .4 23 -1 .0 26 .0 70 -1 .0 46 .9 17 -8 27 .4 54 -8 0 1. 42 3 -9 33 .0 73 -8 60 .0 56 -7 25 .3 86 -6 28 .1 42 -6 18 .2 0 2 -5 60 .9 63 -3 80 .0 0 0 -4 34 .0 0 0 FRÉTTASKÝRING Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Seðlabankinn gaf í vikunni út endur- skoðaðar tölur um hreina erlenda skuldastöðu þjóðarbúsins. Eru nýju tölurnar umtalsvert hærri en þær sem birtar hafa verið frá banka- hruni, bæði þegar þrotabú gömlu bankanna eru tekin með í reikning- inn og þegar þau eru undanskilin og er munurinn umtalsverður. Það sem breyst hefur er það hvernig bein erlend fjármunaeign hefur verið afgreidd, en hún er nú að stærri hluta en áður færð til eignar hjá þrotabúum gömlu bankanna. Í umræðunni um skuldastöðu þjóðarbúsins hefur mesta áherslan verið lögð á hreina skuldastöðu án gömlu bankanna og er því rétt að byrja þar. Á fyrsta fjórðungi 2009 var þessi staða álitin vera neikvæð um 933 milljarða króna, en sam- kvæmt endurskoðuðum tölum nam hallinn hins vegar 1.143 milljörðum. Munurinn er um 210 milljarðar eða um 23 prósent. Eftir því sem líður á breikkar hins vegar bilið milli gömlu talnanna og þeirra nýju. Á fyrsta fjórðungi 2010 var hreina erlenda skuldastaðan án gömlu bankanna talin vera neikvæð um 561 milljarð króna, en var í raun samkvæmt end- urskoðuðum tölum Seðlabankans neikvæð um 1.026 milljarða. Nýja talan er því 465 milljörðum hærri en sú gamla sem er aukning upp á 83 prósent. Erlend fjármunaeign Á fjórða ársfjórðungi 2010 er nýja talan 827 milljarðar í stað þeirra 434 milljarða sem áður höfðu verið birtir sem er hækkun upp á 92 prósent. Morgunblaðið hefur nokkrum sinnum fjallað um hreina erlenda stöðu þjóðarbúsins og fært fyrir því rök að hún hafi verið vanmetin af hálfu Seðlabanka Íslands. Endur- skoðaðar tölur bankans sýna fram á að sá fréttaflutningur var á rökum reistur. Í janúar 2010 var fyrst farið yfir þau rök að hluti erlendrar fjár- munaeignar, einkum hlutabréfa- eignar, ætti með réttu að teljast í eigu erlendra aðila þar sem hún væri í raun eign þrotabúa gömlu bankanna og þar með útlendinga. Þegar sú grein var rituð taldist hrein erlend staða þjóðarbúsins vera neikvæð um ríflega 500 milljarða króna samkvæmt tölum Seðlabank- ans, en endurskoðaðar tölur sýna að hún var í raun neikvæð um tæpa 1.070 milljarða, sem er helmingi hærri fjárhæð. Aftur var skrifað um erlenda fjár- munaeign og áhrif hennar á erlenda skuldastöðu þjóðarbúsins í desem- ber 2010. Þar var farið yfir af hverju stór hluti erlendrar hlutabréfaeign- ar væri í raun í erlendri eigu. Sagði þar: „Mikil óvissa ríkir um raun- verulega eignastöðu þjóðarbúsins, en ætla má að hrein skuldastaða sé nær 1.000 milljörðum en 378 millj- örðum í mati Seðlabankans.“ Sam- kvæmt endurskoðuðum tölum Seðlabanka Íslands var hrein skuldastaða þjóðarbúsins á þessum tíma um 1.050 milljarðar króna. Tíu þúsund milljarðar Eins og áður segir er það ekki að- eins hrein staða við útlönd án gömlu bankanna sem hækkar heldur einnig þegar þeir eru teknir með. Erlendar skuldir í gömlu og nýju tölunum eru í raun þær sömu, en skuldir að frá- dregnum eignum eru mun hærri í endurskoðuðum tölum en áður. Samkvæmt gömlu reikningsaðferð- inni var hreina staðan neikvæð um 5.274 milljarða á fjórða ársfjórðungi 2008, en samkvæmt nýbirtum tölum Seðlabankans var hún neikvæð um eina 10.226 milljarða, sem er nálægt því að vera tvöföldun. Sama er upp á teningnum fyrir fjórða ársfjórðung 2009, en gamla talan þar er neikvæð upp á 5.919 milljarða, en samkvæmt nýju tölunum var hún þá neikvæð upp á 10.579 milljarða króna. Núna er hrein erlend staða þjóð- arbúsins að gömlu bönkunum með- töldum talin vera neikvæð upp á 10.070 milljarða króna. Ekki fengust viðbrögð frá mats- fyrirtækjum eða Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum þegar eftir því var leitað í gær. Endurmetin skuldastaða þjóðarinnar helmingi hærri Hrein skuldastaða þjóðarbúsins að gömlu bönkunum undanskildum um 800 milljarðar í stað 400 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á                      !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +01-./ ++1-,/ 22-+34 2+-+/, +0-53/ +53-1 +-,+35 +02-04 +13-25 ++,-5, +01-32 ++1-0+ 22-22, 2+-251 +0-,++ +53-40 +-,+4, +05-,5 +13-14 22.-33+3 ++,-1+ +01-4 ++/-+3 22-204 2+-240 +0-,13 +51-51 +-,253 +05-4/ +11-+3 Arnór Sighvatsson, Þórarinn G. Pétursson og Tómas Örn Krist- insson svöruðu umfjöllun Morg- unblaðsins 5. janúar 2010 með að- sendri grein, sem birtist 9. janúar, undir fyrirsögninni „Skuldastaða þjóðarbúsins – óvissa sem aðeins tíminn getur eytt“. Þar segir m.a.: „Það er sennilega rétt, sem fram hefur komið í Morg- unblaðinu, að erlendar eignir inn- lendra aðila, eins og þær koma fram í opinberum gögnum, verði minni, þegar upp verður staðið, vegna þess að erlendir kröfuhaf- ar muni á endanum eignast þær við yfirtöku á skuldum. Hins veg- ar verður einnig að horfa á hina hlið jöfnunnar, þ.e.a.s. að kröfu- hafinn fellir niður skuldir á móti, í sumum tilvikum umfram þær eignir sem hann tók yfir. Á með- an afdrif þessara félaga eru ekki ljós er erfitt að ráða í áhrif þeirra á hreina stöðu þjóðarbús- ins.“ „Óvissa sem aðeins tíminn getur eytt“Í skýrslum sínum um efnahagsmál á Íslandi hefur Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn fjallað ítarlega um skulda- stöðu bæði ríkisins og þjóðarbúsins í heild. Hefur hann sagt að hrein skuldastaða þjóðarbúsins, með eða án bankakerfisins, sé ekki mjög frábrugðin öðr- um Evrópuþjóðum og ætti ekki að vera Íslandi ofviða. Ekki fengust svör við því í gær hvort þessi afstaða sjóðsins hefði breyst eftir að endurskoðaðar tölur Seðlabankans um hreina erlenda skuldastöðu þjóð- arbúsins birtust. Athygli vekur hins vegar það sem AGS hefur sagt að arðsemi erlendra eigna Íslendinga hafi ekki verið mikil í samanburði við kostnað af skuldum. Ekki er ljóst hvaða áhrif það hefur á þennan útreikning að erlendar eignir Íslendinga, að gömlu bönkunum frátöldum, eru nú taldar vera um 500 milljörðum minni en áður var talið. Skuldastaða þjóðarbúsins hefur lítið breyst þrátt fyrir endurmatið, enda var það aðallega eignahliðin sem breyttist við það. Sjóðurinn hefur sagt að stór hluti erlendra skulda einkageirans sé hjá stórfyrirtækjum, sem geti betur endurfjármagnað sig og hjá fyrirtækjum með tekjur í erlendri mynt. AGS taldi hreina skulda- stöðu ekki óyfirstíganlega Franek Rozadowzki, sendifulltrúi AGS á Íslandi. Þegar tekist var á um Icesavesamningana í aðdrag- anda þjóðaratkvæðagreiðslnanna tveggja árin 2010 og 2011 bar skuldastöðu ríkisins og þjóðarbúsins oft á góma. Margir þeir sem voru á þeirri skoðun að rétt væri að samþykkja samningana við Breta og Hollend- inga bentu þá á tölur Seðlabankans um hreina erlenda skuldastöðu þjóðarbúsins og sögðu hana ekki það slæma að Icesave myndi ríða þjóðarbúinu að fullu. Í marsmánuði 2010 sagði þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, Gylfi Magnússon, að skuldastaða þjóðarbúsins væri vel innan þolmarka og miðaði þar við tölur Seðlabankans sem sögðu hreina erlenda skuldastöðu þjóðarbúsins vera um 400 milljarðar króna. Í umsögn Seðlabankans um Icesave-samn- ingana, sem birt var sumarið 2009, var sagt að staðan væri neikvæð um 200 milljarða króna. Í ljós hefur komið að staðan var mun verri ef miðað er við nýbirtar endurskoðaðar tölur Seðlabankans. Þá rituðu þeir Friðrik Már Baldursson og Gylfi Zoëga grein í Fréttablaðið í aprílbyrjun í ár þar sem þeir sögðu að erlend staða þjóðarbúsins væri aðeins neikvæð sem næmi um 23 prósentum af vergri landsframleiðslu og miðuðu þá við þá 434 milljarða tölu sem á þeim tíma var haldið fram af Seðlabank- anum. Niðurstaðan í báðum þjóðaratkvæðagreiðslunum var sú að kjósendur höfnuðu samningunum. Skuldastöðunni beitt í deil- um um Icesave-samninga Gylfi Magnússon, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.