Morgunblaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2011
SNS Demokratiråd í Svíþjóð hef-ur gefið út skýrslu um völdin í
ESB. Niðurstaðan kemur vafalítið
háværum íslenskum áhugamönnum
um aðild Íslands að ESB á óvart.
Hér á landi er vinsælt að halda því
fram að ítök smáríkja séu mikil inn-
an ESB og að Ísland mundi hafa þar
mikið að segja.
Veruleikinn er
annar.
Í skýrsluSNS Demo-
kratiråd kem-
ur fram að valdið innan Evrópu-
sambandsins hafi á liðnum árum
verið að þjappast enn meira saman
en áður hafi verið.
Talið hafi verið að við inngönguríkjanna í Austur-Evrópu
drægi úr áhrifum Þýskalands og
Frakklands, en hið gagnstæða hafi
átt sér stað. Völdin hafi safnast enn
meir á hendur þessara ríkja og
áhrif annarra minnkað að sama
skapi.
Þá segir að með Lissabon-sáttmálanum hafi dregið úr
vægi litlu og meðalstóru ríkjanna
og að vegna hans muni vægi hinna
stóru ríkja aukast enn frekar árið
2014.
Nú geta menn velt því fyrir sérhvort líklegra er að Ísland sé í
hópi stóru ríkjanna, sem hafa aukið
völd sín á liðnum árum og munu
halda áfram að auka þau, eða hvort
Ísland teljist til hins ríkjahópsins,
þessa sem er að missa áhrif sín og
völd.
Þeir stuðningsmenn ESB-aðildarsem telja að Ísland yrði innan
ESB í hópi með Þýskalandi og
Frakklandi geta haldið áfram að
mæla fyrir því að staða landsins
mundi styrkjast við aðild. Hinir
hljóta að fara að sjá að sér.
Staða smáríkjanna
fer versnandi
STAKSTEINAR
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurði
Héraðsdóms Reykjaness um að tveir
menn, sem grunaðir eru um hrotta-
fengna árás á þann þriðja, sitji
áfram undir lás og slá. Annar var úr-
skurðaður í áframhaldandi gæslu-
varðhald og hinum gert að afplána
eftirstöðvar eldri dóms.
Mennirnir eru félagar í vél-
hjólaklúbbnum Black Pistons. Þeir
voru handteknir í Hafnarfirði í maí
eftir að lögreglu barst tilkynning um
líkamsárás. Sá sem fyrir henni varð
er karlmaður á þrítugsaldri en hann
var með áverka víða á líkamanum
og er m.a. nefbrotinn.
Hæstiréttur staðfesti að annar
mannanna skuli sæta áframhaldandi
gæsluvarðhaldi til 23. júní. Hinn skal
afplána 240 daga eftirstöðvar 2 ára
fangelsisdóms, sem hann fékk fyrir
að kveikja í húsi við Kleppsveg.
Black Pistons-menn
áfram í varðhaldi
„Hann er bara
eins og hann er
vanur að vera.
Hann er í góðu
lagi,“ segir Gúst-
af M. Ásbjörns-
son, verkefnis-
stjóri hjá
Landgræðslunni,
um ástand Álfta-
versafréttar, en hann kannaði í vik-
unni hvaða afleiðingar eldgosið í
Grímsvötnum hefði haft á góðurfar
í afréttinum.
Hann segir ekki útlit fyrir að eld-
gosið hafi haft neikvæð áhrif á
svæðið. Talsverð aska sé hins vegar
á heiðarlöndunum fyrir ofan
Kirkjubæjarklaustur. „Hún er til
ama en ég held að hún komi ekki til
með að valda neinum gróðurskaða
eins og er.“ hjorturjg@mbl.is
Aska til ama en ekki
útlit fyrir skaða
Veður víða um heim 3.6., kl. 18.00
Reykjavík 8 skýjað
Bolungarvík 8 skýjað
Akureyri 9 skýjað
Kirkjubæjarkl. 10 léttskýjað
Vestmannaeyjar 8 skýjað
Nuuk 5 heiðskírt
Þórshöfn 7 skúrir
Ósló 25 heiðskírt
Kaupmannahöfn 20 heiðskírt
Stokkhólmur 23 heiðskírt
Helsinki 20 heiðskírt
Lúxemborg 26 heiðskírt
Brussel 26 heiðskírt
Dublin 21 léttskýjað
Glasgow 22 heiðskírt
London 22 heiðskírt
París 26 heiðskírt
Amsterdam 22 heiðskírt
Hamborg 25 heiðskírt
Berlín 25 heiðskírt
Vín 23 þrumuveður
Moskva 22 heiðskírt
Algarve 23 léttskýjað
Madríd 22 léttskýjað
Barcelona 20 léttskýjað
Mallorca 20 léttskýjað
Róm 25 léttskýjað
Aþena 25 léttskýjað
Winnipeg 22 léttskýjað
Montreal 16 léttskýjað
New York 21 heiðskírt
Chicago 25 alskýjað
Orlando 30 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
4. júní Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:16 23:37
ÍSAFJÖRÐUR 2:28 24:35
SIGLUFJÖRÐUR 2:08 24:21
DJÚPIVOGUR 2:34 23:18
AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111
HRUN
Samkeppniseftirlitið kynnir skýrslu sína Samkeppnin eftir hrun
Hótel Hilton Nordica fimmtudaginn 9. júní nk. kl. 8:00 – 10:15.
Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins er kynnt niðurstaða rannsóknar um
fjárhagsstöðu og fjárhagslegar endurskipulagningar stærri fyrirtækja og
eignarhald þeirra. Þá er farið yfir sjónarmið um endurskipulagningu banka
á fyrirtækjum og kynntar leiðir til úrbóta.
HÚS OPNAR Kaffi og meðlæti - 8:00 - 8:30
FYRRI HLUTI
SKÝRSLA SAMKEPPNISEFTIRLITSINS
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri
Vandi atvinnulífsins og samkeppninnar
Benedikt Árnason, hagfræðingur
Rannsókn Samkeppniseftirlitsins
Sonja Bjarnadóttir, lögfræðingur
Eftirlit með yfirtökum banka á fyrirtækjum
SEINNI HLUTI
HVERT SKAL STEFNT?
Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka
Hermann Guðmundsson, forstjóri N1
SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ
Borgartúni 26, 125 Reykjavík,
www.samkeppni.is
AÐGANGUR ER ÓKEYPIS
Skráning á ráðstefnuna fer fram á
www.samkeppni.is
Fundarstjóri er Rögnvaldur J. Sæmundsson, formaður stjórnar SamkeppniseftirlitsinsDagskrá //