Morgunblaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2011
Íbúar Reykjavíkurborgar sem eiga sorpílát staðsett
lengra en 15 metra frá götu eiga að greiða 4.800 króna
ársgjald eða færa sorpílátin sjálfir. Reykjavíkurborg
ítrekar nú við þá íbúa sem hafa ekki tekið afstöðu að
láta vita, en aðeins um 24% íbúa hafa staðfest þjón-
ustustigið sem þeir óska eftir. Fjöldi þeirra sorpíláta
sem fara yfir 15 metra mörkin er breytilegur eftir
hverfum. Yfir heildina eru það um það bil 29% sorp-
íláta í Reykjavík sem fara yfir 15 metra mörkin. Í
vesturbæ Reykjavíkur fara 47% sorpíláta yfir 15 metra
mörkin en 10% sorpíláta í Norðlingaholti sem og Graf-
arholti.
Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri neyslu-
og úrgangsmála hjá Reykjavíkurborg, segir meiri
vinnu hafa skapast við þessar breytingar en búist var
við í fyrstu.
„Þegar ákvörðunin var tekin var talið að hagræðing
yrði um 70 milljónir króna á þessu ári en sorpílátin
sem fara yfir 15 metra mörkin reyndust færri en við
bjuggumst við og ávinningurinn verður ekki eins mik-
ill,“ segir Guðmundur.
Hann segir að ekki hafi enn komið í ljós hversu mikil
hagræðing verði af því að vinna á 10 daga fresti í stað
7 daga fresti áður. Starfsmenn Sorphirðu Reykjavíkur
voru við sorphirðu í Melbæ í Árbænum í gær, og sækja
hér tunnur sem lengra var í en 15 metrar. mep@mbl.is
Sorphirða fyrir íbúa Reykjavíkurborgar
Morgunblaðið/Eggert
Um 24% vilja aukaþjónustu
Halldór Armand Ásgeirsson
haa@mbl.is
„Vefsíða þessi er ekki „runnin und-
an rifjum saksóknarnefndarinnar í
þinginu“ heldur var lagt upp með
það af minni hálfu frá upphafi að
eðlilegt væri að opna vefsíðu til að
almenningur og fjölmiðlafólk gæti
aflað sér upplýsinga á einum stað
um þetta mál sem á sér ekkert for-
dæmi í réttarsögunni. Mér er alveg
hulið hvernig vefsíða með almenn-
um upplýsingum um tildrög máls,
lagagrundvöll og tímasetningar
getur talist vera áróðurskennd,“
segir Sigríður J. Friðjónsdóttir,
saksóknari Alþingis.
Andri Árnason, verjandi Geirs
H. Haarde, gagnrýndi Sigríði í
Morgunblaðinu í gær fyrir að hafa
sett á laggir heimasíðu um máls-
höfðunina gegn Geir og sagðist
hafa miklar efasemdir um að við
hæfi væri að saksóknari setti upp
heimasíðu um sitt eigið mál. Hann
sagðist jafnframt hafa grun um að í
raun væri heimasíðan „runnin und-
an rifjum“ saksóknarnefndarinnar
á Alþingi.
Sjónarmið verjanda velkomin
Sigríður vísar þessari gagnrýni
hins vegar á bug. „Saksóknari Al-
þingis fer með málið af hálfu þings-
ins og því er eðlilegt að verkefni
sem þetta sé á hans könnu,“ segir
Sigríður. Hún segir jafnframt að
Andra hafi verið gefinn kostur á að
koma sínum sjónarmiðum að áður
en síðan var opnuð.
„Verjandanum var gefinn kostur
á að koma með athugasemdir og
viðbætur við vefsíðuna og honum er
meira en velkomið að fá þar birt
efni sem varðar málið.“
Brynjar Níelsson, formaður Lög-
mannafélags Íslands, segir að sér
geðjist ekki að þeirri tilhugsun að
saksóknari opni heimasíður um ein-
stök mál. „Það er hins vegar auð-
vitað ekkert athugavert við þessa
vefsíðu í sjálfu sér ef inn á hana er
einungis safnað saman upplýsing-
um sem liggja nú þegar fyrir. Öðru
máli gegndi ef inn á síðuna yrðu
sett gögn sem gætu á einhvern hátt
haft áhrif á stöðu sakbornings.“
Hver bendir á annan
Erfiðlega gekk að leita viðbragða
ráðamanna við heimasíðunni um-
deildu í gær. Ögmundur Jónasson,
innanríkisráðherra, sagði málið
ekki á sinni könnu og vísaði bein-
ustu leið á Ástu Ragnheiði Jóhann-
esdóttur, forseta Alþingis.
Ásta fullyrti á hinn bóginn að
málið kæmi sér ekki við og vísaði í
kjölfarið á Atla Gíslason, formann
saksóknarnefndar. Atli vildi ekki
tjá sig um málið.
Saksóknari verst verjandanum
Sigríður J. Friðjónsdóttir hafnar ásökunum um að vefsíða um málið gegn Geir Haarde stafi í raun frá
saksóknarnefnd Alþingis Formaður Lögmannafélagsins segir eðli upplýsinga á síðunni mikilvægt
Brynjar
Níelsson
Sigríður J.
Friðjónsdóttir
Jóhanna Sigurðardóttir for-
sætisráðherra sagði í umræðum
á Alþingi í gær að sjónarmið
Geirs H. Haarde ættu einnig að
koma fram á vefsíðu saksókn-
ara Alþingis um málið. Bjarni
Benediktsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, hafði beint til
hennar fyrirspurn um hvort hún
teldi síðuna nauðsynlega og
sæmilega.
Sjónarmið
verði birt
FORSÆTISRÁÐHERRA
Flugfélagið Qatar Airways leitar nú
að íslenskum flugfreyjum og -þjón-
um til að starfa í farþegarýmum
flugvéla félagsins. Móttaka á vegum
flugfélagsins verður haldin á Hótel
Sögu í fyrramálið þar sem áhuga-
samir geta kynnt sér starfsemi þess
og jafnframt lagt inn umsóknir.
Að sögn Sigrúnar Jónsdóttur, for-
manns Flugfreyjufélags Íslands,
hefur verið nokkuð um það að ís-
lenskar flugfreyjur og -þjónar leggi
land undir fót og fari að starfa fyrir
erlend flugfélög.
„Ég hef engar tölur eða yfirlit yfir
hversu margir Íslendingar starfa í
farþegarýmum hjá erlendum flug-
félögum en síðustu ár hefur verið
eftirspurn eftir starfsmönnum héð-
an,“ segir Sigrún.
Hún segist jafnframt ekki vita til
þess að þetta tiltekna flugfélag frá
Katar hafi áður haldið slíka móttöku
hér á landi. Sam-
kvæmt auglýsingu
er miðstöð þess í
Doha í Katar.
Störf í Mið-
austurlöndum
Íslenskar flug-
freyjur og -þjónar
hafa undanfarin ár
farið og starfað
fyrir önnur flug-
félög í Miðausturlöndum og Sigrún
segist meðal annars vita til þess að
nokkrir hafi farið og unnið fyrir flug-
félög í Dubai.
Hún segir ennfremur að flugfélög
frá þessum heimshluta hafi byrjað
að auglýsa eftir starfskröftum hér á
landi fyrir nokkrum árum. „Við byrj-
uðum að taka eftir þessu fyrst fyrir
um það bil þremur til fimm árum.“
haa@mbl.is
Ein farþegaþotna
Qatar Airways.
Leita að íslenskum flugliðum hér
Atvinnutækifæri
bjóðast í Katar
Hálftfæðiogallarskoðunarferðirinnifaldar
Sp
ör
eh
f.
s: 570 2790www.baendaferdir.is
A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R
SUMAR 14
Gondólar og rómantík verða á meðal þess sem skreyta þessa glæsilegu ferð okkar um Ítalíu
og Austurríki. Flogið er til Mílanó, þaðan ekið til Stresa við Lago Maggiore vatn þar sem gist
verður í 3 nætur. Við siglum yfir til eyjunnar Isola Bella, þar sem höll Borromeo ættarinnar
er að finna, en hana prýðir einn fallegasti blómagarður sunnan Alpafjalla. Við færum okkur
yfir að Gardavatni, til Moniga del Garda og gistum þar í aðrar 3 nætur. Skoðunarferðir
þaðan til Salò, Desenzano del Garda, stærsta bæjar við vatnið og Sirmione. Þá er komið að
Gondólahátíðinni „Regatta“ í Feneyjum, sem er elsta hátíð þeirra eða frá 12. öld.
Upphaflega var hátíðin haldin til að fagna velgengni og sigrum sjóflotans á hafi úti og má
því sjá röð skreyttra gondóla og fólk klætt litríkum búningum frá 16. öld. Gistum í 3 nætur í
Mestre, þaðan sem er frábært útsýni yfir til Feneyja. Síðan er haldið til Austurríkis þar sem
dvalið verður í 3 nætur í Pertisau við Achensee. Förum í Gramai-Alm þjóðgarðinn í
Karwendel fjöllunum og til Mayrhofen, eins aðalferðamannabæjar í hinum fagra Zillertal.
Ferðinni lýkur svo með ævintýraferð með gufulest frá Zillertal yfir Inndalinn og að Achensee.
Fararstjóri: Hlín Gunnarsdóttir
Verð: 255.300 kr. á mann í tvíbýli
Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, hálft fæði, allar skoðunarferðir með rútu,
ferja 2 daga yfir til Feneyja, gufulestarferð í Zillertal og íslensk fararstjórn.
27. ágúst - 8. september
Gondólahátíð íFeneyjum
Rannsókn embættis sérstaks sak-
sóknara á meintum auðgunarbrotum
við ráðstöfun á fjármunum Vátrygg-
ingafélags Íslands, sem og brotum á
lögum um vátryggingastarfsemi,
verður haldið áfram eftir helgi, að
sögn Ólafs Þórs Haukssonar, sér-
staks saksóknara. Hin meintu brot
áttu sér stað á árunum 2007 til 2009.
Yfirheyrðir í tólf klukkutíma
Fyrr í vikunni var gerð húsleit í
höfuðstöðvum VÍS í tengslum við
rannsóknina og fjöldi fólks yfir-
heyrður í kjölfarið, þeirra á meðal
fyrrverandi stjórnarmenn VÍS og
stjórnendur Exista. Síðarnefnda fé-
lagið er móðurfélag tryggingafélags-
ins, en rannsóknin beinist meðal
annars, en ekki eingöngu, að lánveit-
ingum til Exista, samkvæmt heim-
ildum blaðsins. Ólafur sagði í kjölfar
húsleitanna að um háar fjárhæðir
væri að tefla og tilvikin mörg. Eins
og áður segir var fjöldi fólks boðaður
til yfirheyrslu, en að sögn Ólafs var
gæsluvarðhalds ekki óskað yfir nein-
um þeirra. Í tilfelli tveggja hafi yfir-
heyrslurnar staðið í tólf klukku-
stundir, en ekki fékkst uppgefið
hverjir þar áttu í hlut.
einarorn@mbl.is
Rannsókn á VÍS haldið
áfram eftir helgi
Fjöldi yfirheyrður en enginn í varðhald
Hlauparar í hlaupaátakinu „meðan
fæturnir bera mig“ komu í gær í
Vík í Mýrdal. Börn á leikskólunum í
Vík voru meðal þeirra sem tóku á
móti hlaupurunum. Signý Gunn-
arsdóttir hlaupari segir hlaupið
hafa gengið mjög vel. Aðstæður séu
mjög góðar og þau hafi verið með
vindinn í bakið nær alla leiðina.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Með vindinn í bakið
nær alla leiðina