Morgunblaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 11
Spjall og skemmtun Gestir gæddu sér á íslenskum veigum, röbbuðu saman og hlustuðu á ljúfa tóna frá tónlistarmönnunum Benna Hemm Hemm og Daníel Ágústi. essyni, Langa Sela, líkt og afgang- urinn af þessari fallegu búð. Verslunin var stækkuð inn á það svæði sem áður var lager og enn- fremur hefur búðin öll verið betr- umbætt, að sögn Guðmundar Jör- undssonar, yfirhönnuðar Kormáks & Skjaldar. „Við þurftum að stækka. Við erum búnir að vera að bæta við okkur í vörum og við þurftum hrein- lega meira gólfpláss. Við hugsuðum að það væri betra að hafa fötin frammi í búð heldur en inni á lager,“ segir Guðmundur og er það eflaust rétt hjá honum. Hann segir andrúmsloftið vera enn betra í búðinni eftir breyting- arnar og það birti heilmikið til „í búð- Hattar Höfuðfatnaður er nauðsynlegur fatnaður eins og þessir vita eflaust. Jakkaföt Jakkafataúrvalið hefur aldrei verið betra í versluninni. Guðmundur yfirhönnuður spáir því að hörjakkaföt verði vinsæl í sumar og sömuleiðis skyrtur og stakir jakkar úr þessu létta efni. Góður gestur Hugleikur lét sjá sig. inni og lífi allra“. „Þetta er loksins orðin stærsta herrafataverslunin í Kjörgarði,“ gantast Guðmundur en engar ýkjur eru þó að vel klæddir við- skiptavinirnir þurfi svolítið pláss í kringum sig. „Hér þurfa menn að geta hist og fengið sér kaffi. Við erum komnir með stærðar spegil svo menn geta dáðst að sjálfum sér í fötunum.“ Herrafataverslunin er búin að taka inn nýtt merki, Barbour, bæði vaxjakka og vatteraða jakka og fleiri vörur koma með haustinu. Guðmund- ur vonast til þess að vaxjakkarnir njóti vinsælda í sumar en þeir þurfa umönnun. Búðin rekur vaxfélagið Vel vaxinn vaxmaður en á fundum hittast félagsmenn og konur til að vaxa jakk- ana. „Þetta er lífsstíll. Það þarf að sinna þessu eins og gæludýri. Þetta er falleg athöfn að hittast og hlúa að flík,“ segir Guðmundur sem er ekki fyrir einnota tísku heldur kýs vand- aða vöru sem endist. Það þarf að sinna þessu eins og gæludýri. Þetta er falleg athöfn að hittast og hlúa að flík. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2011

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.