Morgunblaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2011 ALÞINGI Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is Hagfræðileg úttekt á áhrifum stærra kvótafrumvarps ríkisstjórn- arinnar er væntanleg eftir helgina, að sögn Jóns Bjarnasonar, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra. Hann mælti fyrir frumvarpinu á Al- þingi í gær. Í framsöguræðu sinni lagði Jón áherslu á grunnatriði frumvarpsins sem sátt er um meðal stjórnarþing- manna og sagði jafnframt að í frum- varpinu væri gætt mjög vandaðs meðalhófs. Samt vildi þjóðin „af- dráttarlausar breytingar á kerfinu“. Velmegun þjóðarinnar byggðist á framlagi sjávarbyggðanna fyrst og fremst og að með ráðstöfun hins hækkaða veiðigjalds til þeirra fengju þær réttlátan hlut sinn í skatttekjum ríkisins, en í því tilliti bæru þær nú skarðan hlut frá borði. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hóf andsvör með því að benda á að Jón hefði litlu púðri eytt í að fjalla um hagkvæmni útgerðarinnar í ræðu sinni. Veiði- heimildir væru nú þegar að lang- mestu leyti hjá sjávarbyggðunum og því væri spurningin sú hvaða rétt- læti væri í því að ráðherra tæki afla- heimildir af sumum til að færa öðr- um, eftir eigin höfði. Ekki svaraði Jón því sérstaklega, en sagði að ekki ætti að markaðs- væða byggðir landsins svo að þær gætu þurft að lúta í gras þrátt fyrir að vera staðsettar rétt við fengsæl fiskimið, rétt undan ströndum lands- ins. „Er arðbært að leggja niður heilt byggðarlag og gera allar eignir þar verðlausar?“ spurði Jón. „Ég tel að þingmaðurinn ætti að hverfa frá algjörri markaðshyggju sinni og taka þátt í enduruppbyggingu sjávarútvegsins sem við hér leggjum til,“ sagði Jón. Umræðurnar í gær snerust að nokkru leyti um hagkvæmni útgerð- arinnar. Andsvör voru stutt, aðeins mínúta á mann, og umræðan yfir- veguð, þrátt fyrir að himinn og haf væri milli skoðana þingmanna. Sagði Ólína Þorvarðardóttir, Sam- fylkingu, m.a. að mörg þúsund störf hefðu farið forgörðum í nafni hag- ræðingar og sérhagsmuna í grein- inni. Sigurður Ingi Jóhannsson, Framsóknarflokki, velti því þá upp hvort ekki væri verið að rugla saman eðlilegri tækniþróun og sérhags- munum. Tryggvi Þór Herbertsson, Sjálfstæðisflokki, hjó eftir því að Ólínu þætti veiðigjaldið heldur lágt í frumvarpinu. Sagði hann ljóst að með því yrðu sóknar- geta, fjárfesting og mannafl aukin og þannig gengið á arð- inn af auðlindinni. Gjaldið yrði því ekki hægt að hækka vegna breytinganna sem frumvarpið sjálft felur í sér. Hófstilltar en rót- tækar breytingar  Engin áhersla á hagkvæmni útgerðarinnar, segir Bjarni Morgunblaðið/Eggert Mjög gott „Ég flyt það og mér finnst bara gott að flytja það,“ sagði Jón Bjarnason um kvótafrumvarpið sem hann mælti fyrir í gær. Gagnrýni stjórnarandstæðinga snerist m.a. um að málið væri ekki tilbúið fyrir þingumræðu. Steingrímur J. Sigfússon, fjár- málaráðherra og formaður VG, segir að það hefði verið ágætt ef úttekt hagfræðingahóps á vegum sjávar- útvegsráðherra á hagfræðilegum áhrifum af frumvarpinu um breytt fiskveiðistjórnunarkerfi hefði legið fyrir áður en Jón Bjarnason mælti fyrir frumvarpinu. Ráðherrann mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær. „En það skiptir nú ekki öllu máli, í þessum efnum, hvort verið er að mæla fyrir frumvarpinu eða það er komið til nefndar þegar úttektin verður tilbúin,“ sagði fjármálaráð- herra í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það hefur alltaf legið ljóst fyrir að þegar hagfræðileg greining á áhrifum þessara breytinga lægi fyr- ir, þá yrði sest yfir hana og hún met- in í meðferð málsins,“ sagði Stein- grímur. Þar sem ekkert samkomulag ligg- ur fyrir um starfslok Alþingis var Steingrímur spurður hvort hann teldi að haldið yrði sumarþing, eins og forsætisráðherra hefur látið í veðri vaka að gæti orðið: „Það held ég ekki. Ég held að menn séu búnir að fá nóg af sumarþingum tvö undanfarin ár, þannig að það væri ákaflega æskilegt ef það yrði sæmi- legur friður um að ljúka störfum þingsins um svipað leyti og áformað hefur verið, en það er ekki hægt að gefa sér slíka niðurstöðu fyrirfram.“ agnes@mbl.is „Held að menn séu búnir að fá nóg af sumarþingum“ Morgunblaðið/Eggert Mat Sest verður yfir hagfræðilegu úttektina þegar hún liggur fyrir.  Mælt var fyrir frumvarpinu þótt út- tektin lægi ekki fyrir Kerfið sem frumvarp Jóns mæl- ir fyrir um er of lokað, að mati Ólínu Þorvarðardóttur, þing- manns Samfylkingar. Hægt er að auka frekar atvinnufrelsi með því að veita kvótalausum og kvótalitlum útgerðum meiri aðgang að nýtingarsamningum og „opna gáttir“ á milli nýtingarsamninga og potta. Þá er leiguhlutinn of lítill og gæti stækkað hraðar en frum- varpið gerir ráð fyrir svo hann yrði raunverulegt mótvægi við nýtingarsamningana. Gjaldið fyrir nýtingar- samningana er fulllágt og þyrfti að tengja við verðvísitölu sjávarafurða eða verðtryggja. Þá má skoða verð- myndunarþáttinn betur og fyrir- komulag forleigu- réttarins. Hand- stýringarvald ráðherra er hins vegar of mikið og þyrfti að minnka. Gengur ekki nógu langt ÓLÍNA VILL BREYTINGAR Ólína Þorvarðardóttir „Mér finnst það koma til greina að skoða aðra skiptingu, að fjármálastofnanir fjármagni stærri hluta en helming- inn af þessu, því mér sýnist að bankarnir séu nú að græða ansi vel á fyrsta ársfjórðungi þessa árs,“ sagði Jó- hanna Sigurðardóttir um fjármögnun almennrar vaxta- niðurgreiðslu á þessu ári og því næsta. Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðisflokki, greindi frá því að Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hefði sagt erfitt fyrir samninganefnd ASÍ að samþykkja kjarasamninga ef skattleggja ætti lífeyrissjóði fyrir þessu. Þá hefði Gylfi sagt það lygi að stjórnvöld hefðu haft samráð um málið. Sagði Pétur að það stefndi því í að kjarasamningarnir röknuðu upp frá og með febrúar á næsta ári. Við bættust svo kvóta- frumvörp ríkisstjórnarinnar, sem einnig mættu andstöðu á vinnumarkaði. Sagði Jóhanna að niðurstaðan hefði verið sú í desember síðastliðnum að bankar og lífeyrissjóðir fjármögnuðu aðgerðirnar. „Það var ekki niður- staða um hvernig yrði farið í þessa fjármögnun af þeirra hálfu. Það er rétt að leita átti samráðs við þær um þetta, en komið hefur fram opinberlega oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að það yrði gert með skattlagningu að einhverju leyti,“ sagði Jóhanna. Sá hluti niðurgreiðslunnar sem lífeyris- sjóðir ættu að fjármagna væri aðeins 0,1% af hreinni eign lífeyrissjóðanna. Það væri skrýtið ef skerða þyrfti lífeyrisgreiðslur vegna þessa. Hún tryði því einfaldlega ekki að þetta mál skemmdi fyrir kjarasamningunum. Bankarnir borgi meiri skatt í sérstöku vaxtaniðurgreiðsluna en lífeyrissjóðir Jóhanna Sigurðardóttir Niðurstaða fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins um að úthlutun veiðigjaldsins til sveitarfélaga geti strítt gegn ákvæðum stjórnarskrár er lítið rökstudd. Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir í svari við óundir- búinni fyrirspurn Ólafar Nordal, varaformanns Sjálf- stæðisflokksins, í gær. Ólöf spurði út í ástæður þess að kvótamál væru rædd áður en hagræn áhrif þeirra væru ljós og sömuleiðis þegar sum ákvæði þeirra gætu leitt til brota á jafnræðisreglu. Sagðist Jóhanna heyra að mjög skiptar skoðanir væru meðal þingmanna um það mál, hvernig skyldi ráðstafa veiðigjaldinu. „Ég minni líka á, þó að það sé ekki alveg sambærilegt mál, að þegar aflabresturinn varð árið 2007 var varið um 750 milljónum til sveitarfélaga, sem var skipt á milli þeirra miðað við aflamark í þorski síðustu þrjú fiskveiðiár þar á undan. Ég varð ekki vör við athuga- semdir við þá ráðstöfun,“ sagði Jóhanna. Þessi mál þyrfti öll að skoða ræki- lega í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis. Ólöf hafnaði því að niðurstaðan væri illa rökstudd. Mismunað yrði eftir landshlutum samkvæmt frumvarpinu. Leggja ætti á skatta og skipta þeim svo upp eftir tilviljanakenndum geðþóttaákvörðunum ráðherra. Jóhanna sagðist í síðara andsvari sínu draga í efa að þetta gengi gegn stjórnarskránni. Varpaði hún þá fram þeirri spurningu hvort verið gæti að úthlutunin árið 2007 hefði þá líka verið brot á stjórnarskrá. Ósammála Jóhönnu um að niðurstaðan um brot á jafnræðisreglunni sé illa rökstudd Ólöf Nordal Ríkisstofnanir urðu ekki við tilmælum ríkisstjórnar- innar um að laun í stjórnsýslunni yfir 400 þúsund krón- um á mánuði yrðu lækkuð. Tilmælin voru send ráðu- neytum og stofnunum árið 2009. Þetta var tilefni fyrirspurnar Höskuldar Þórhallssonar alþingismanns til Jóhönnu Sigurðardóttur á Alþingi í gær. Vísaði hann í könnun Ríkisendurskoðunar sem leitt hefur þetta í ljós. Jóhanna svaraði því til að hún hefði ekki vitað annað en að farið væri eftir tilmælunum. Annað væri bagalegt og ekki í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Full ástæða væri til að skoða hvaða skýringar væru á þessu og hvernig þetta hefði verið framkvæmt. Kanna þyrfti hverjar væru skýringarnar á þessu launaskriði, hvort aðgerðin hefði verið samræmd og hvort einhverjar stofnanir hefðu verið undanskildar. Sagði Höskuldur að í uppgjöri ríkissjóðs fyrir apríl segði að laun fram- kvæmdavaldsins væru komin 1,5 milljarða fram úr áætlun. Spurði Hösk- uldur hvort Jóhanna myndi efla Alþingi til móts við það sem fram- kvæmdavaldið virtist vera að taka sér sjálft. Sjálftekið launaskrið í stjórnsýslunni þvert á tilmæli ríkisstjórnarinnar frá árinu 2009 Höskuldur Þórhallsson Golfkortið 2011 Spilað um Ísland - 23 golfvellir Upplýsingar á golfkortid.is Sumartilboð Einstaklingskort 9.000 kr. Fjölskyldukort 14.000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.