Morgunblaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2011 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sterkar vísbendingar eru um að ríf- lega 11% hækkun á bensínverði frá áramótum hafi dregið enn úr veltu í verslun á Suðurlandi. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í fyrradag dróst umferð á Hellisheiði saman um 22% í maí miðað við sama mánuð í fyrra og virðast verslunar- menn á Suðurlandi flestir sammála um að ró hafi færst yfir verslunina. Þorsteinn Ásgeirsson, verslunar- stjóri hjá Bónus á Selfossi, er einn þeirra. „Maður finnur vel fyrir því að höfuðborgarbúar koma seinna. Þeir hafa oft verið fyrr á ferðinni. Þeim hef- ur líka fækkað töluvert. Í staðinn fyrir að koma hverja helgi koma þeir orðið aðra hverja eða þriðju hverja helgi. Manni hefur oft fundist sem að í maí væri byrjað að koma mik- ið af fólki frá höfuðborgarsvæðinu. Nú er það mánuði seinna á ferð en venju- lega,“ segir Þorsteinn sem merkir breytt innkaupamynstur. „Við erum að selja svipaða vöru en minna af henni. Oft voru keyptir tveir pakkar af kexi en nú er einn látinn duga, svo ég nefni lítið dæmi. Inn- kaupakarfan hjá fólki hefur minnkað.“ Langrólegasti veturinn Guðný Ísaksdóttir, verslunarstjóri hjá N1 í Breiðumörk í Hveragerði, merkir líka samdrátt í verslun. „Það er líklega minni velta hjá okk- ur en í fyrra. Ég finn hins vegar mik- inn mun á maí og apríl og mars. Við- skiptin hafa verið að aukast,“ segir Guðný en tekur fram að veturinn hafi verið þungur. „Veturinn er búinn að vera rosalega rólegur. Ég er búin að vera hjá N1 í fimm ár og þetta er langrólegasti veturinn á þeim tíma. Við merktum ekki mikinn samdrátt á árinu 2008. Veltan minnkaði aðeins í fyrra en þennan vetur finnst mér hafa verið stórt stökk niður á við. Sumarið verður að halda öllu árinu uppi ef velt- an í haust verður eins og í vetur. Það er búið að vera rosalega lítið að gera,“ segir hún. Svava Ó. Stefánsdóttir, verslunar- stjóri hjá Olís í Arnbergi á Selfossi, kveðst ekki merkja mikinn mun í veltu. Eldsneyti seljist þó minna. Sverrir Einarsson, rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar, skynjar samdrátt. Hefur minna milli handanna „Við finnum greinilega fyrir því að fólk hefur minni peninga á milli hand- anna. Við erum á sumarhúsasvæði og finnum því vel fyrir samdrættinum í umferð. Þeir sem fóru vikulega eða hálfsmánaðarlega í bústaðinn fara nú kannski einu sinni í mánuði eða á tveggja mánaða fresti. Það er ennþá verið að byggja ný hús og stækka, bæta og breyta en það hefur hægst mjög á framkvæmdum. Það eru færri á ferðinni. Vegagerðin er ekki að segja okkur neinar fréttir. Ég held samt að það jákvæða fyrir okkar svæði sé að umferðin í sumar eigi eftir að fara um Suðurland og Vesturland fremur en um Norðurland og Austurland. Það er orðið svo dýrt að keyra norður og austur.“ „Langrólegasti vetur“ frá hruni Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson Við hringtorgið Ferðasumarið virtist vera að taka við sér á Selfossi í gær ef marka má þessa ljósmynd fréttaritara Morgunblaðsins. Tölur Vegagerðarinnar benda til að höfuðborgarbúar hafi dregið mjög úr akstri yfir Hellisheiði.  Verslunarstjóri hjá N1 í Hveragerði segir veltuna hafa tekið „stórt stökk niður á við“ í vetur  Bensínverðið dregur úr umferð  Verslunarstjóri hjá Bónus segir fólk kaupa minna en áður Hefur óveruleg áhrif » Lesandi gerði athugasemd við frétt í Morgunblaðinu 2. júní og benti á að nýr vegur um Lyngdalsheiði kynni að skýra hvers vegna umferð um Hellis- heiði var 22% minni í maí í ár en í sama mánuði í fyrra. » Hjá Vegagerðinni fengust þær upplýsingar að meðal- umferð um Gjábakkaveg hefði verið 369 bílar á dag í maí í fyrra en 599 bílar á dag í sama mánuði um nýja veginn, Lyng- dalsheiðarveg, í ár. » Taldi fulltrúi Vegagerðar- innar það tiltölulega litla aukn- ingu miðað við umferðina um Hellisheiði, en eins og sjá má á kortinu hér fyrir neðan fór þar um 6.151 bíll á dag í maí sl. » Sé aukinni umferð (230 bílar á dag) um Lyngdalsheiði bætt við þá tölu er samdráttur á Hellisheiði milli ára 19,5%. Umferð á völdum stöðum Fjöldi bíla á dag, að meðaltali í maí ár hvert 8.000 7.000 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 8.000 7.000 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 8.000 7.000 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 8.000 7.000 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 Hringvegur á Hellisheiði Hringvegur um Hvalfjarðargöng Hringvegur á Holtavörðuheiði Hringvegur við Hafnarfjall 2005 2011‘06 ‘07 ‘08 ‘09 ‘10 2005 2011‘06 ‘07 ‘08 ‘09 ‘10 2005 2011‘06 ‘07 ‘08 ‘09 ‘10 2005 2011‘06 ‘07 ‘08 ‘09 ‘10 6. 87 1 6. 93 1 7. 57 6 7. 55 8 7. 54 4 7. 92 6 6. 15 1 5. 0 17 5. 0 52 5. 88 9 5. 73 9 5. 69 6 5. 71 6 5. 0 46 3. 27 2 4. 03 9 4. 0 86 3. 87 0 4. 11 0 3. 67 4 3. 67 2 94 2 1. 15 6 1. 27 3 1. 23 0 1. 24 1 1. 0 59 1. 22 0 Samdráttur 2010-2011: 22% Samdráttur 2010-2011: 19% Samdráttur 2010-2011: 12% Samdráttur 2010-2011: 18% Heimild: Vegagerðin „Eftir að hrunið varð datt allt nið- ur. Svo hefur dregið enn meira úr viðskiptunum eftir að bensínið varð svona dýrt. Það er vel merkjanlegur munur,“ segir Kristinn T. Har- aldsson, betur þekktur sem Kiddi rót, um samdrátt í verslun og þjónustu á Suðurlandi. Ferðamönnum fækkaði Kristinn opnaði veitingahúsið Cafe Kiddi Rót í Hveragerði árið 2004 en sá sér ekki annað fært en að loka því í september 2009. Hann reyndi svo fyrir sér með sama rekst- ur í Mosfellsbæ í apríl í fyrra en hætti rekstrinum um áramót. „Veitingareksturinn dó vegna þess að ferðamönnum á einkabílum fækkaði. Svo var hráefnið orðið svo dýrt. Ég hef það eftir veitingamönn- um úti á landi að það hafi orðið gífur- legur samdráttur í veltu. Það á sér- staklega við um Íslendinga. Þegar ég var að aka Hellisheiðina var ekki óalgengt að maður mætti sjö til átta húsbílum. Nú sér maður þá ekki lengur,“ segir Kristinn sem ekur nú hópferðabifreiðum fyrir Allrahanda. Finnst bensínið dýrt „Maður heyrir það á útlendingum að þeim finnst verðlag hér lágt. Engu að síður vilja þeir frekar fara orðið með hópferðabifreiðum en að leigja bílaleigubíl vegna þess að bensínið er orðið svo dýrt. Hvort sem menn vilja viðurkenna það eða ekki er það hækkunin á bensíni og olíu sem er að keyra okkur í kaf. Ég hef litla trú á að hækkunin skili eins miklu í ríkiskassann og ætlast var til. Þegar fólk tímir ekki orðið að ferðast vegna olíuverðsins bitnar það á allri þjónustu á landsbyggð- inni. Þetta er slæm staða. Það er skrítin stefna að láta skatta hækka samfara hækkandi elds- neytisverði og horfa svo á fyrirtækin fara á höfuðið. Þau geta ekki haldið starfsfólki á launaskrá þegar ekkert kemur í kassann. Ísland er að verða eins og Spánn var árið 1974. Nú koma erlendir ferðamenn hingað vegna hagstæðs vöruverðs. Það sama dró Íslendinga til Spánar á sín- um tíma. Nú er þetta að snúast við.“ Gífurlegur samdráttur hjá veitingamönnum úti á landi  Eigandi matsölustaðar í Hveragerði lokaði eftir hrunið Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson Ölfusáin Bjart var yfir Selfossi í gær. Ekki er jafn bjart yfir versluninni. Kristinn T. Haraldsson Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Grill í Múrbúðinni – skoðaðu verðið! Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum GAS GRILL 4 ryðfríir brennarar og hliðarplata. 14 kw/h. 48.000-BTU. Hitamælir. Kveikja í stillihnapp. Grillgrind er postulíns- húðuð. 44x56 cm. Extra sterk hjól v.gaskút. Þrýstijafnari og slöngur fylgja. 37.900kr. 59.900kr. GAS GRILL 4 brennarar 14 kw/h. 48.000-BTU. Kveikja í stillihnapp. Hitamælir. Grillgrind er postulíns- húðuð. 43x37 cm. Hitaplata er postulíns- húðuð. 43x39 cm. Þrýstijafnari og slanga fylgir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.