Morgunblaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 20
ÚR BÆJARLÍFINU Jón Sigurðsson Blönduós Sumar og vetur hafa tekist á hér norðan heiða síðustu vikurnar og má vart á milli sjá hvort hefur betur. Þrátt fyrir þessi átök árstíðanna heldur lífið áfram sinn vanagang. Gæsarungarnir eru farnir að sjást á Blöndu og bæjarbúar farnir að setja niður kartöflur í kartöflugörðunum í Selvík og flestir búnir að slá gras- flatir lóða sinna einu sinni. Eitt annað merki um að sum- arið sé að koma er þegar ferðamönn- um fjölgar. Hótelið er tilbúið að taka á móti gestum sem og tjaldsvæðið í Brautarhvammi og er þegar farið að bera á erlendum ferðamönnum. Það er töluvert um það að hinir erlendu gestir séu fuglaáhugamenn og gleðj- ast margir þeirra þegar þeir hafa lit- ið straumöndina sem nóg er af í Blöndu.    Hafíssetrið með Hraunsbirnuna Snædísi Karenu hefur þegar opnað og er sumarstarfsemin komin í full- an gang. Þar er margan fróðleik að finna um hafísinn sem á árum áður hafði oft mikil áhrif á samfélagið við Húnaflóa. Á sýningu setursins hefur bæst við heimildarmyndin „Þegar haf- ísinn kom“ eftir þær Catherine Chambers, doktorsnema við háskól- ann í Alaska og Katharinu Schneid- er, forstöðumann setursins.    Heimilisiðnaðarsafnið er opn- að í dag fyrir gestum og gangandi eftir vetrarfrí. Í sumar verður í safn- inu yfirlitssýning á verkum Guð- rúnar J. Vigfúsdóttur, veflistarkonu frá Ísafirði. Þar má meðal annars sjá handofna glæsikjóla, flott veggteppi og hökla úr Digraneskirkju.    Laxveiðitímabilið er að hefjast og byrja veiðar í Blöndu á morgun. Þekktur veiðimaður, sem þekkir árnar í sýslunni eins og lófann á sér, sagði lax vera kominn í ána og hafði hann séð einn 17 punda lax og nokkra 12 pundara á neðsta veiði- svæðinu í Blöndu svo líklegt má telj- ast að þeir sem byrja veiðar á morg- un komi með einhverja fiska heim með sér í lok veiðidags.    Lionsklúbbur Blönduóss færði á dögunum héraðshælinu risa- stórt sjónvarp að gjöf til nota í bað- stofunni á dvalardeildinni. Tækið má nota til ýmiskonar margmiðlunar á einfaldan hátt. Með tilkomu þess- arar gjafar opnast möguleikar til að koma ýmsu efni á framfæri fyrir íbúana þeim til ánægju og gleði. Mannlífið í sumargírinn Morgunblaðið/ Jón Sigurðsson Blönduós Katharina Schneider, forstöðumaður setursins, og Hrauns- birnan hún Snædís Karen mæta á Hafíssetrið á Blönduósi. 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2011 DAGANA 6.-9. júní nk. stendur Vestnorræna ráðið fyrir þremur fundum í Færeyjum, en ráðið er samstarfsvettvangur þjóðþinga Ís- lands, Grænlands og Færeyja. Tveir fundirnir eru hluti af hinni árlegu þemaráðstefnu ráðsins í Færeyjum. Ráðstefnan verður tví- skipt, annars vegar verður fjallað um húsnæðismál aldraða í vestnor- rænu löndunum þann 7. júní og hins vegar um öryggismál og við- búnað á Norður-Atlantshafi þann 9. júní. Meira en 50 norrænir þing- menn, ráðherrar, fræðimenn og sérfræðingar taka þátt í umræðu á ráðstefnunum tveimur. Þann 6. júní verður svo fyrsti fundur Hoyvíkur-nefndarinnar sem er ný þingmannanefnd um Hoyvíkur-sáttmálann, fríversl- unarsamning Íslands og Færeyja. Á fundinum verður m.a. valinn for- maður og lög nefndarinnar sam- þykkt. Í nefndinni verða sex þing- menn frá Alþingi og sex þingmenn frá Lögþingi Færeyja. Þá mun Landsþing Grænlands skipa sex áheyrnarfulltrúa. Vestnorræna ráðið heldur fundi í Færeyjum um öryggismál, húsnæðismál og fríverslun Samstarf Þingmennirnir Josef Motzfeldt, Ólína Þorvarðardóttir og Kári P. Højgaard. Í dag, laugardag, verður Kvennahlaup ÍSÍ haldið í tuttugasta og annað sinn. Kvenna- hlaupið er haldið árlega og er einn fjöl- mennasti íþróttaviðburður landsins ár hvert. Konur geta valið úr 85 hlaupastöðum út um allt land og einnig verður hlaupið á 14 stöðum erlendis. Stærsta hlaupið verður í Garðabæ kl. 14, þar sem þúsundir kvenna koma saman og hlaupa. Nánari upplýsingar um hlaupastaði er að finna á www.sjova.is eða www.facebook.com. Þátttakendur geta tekið þátt í leik þar sem glæsilegir vinningar eru í boði. Það eina sem þarf að gera er að fylla út umsókn á hlaupastað eða fara inn á www.sjova.is. Í aðalvinning eru gjafa- kort að upphæð 30.000 krónur, dekur og aðrir vinningar. Kvennahlaup ÍSÍ haldið í dag - einn fjölmennasti íþróttaviðburður ársins Kvennahlaupið fer af stað í dag. Slysavarnafélagið Landsbjörg í samvinnu við Sjómannadagsráð Reykjavíkur og Hafnarfjarðar heldur utan um sölu á Sjó- mannadagsmerkinu í ár. Sjálf- boðaliðar í björgunarsveitum og slysavarnadeildum félagsins munu standa vaktina um helgina um allt land og bjóða almenningi merkið til kaups. Allur ágóði af sölu merkisins rennur til slysavarna sjómanna. Slysavarnafélagið Landsbjörg rekur Slysavarnaskóla sjómanna en um 2.300 sjómenn sækja þar nám- skeið á hverju ári. Morgunblaðið/Rax Slysavarnir Ágóði sölunnar á merkinu rennur til Slysavarnaskóla sjómanna. Sjómannadags- merkið selt til styrktar sjómönnum HEIMDALLUR, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykja- vík, hefur sent frá sér ályktun þar sem hafnað er nýrri þingsályktunartillögu um víðtækt bann við tóbaki. Til- lagan sé gróf aðför að frelsi einstaklingsins og minni fremur á ofstopa alræðisríkja en yfirvegaða umræðu. „Reynslan af bönnum er sú að undirheimar taka við viðskiptum með bannaðar vörur. Það lærðist í áfengis- banninu og nú síðast í fíkniefnabanninu. Með ólíkindum er að þingmenn ætli að færa undirheimum sígarettur sem verslunarvöru og tryggja að glæpastarfsemi vaxi fiskur um hrygg. Þingmenn verða að átta sig á því að þegar vandamál eru bönnuð af hörku þá hverfa þau ekki. Þau flytjast þangað sem enginn sér, þangað sem einstaklingarnir þurfa að eiga viðskipti með vafasama aðila,“ segir í ályktuninni. Heimdallur hafnar tóbaksbanni Takmarka á reyk- ingar hér á landi. STJÓRN Landssambands eldri borgara hefur sent frá sér álykt- un þar sem harðlega er mótmælt þeim áformum ríkisstjórnarinnar að skattleggja lífeyrissjóðina um 1,7 milljarða króna. Þetta sé bein aðför að eldri borgurum og ör- yrkjum þar sem það hlýtur að skerða kjör þeirra þegar ráðstöf- unarfé lífeyrissjóðanna er skert sem þessu nemur. Þarna eigi greinilega að fá fjármagn til rík- isins frá lífeyrissjóðunum þannig að þeir muni neyðast til að skerða kjör eldri borgara í fram- tíðinni. Aldraðir mótmæla Í dag, laugardag, kl. 13-17 verður Bandalag kvenna í Reykjavík með basar og skemmtidagskrá á Hall- veigarstöðum, Túngötu 14, til fjár- öflunar fyrir Starfsmenntunarsjóð ungra kvenna. Til sölu verða kökur og brauð, handverk, fatnaður og annað, bæði nýtt og notað. Þá verða snyrtifræðingar á staðnum að kynna snyrtivörur auk fulltrúa frá kvenfélögunum í Reykjavík sem kynna starfsemi sína. Basar og fjáröflun STUTT „Nýtt vaktafyrirkomulag gæti tekið gildi á næstu vikum og samkvæmt því verður ekki lögreglueftirlit í Vest- mannaeyjum frá klukkan þrjú til sjö á nóttunni á virk- um dögum og frá klukkan sex til tíu um helgar,“ segir Tryggvi Kr. Ólafsson, formaður lögreglufélags Vest- mannaeyja. Ljóst er að fjárveitingar eru ekki nægj- anlegar til að hafa lögreglumenn á vakt allan sólar- hringinn. Páley Borgþórsdóttir, lögfræðingur og formaður bæjarráðs, telur að 10-12 milljóna króna ár- lega fjárveitingu vanti til að tryggja sólarhrings- löggæslu í Vestmannaeyjum. Níu lögreglumenn hafa mannað vaktirnar en þeim hefur fækkað í sex. Niðurskurður hjá lögreglunni hefur því verið 33-35% á einu ári samkvæmt upplýsingum frá lögregluembættinu í Vestmannaeyjum. Vestmannaeyingar fá ekki aðstoð „Staðan er grafalvarleg, þar sem hér munu 4.200 manns að viðbættum ferðamönnum vera án löggæslu að nóttu til ef innanríkisráðuneytið tryggir ekki það fé sem þarf til að halda vöktum allan sólarhringinn,“ segir Páley. Páley segir að bæjarstjóri Vestmannaeyja, Elliði Vignisson, sem og Karl Gauti Hjaltason sýslumaður hafi ítrekað reynt að ná fundi með Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra án árangurs. Segir Páley sýslumann vera nauðbeygðan til að fara í þessar breytingar, engin önnur leið sé í stöðunni. Í bókun frá fundi bæjarráðs Vestmannaeyja 10. janúar síðastliðinn kemur fram að embættinu sé ljóst að ekki verði hægt að halda sólar- hringslöggæslu vegna fjárskorts og hefur bæjarráð beð- ið eftir svörum frá innanríkisráðuneytinu sem og vel- ferðarráðuneytinu frá þeim tíma. Páley segir að íbúar hafi miklar áhyggjur, óttist aukningu afbrota þegar mönnum verði ljóst að ekkert lögreglueftirlit er á þess- um tíma sólarhrings. Hætta á umferðarslysum muni aukast hjá ungmennum þegar eftirlitið minnkar með þessum hætti. Hér sé um stórt svæði að ræða og Vest- mannaeyingar fái ekki aðstoð annars staðar frá, eyjan sé einangruð og samgöngur ótryggar eins og landsmenn viti. Sérstakar áhyggjur vakni þar sem ljóst er að á sumrin kemur fjöldi ferðamanna þannig að mannfjöldi eykst verulega. Segir Páley að mjög erfitt hafi verið að ná sambandi við ríkisvöld um þessi efni undanfarið. mep@mbl.is Lögreglan í Eyjum telur stöðuna grafalvarlega  Fjárveitingar vantar til að halda óbreyttu vaktaplani Morgunblaðið/Brynjar Gauti Eyjar Íbúar óttast fjölgun afbrota þegar mönnum verði ljóst að ekkert lögreglueftirlit er á þessum tíma sólarhrings.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.