Morgunblaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2011 BAKSVIÐ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Síld er fiskur Hátíðar hafsins í Reykjavík, sem verður haldin í 13. sinn um helgina. Í fyrsta sinn verður boðið upp á síldarveislu að finnskri fyrirmynd fyrir utan Sjóminjasafnið vestur á Granda frá klukkan 13 í dag og á morgun, en hugmyndin er að síldarveislan verði árlegur við- burður á hátíðinni. Ágúst Ásgeirsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna, segist hafa fengið hugmyndina að síldarveislunni frá sambærilegum hátíðum í Finnlandi þar sem sé aldalöng hefð fyrir slík- um viðburðum. Í Helsinki í Finn- landi sé til dæmis um 250 ára hefð fyrir síldarveislum. Til að geta boðið upp á síld með ýmsum hætti hafi hann fengið tvær tunnur af saltaðri síld frá Fáskrúðsfirði og sérstaklega reykta síld fyrir hátíðina frá Siglu- firði og Borgundarhólmi í Dan- mörku. Skemmtun og fræðsla Ágúst bendir á að síldarmenn- ingin í Borgundarhólmi eigi sér langa sögu og sagt sé að íbúarnir þar reyki síld manna best í heim- inum. Loðnuvinnslan á Fáskrúðs- firði haldi uppi síldarsöltun á Íslandi og síld frá Siglufirði veki upp gaml- ar minningar um síldarárin auk þess sem Siglufjörður sé gestasveit- arfélag hátíðarinnar í ár. Tilgangurinn með síldarveislunni er að vekja áhuga á síld. Boðið verð- ur upp á síldarsalöt sem Ulf Berg- mann útbýr, en hann var maðurinn á bak við tilraunaeldhús síldar- útvegsnefndar á árum áður og er mikill áhugamaður um síld. Með ýmsum síldarréttum verður boðið upp á rúgbrauð. „Þetta er skemmt- un og fræðsla,“ segir Ágúst. Fiskasýningin á sínum stað En lífið á Grandanum snýst ekki bara um síld heldur setur Hafrann- sóknastofnun upp ker með á annað hundrað fisktegundum. Ágúst segir að þessi fiskasýning hafi jafnan vak- ið mesta athygli á hátíðinni. Starfs- menn Hafró safni tegundunum allt árið og sýni afraksturinn og útskýri allt sem viðkemur viðkomandi teg- undum. Undanfarin ár hafi hrefnu- veiðimenn líka grillað hrefnu fyrir gesti og gangandi og gera megi ráð fyrir þeim á svæðinu. Með öðrum orðum sé gestum veitt innsýn í allt sem viðkemur sjávarfangi frá því líf kviknar og þar til afurðin endar á diski viðkomandi. Hefð og vinsældir Skonnortan Hildur frá Húsavík leggur af stað frá Akranesi klukkan 11 árdegis í dag og er væntanleg inn á Reykjavíkurhöfn um tveimur tím- um síðar og leggst framan við Sjó- minjasafnið. Í fyrra gegndi fær- eyskur kútter sambærilegu hlutverki og segir Ágúst að með þessu sé verið að búa til hefð í tengslum við hátíðina. Hátíðin hefur notið mikilla vin- sælda og í fyrra var sett gestamet, en talið er að um 23.000 manns hafi þá sótt hana. Um 9.000 manns nutu lífsins við höfnina í brakandi blíðu á laugardeginum og um 14.000 manns fylgdust með hátíðahöldum sjó- mannadagsins á sunnudeginum. Faxaflóahafnir og Sjómanna- dagsráð standa að hátíð Hafsins en Höfuðborgarstofa fer með verkefnisstjórn. Silfur hafsins í öndvegi  Síldarhátíð að finnskri fyrirmynd í fyrsta sinn á Hátíð hafsins vestur á Granda í Reykjavík  Síld frá Fáskrúðsfirði, Siglufirði og Borgundarhólmi í Danmörku til að gefa gestum Morgunblaðið/Sigurgeir S. Silfur hafsins Síld er herramannsmatur og Ágúst Ágústsson sér til þess að gestir á Hátíð hafsins fá að smakka. Að vanda verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá með leik- tækjum og skemmtiatriðum á Hátíð hafsins, sem fer fram á Granda í dag og á morgun og teygir sig að verbúðunum við Geirsgötu. Gestum gefst tæki- færi til þess að kynnast fjöl- breyttri menningu hafsins frá klukkan níu að morgni fram á kvöld. Sæbjörgin býður upp á skemmtisiglingar um sundin fyrir alla fjölskylduna. Norska varðskipið KV Sortland og skonnortan Hildur frá Húsavík liggja við bryggju og geta gestir komið um borð og skoðað skip- in. Brokey, siglingaklúbbur Reykjavíkur, sýnir kænur og kynnir siglinganámskeið. Sýn- ingin Síldarheimur á Sigló verður opnuð og sungin verða sjómannalög. Tíu veitingastaðir í borginni – Brauðbær, Dill, Einar Ben., Fiskfélagið, Fjalakötturinn, Hornið, Höfnin, Silfur, Þrír Frakkar og Við Tjörnina – bjóða upp á matseðil með lostæti úr haf- djúpunum. Fjölbreytt dagskrá HÁTÍÐ HAFSINS Ulf Bergmann J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.