Morgunblaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 23
Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar þakkar fyrirtækjum og stofnunum þann velvilja að heimila björgunarsveitarfólki að fara án fyrirvara úr vinnu til að sinna útköllum. Með þessu hafa fyrirtæki og samstarfsfólk lagt grunninn að getu Slysavarnafélagsins Landsbjargar til að veita aðstoð í vá. Þessi skilningur er ein meginforsenda þess að sjálfboðaliðar okkar geti brugðist skjótt við hvenær sem er sólarhringsins – alla daga ársins. Fyrir þetta ber að þakka, bæði fyrir okkar hönd sem og þjóðarinnar allrar. Það leggjast allir á eitt. Kærar þakkir til ykkar allra. Ályktun samþykkt á landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem haldið var á Hellu 13.-14. maí 2011. Einn af hundruðum sjálfboðaliða Slysavarnafélagsins Landsbjargar við störf í Grímsvatnagosinu, maí 2011. Takk fyrir skilninginn A ð a l s t y r k t a r a ð i l a r o k k a r e r u :

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.