Morgunblaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 10
Morgunblaðið/Árni Sæberg Snyrting Herramenn þurfa að vera ekki aðeins vel klæddir heldur líka vel snyrtir og er hægt að fara í klippingu í búðarferð í Herrafataverzlun Kormáks & Skjaldar og fengu hér rauðir lokkar að fjúka í nafni snyrtimennskunnar. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Herrafataverzlun Kormáks& Skjaldar er ekki aðeinsverslun heldur líka fé-lagsmiðstöð vel klæddra karlmanna og var því mikil gleði í búðinni þegar ný álma var vígð í vik- unni. Er sú álma verslunarinnar hönnuð af Axel Hallkeli Jóhann- Herramenn og vel vaxnir vaxmenn Herrafataverzlun Kormáks & Skjaldar var stækkuð í vikunni og var því fagnað með gleð- skap. Verslunin er ekki aðeins það heldur líka fé- lagsmiðstöð vel klæddra herramanna. Nýjasta viðbótin í fataskáp þeirra er vaxjakki, sem þarf umhirðu eins og gæludýr. Sjóvár-kvennahlaup ÍSÍ, sem haldið er í dag, er fjölmennasti og jafn- framt útbreiddasti íþróttaviðburður sem haldinn er á Íslandi ár hvert. Hlaupið er á 85 stöðum víðsvegar um landið, en fjölmennasta hlaupið fer fram í Garðabæ. Konur á öllum aldri taka þátt í hlaupinu og voru þær um 56.000 sem hlupu í fyrra. Ein af þeim mætu konum sem eru með þetta árið heitir Björg Magn- úsdóttir stjórnmálafræðingur. Björg er verkefnastjóri hjá Háskóla Ís- lands og er um þessar mundir að vinna að verkefni sem kallast „Há- skóli unga fólksins“. Kvennahlaupið hefur verið fastur liður hjá Björgu í mörg ár og ekki verður brugðið út af þeirri hefð þetta árið. Hún hefur safnað saman góðum hópi vin- kvenna, sem ætla að hlaupa með henni. „Við kvenpeningurinn í fjöl- skyldunni höfum hlaupið í mörg ár og við ætlum ekki að breyta út af vananum. Ég lagði það til við þær dömur sem ætla að koma með mér að við tækjum tíu kílómetra en eftir miklar rökræður var því breytt í fimm,“ segir Björg. Þess ber að geta að hægt er að velja um þrjár vegalengdir; tvo, fimm eða tíu kílómetra. Nánari upp- lýsingar um hlaupið er að finna á heimasíðu Sjóvár, sem er sjova.is. Hvað ætlar þú að gera í dag? Kvennahlaupið er fastur liður Morgunblaðið/Eggert Gleði Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram í dag. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2011 Vefsíðan funnyordie.com var stofnuð árið 2006 af grínistunum Will Ferrell og Adam McKay. Á síðunni er að finna fjöldann allan af frábærum myndum og innslögum (e. sketch). Þeir Ferrell og McKay hafa fengið til liðs við sig fjöldann allan af færum handritshöfundum og ber þar helst að nefna Andrew Steele, sem áður vann við gerð hinna sívinsælu þátta Saturday Night Live en hefur nú yf- irumsjón með framleiðslu og þróun efnis fyrir síðuna. Mörg innslög á síðunni skarta þungavigtarmönnum úr Hollywood svo sem Jennifer Aniston, Bruce Will- is, Steve Carell, Ben Stiller, Charlize Theron og Jerry Seinfeld. Innslög nokkurra heimsfrægra grínista hafa fest sig í sessi á síðunni og eru orðin fastir liðir eins og t.d. spjallþáttur Hangover-stjörnunnar Zacks Galif- ianakis sem kallast „Between two Ferns“. Þar fær Galifianakis til sín skær- ustu stjörnur Hollywood og sprellar með þeim og er það oft á tíðum hin mesta skemmtun. Þá er fullt af skemmtilegum ljósmyndum, mynd- skeiðum og leiknum atriðum á síð- unni sem allir geta haft gaman af. Ef þú ert unnandi gamansamra uppátækja, neyðarlegra atvika eða bara drepfyndinna innslaga er funny- ordie.com síða fyrir þig. Vefsíðan www.funnyordie.com Reuters Snillingur Will Ferrell, maðurinn á bak við síðuna. Grín og glens Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Sumarjógúrt með mangó frá MS. Frábær í útileguna, í bústaðinn eða hvar sem þú ert á ferðinni í sumar. ms.is H VÍ TA H Ú SI Ð / SÍ A -1 1- 05 09

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.