Morgunblaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 49
MENNING 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2011
syngja klassísk lög einsog Jón tröll,
Skipstjóravalsinn, Þórður sjóari og
Loðnuvalsinn. Aðeins tvö lög frá
Bubba komast á diskinn og það er
að sjálfsögðu ekki neitt af niðurrifs-
lögunum hans.
Á diskunum eru yndislegavæmin lög einsog Hvítir máv-
ar, þarsem Helena Eyjólfsdóttir
sendir kveðju með hvítum mávum
til elskunnar sinnar, sjómannsins.
Hvítu mávar, segiði honum að mitt
hjarta slái aðeins fyrir hann. Anna
Vilhjálms syngur Ég bíð við bláan
sæ, brátt mun bátur þinn birtast
vinur minn. Einn af ókostum sjó-
mennskunnar er þessar miklu fjar-
verur sem bjóða uppá freistingar til
framhjáhalds þeirrar sem bíður ein
heima. Því hefur verið nauðsynlegt
að syngja um dyggð og tryggð
kvennanna til að geta mannað dall-
ana. En það er ekki endilega gagn-
kvæmt einsog kemur fram í lög-
unum Úti í Hamborg og Einsi kaldi
úr Eyjunum þarsem þeir eiga stúlk-
ur í hverri höfn og geta varla stigið
á land án þess að vera búnir að
redda einni uppí rúm hjá sér. Eftir
að liðleskjur einsog metrómaðurinn
voru upphafnar hefur þetta ekki
verið eins auðvelt fyrir sjómennina
að heilla dömurnar. En það var svo
sannarlega auðvelt í gamla daga
enda algengt að þeir kæmu í land til
að leita að veislu eða búa hana til, á
tíma þegar fáir áttu pening. Eða
einsog segir í laginu Sjómenn ís-
lenskir erum við, „allri hýrunni eyð-
um við í fagrar flikkur og vín“.
Lögin eru nánast öll samin áður
en trúarbrögð nútímans, pólitíski
rétttrúnaðurinn, urðu að höf-
uðkirkju landsins. Heimurinn sem
lögin lýsa er einsog úr heiðni fyrir
alla þá sem hafa gengið í gegnum ís-
lenskt skólakerfi og verið mataðir á
pólitíska rétttrúnaðinum. Þarna er
klifað á þjóðerniskennd sem er eins-
og bannorð í hinni nýju trú þjóð-
arinnar; „Ísland, gamla Ísland, ást-
kæra fósturjörð. Við eflum þinn
hag, hvern einasta dag“. Konurnar
bíða sætar og góðar heima og hugsa
fallega til mannsins síns á meðan
hann þrælar sér út fyrir fjölskyld-
una.
Maður þarf ekki að hlusta á
mörg lög til að þráin til að komast
aftur á sjóinn kvikni í manni.
» Því hefur veriðnauðsynlegt að
syngja um dyggð og
tryggð kvennanna til að
geta mannað dallana.
Ef þú lumar á íslenskri stuttmynd eða kvikmynd í fullri
lengd og langar að koma henni á framfæri skaltu endi-
lega halda áfram að lesa því auglýst er eftir íslenskum
myndum sem teknar verða til sýninga á Alþjóðlegri
kvikmyndahátíð í Reykjavík sem verður haldin í 8. sinn
dagana 22. september til 2. október næstkomandi. Eins
og venja er mun hátíðin sýna úrval íslenskra mynda enda
eru þær ómissandi í dagskrá hvers árs hjá hátíðinni, seg-
ir í tilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar.
Þar segir jafnframt að íslenskar myndir séu jafnan
með aðsóknarmesta dagskrárefni RIFF og það á ekki
síst við um stuttmyndadagskrá hátíðarinnar.
Frestur til innsendinga er til 15. júlí næstkomandi og
áhugasömum er bent á að fara á heimasíðu RIFF og
skrá þar mynd sína inn. Bein slóð á skráningarsíðuna er
riff.is/Sendainnmynd.
Íslenskar myndir á RIFF
Fjör í bíó Gauragangur er meðal nýrra íslenskra kvikmynda.
RÓMANTÍSK GAMANMYND EINS OG ÞÆR GERAST BESTAR.
ÓTRÚLEGA FYNDIN MYND SEM ÞÚ MUNT ELSKA!
„MYNDIN ER FRÁBÆR:
KYNÞOKKAFULL OG FYNDIN“
- P.H. BOXOFFICE MAGAZINE
HHHH
- IN TOUCH
HHHH
SÝND Í ÞRÍVÍDD
MEÐ ÍSLENSKU TA
LIDÝRA
FJÖR
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI,AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
FRÁBÆR TEIKNIMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
STÓRKOSTLEG ÞRÍVÍDDAR ÆVINTÝRAMYND MEÐ JOHNNY DEPP,
PENÉLOPE CRUZ, IAN MCSHANE OG GEOFFRY RUSH.
JACK SPARROW ER MÆTTUR Í
STÆRSTU MYND SUMARSINS!
HHHH
“SANNKALLAÐUR GIMSTEINN!
HIN FULLKOMNA SUMARMYND
Í ALLA STAÐI. JACK SPARROW
ER SANNARLEGA KVIKMYN-
DAFJÁRSJÓÐUR”
- P.H. BOXOFFICE MAGAZINE
“STÓRKOSTLEG! BESTA
MYNDIN Í SERÍUNNI”
- L.S - CBS
“BESTA ‘PIRATES’
MYNDIN”
- M.P FOX TV
“FRÁBÆR SKEMMTUN! JOHNNY
DEPP OG PENÉLOPE CRUZ ERU
TÖFRUM LÍKUST. EINSTAKLEGA
ÞOKKAFULL”
- D.S HOLLYWOOD CLOSE-UPS
HHHH
“SJÓNRÆN VEISLA”
“STÓR SKAMMTUR AF HASAR”
- K.H.K. - MORGUNBLAÐIÐ
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSIEGILSHÖLL
SÝND Í ÁLFABAKKA
HHHH
„Djarfasta og best skrifaða
X-Men-myndin til þessa.”
-T.V., Kvikmyndir.is/Séð & Heyrt
HHHH
„Þetta er sannarlega fyrsta
flokks ofurhetjumynd!“
-Þ.Þ., Fréttatíminn
MIÐASALA Á SAMBIO.IS
KUNG FU PANDA 2 3D M/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 L
KUNG FU PANDA 2 3D M/ensku tali kl. 8:10 - 10:20 Ótextuð L
THE HANGOVER 2 kl. 6 - 8 - 10:20 12
PIRATES OF THE CARIBBEAN 4 kl. 3 - 6 - 9 10
DÝRAFJÖR 3D ísl. tal kl. 2 - 4 L
KUNG FU PANDA 2 3D Ísl. tal kl. 2 - 4 L
KUNG FU PANDA 2 3D Enskt tal kl. 6 L
THE HANGOVER 2 kl. 8 - 10:20 12
DÝRAFJÖR ísl. tal kl. 2 - 4 L
PIRATES OF THE CARIBBEAN kl. 6 - 9 10
KUNG FU PANDA 2 ísl. tal kl. 2 -4 -6 L
THE HANGOVER 2 kl. 5:50-8-10:20 12
PIRATES OF THE CARIBBEAN kl. 8 10
PRIEST kl. 10:40 16
DÝRAFJÖR ísl. tal kl. 2 - 4 L
/ KRINGLUNNI / AKUREYRI / KEFLAVÍK
KUNG FU PANDA 2 ísl. tal kl. 2 - 4 - 6 L
THE HANGOVER 2 kl. 5:50 - 8 - 10:20 12
DÝRAFJÖR ísl. tal kl. 2 - 4 L
PIRATES OF THE CARIBBEAN kl. 8 10
LINCOLN LAWYER kl. 10:45 12
/ SELFOSSI