Morgunblaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2011 Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Í kvöld verður verkið Solaris flutt í Silfurbergi, einum af tónlist- arsölum Hörpu. Verkið er samið af Benjamin James Frost sem betur er þekktur sem Ben Frost og Daníel Bjarnasyni, einu efnilegasta tónskáldi þjóðarinnar. Við tónlist þeirra félaga verður sýnt kvik- myndaverk eftir Brian Eno og Nick Robertson sem er byggt á kvikmynd Tarkovskys, Solaris, frá 1972. Tónverkið var samið í tilefni fimmtíu ára útgáfuafmælis bók- arinnar Solaris eftir pólska rithöf- undinn Stanislaw Lem. Það var frumflutt á tónlistarhátíðinni Un- souna í Kraká í október á síðasta ári en það hefur einnig verið flutt í Lincoln Centre í New York í apríl á þessu ári á Unsound Festival New York. Ben og Daniel spila báðir í verkinu, Ben leikur á raf- magnsgítar þar sem hann notar ýmsa hljóðeffekta og Daníel spilar á breytt píanó. Verið vinir í mörg ár „Daníel var einn sá fyrsti sem ég kynntist þegar ég kom fyrst til Ís- lands og við höfum verið vinir síð- an eða í að verða níu ár,“ segir Ben Frost sem er mikill aðdáandi tón- listar Daníels. „Ég er enn að hlusta á disk með tónlist eftir Daníel sem hann skrifaði fyrir mig fyrir mörg- um árum,“ bætir Ben við. Daníel var því sá fyrsti sem kom upp í huga Bens þegar hann fór að vinna að Solaris-verkinu. „Það er einfalt og gott að vinna með honum, eiginlega náttúrulegt,“ segir Ben. Ben og Daníel eru að vinna að Solaris-plötu um þessar mundir en ekkert nýtt verk frá þeim er á dag- skránni. „Mig langar að vinna meira með Daníel en það er ekkert sérstakt planað á næstunni. Erum bara að reyna að klára plötuna núna,“ segir Ben. Finnst gott að vinna á Íslandi Ben hefur búið á Íslandi í nærri sjö ár og segir landið vera sitt heimili. „Ég er eins og sjómaður og fer út og vinn á mismunandi stöðum og sem tónlist fyrir bíó- myndir og önnur verk. En Ísland er heima fyrir mig og hér finnst mér best að vinna að tónlist,“ segir Ben sem sækir innblástur sinn m.a. í íslenska náttúru og menn- ingu. Ben er mjög hrifinn af húsinu að innan en finnst það of kalt að utan. „Þetta er auðvitað í vinnslu en ég skil ekki af hverju það er enginn gróður við húsið. Húsið er kalt og óþægilegt að utan enn sem komið er,“ segir Ben sem hefur ákveðnar skoðanir á húsinu. „Ég fór á opnu dagana og hlustaði á nokkur verk og hljómburðurinn er góður í hús- inu. Sérstaklega í salnum Norður- ljós sem er með besta karakterinn í hljómburðinum. Það er alveg sér- stakt og ég hef aldrei heyrt svona einstakt hljóð fyrr,“ segir Ben. Solaris er fyrsta verk sem Ben flytur í húsinu og hlakkar hann mikið til. „Það er gott hljóð í Silf- urbergi og ég hlakka til að spila þar,“ segir hann. Solaris í einstökum Hörpuhljóm  Tónverk Bens Frosts og Daníels Bjarnasonar, Solaris, verður flutt á Listahátíð Reykjavíkur í kvöld  Kvikmyndaverk eftir Brian Eno og Nick Robertson verður sýnt undir tónlistinni Tónleikar Músíkaðdáendur geta sótt tónleikana í Silfurbergi, einum sala Hörpu, í kvöld klukkan átta. Jane Lynch verður kynnir á Emmy- verðlaununum sem eru veitt ár hvert, en þau hljóta þau sem þykja hafa skarað fram úr á sviði leikins sjónvarpsefnis árið á undan. Lynch er sjálf alls ekki ókunnug Emmy- verðlaununum, en hún hlaut ein slík í fyrra fyrir hlutverk sitt sem klappstýruþjálfarinn Sue Sylvester í sjónvarpsþáttunum Glee. Afhending verðlaunanna fer fram þann 18. september næstkom- andi og sagðist Lynch þegar vera komin með fiðrildi í magann. Tilnefningar til verðlaunanna verða kunngjörðar 14. júlí næst- komandi. Klappstýruþjálf- arinn stýrir Emmy- verðlaununum Reuters Kynnir Jane Lynch hlakkar til 18. september næstkomandi. SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR “BESTA ‘PIRATES’ MYNDIN” - M.P FOX TV P.H. BOXOFFICE MAGAZINE X-MEN: FIRST CLASS KL. 5.30 - 8 - 10.30* 12 PAUL KL. 3.40 (TILBOÐ) 8 - 10 12 GNÓMEÓ OG JÚLÍA 3D KL. 3.40 (TILBOÐ) L FAST FIVE KL. 5.40 12 *KRAFTSÝNING X-MEN: FIRST CLASS KL. 3 (TILBOÐ) - 5.20 - 8 - 10.40 12 WATER FOR ELEPHANTS KL. 3 (TILBOÐ) - 5.30 - 8 - 10.30 L GNÓMEÓ OG JÚLÍA 3D KL. 3.20 (TILBOÐ) - 6 L HÆVNEN KL. 3 (TILBOÐ) - 5.40 12 PRIEST 3D KL. 8 - 10 16 FAST FIVE KL. 8 - 10.30 12 STÓRKOSTLEG ÞRÍVÍDDARÆVINTÝRAMYND FRÁBÆR ÞRÍVÍDD MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI UPPLIFÐU STUNDINA SEM Á EFTIR AÐ BREYTA HEIMINUM! FRÁ HÖFUNDUNUM SEM FÆRÐU OKKUR BOX OFFICE MAGAZINE 90/100 VARIETY 90/100 THE HOLLYWOOD REPORTER JACK BLACK, ANGELINA JOLIE, DUSTIN HOFFMAN, JACKIE CHAN, SETH ROGEN, LUCY LIU, JEAN-CLAUDE VAN DAMME OG GARY OLDMAN X-MEN: FC KL. 1 (TILBOÐ) - 4 - 5.15 - 8 - 10.45 12 X-MEN: FIRST CLASS Í LÚXUS KL. 5.15 - 8 - 10.45 12 KUNG FU PANDA 2 ÍSL. T. 3D KL. 1 (TILBOÐ) - 3.10 - 5.40 L KUNG FU PANDA 2 ENSKT TAL 3D KL. 8 L KUNG FU PANDA 2 ENSKT TAL 3D Í LÚXUS KL. 1 - 3.10 L PIRATES 4 3D KL. 5 - 8 - 10 10 GNÓMEÓ OG JÚLÍA 3D KL. 1 (TILBOÐ) - 3 L FAST FIVE KL. 10.40 12 THOR 3D KL. 8 12 RIO 3D ÍSLENSKT TAL KL. 1 (TILBOÐ) - 3.20 L EIN SKEMMTILEGASTA OG FLOTTASTA GAMANMYND SUMARSINS! LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum X-MEN: FIRST CLASS Sýnd kl. 7 og 10 (POWER) KUNG FU PANDA 2 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 2(950kr), 4 og 6 KUNG FU P 2 3D ENSK TAL (ÓTEXTUÐ)Sýnd kl. 2(950kr), 4, 6 og 8 PAUL Sýnd kl. 8 og 10:10 GNÓMEÓ OG JÚLÍA 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 2(950kr) og 4 FAST & FURIOUS 5 Sýnd kl. 10 POWE RSÝN ING KL. 10 GILDIR Á ALLAR SÝNINGAR MERKTAR MEÐ RAUÐUTilboð í bíó FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR „Djarfasta og best skrifaða X-Men-myndin til þessa.” -T.V., Kvikmyndir.is/Séð & Heyrt „Þetta er sannarlega fyrsta flokks ofurhetjumynd!“ -Þ.Þ., Fréttatíminn JACK BLACK, ANGELINA JOLIE, DUSTIN HOFFMAN, JACKIE CHAN, SETH ROGEN, LUCY LIU, JEAN-CLAUDE VAN DAMME OG GARY OLDMAN ÞRÍVÍDD EINS OG HÚN GERIST BEST - BOX OFFICE MAGAZINE SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.