Morgunblaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 24
✝ Guðríður Guð-mundsdóttir fæddist á Ytra-Hóli, Vestur-Landeyjum, Rangárvallasýslu 16. desember 1915. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 29. maí 2011. Foreldrar henn- ar voru Guðmundur Einarsson, útvegs- bóndi í Viðey, Vest- mannaeyjum, og Pálína Jóns- dóttir, eiginkona hans. Guðríður var ein af tólf alsystkinum, auk þess eignaðist faðir hennar þrjár dætur og einn uppeldisbróðir ólst upp með þeim. Af þeim eru á lífi ein systir hennar, Þórunn Guðmundsdóttir, sem liggur nú þungt haldin á sjúkrahúsi, og uppeldisbróðir, Ragnar Hafliða- son. Guðríður fluttist með for- eldum sínum til Vestmannaeyja árið 1921. Þar byggðu foreldrar dóttur. 2) Guðmunda Erla, gift Gérard Vautey. Þeirra börn eru Nils Sveinbjörn og Sólveig Guð- ríður. Barnabörnin eru þrjú: Jo- achim, sonur Nils og Noémie, og Heidi og Axel, börn Sólveigar og Pierre Blanc. 3) Kári Hafsteinn, kvæntur Írisi Björnæs Þór. Börn þeirra eru Örvar Hafsteinn og Marít Guðríður. Barnabörnin eru fjögur: Börn Örvars eru Svein- björn Hafsteinn og Þórunn Ebba. Sambýliskona hans er Ingibjörg Katrín Stefánsdóttir. Börn Marít- ar og Hafsteins V.H. Valgarðs- sonar eru Sandra Magný og Sindri Snær. Guðríður stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík, starfaði síðan við búskap og út- gerð föður síns þar til hún flutti til Reykjavíkur og giftist Svein- birni 1945. Eftir það stjórnaði hún heimili sínu með mikilli reisn. Sveinbjörn rak vélsmiðju í eigin nafni og var auk þess sér- fræðingur í húsaflutningum. Hann þótti einstaklega verklag- inn og var eftirsóttur til vinnu. Sveinbjörn lést 5.7. 1993. Útför Guðríðar fer fram frá Áskirkju í dag, 8. júní 2011, og hefst athöfnin kl. 13. hennar húsið Viðey, á horni Vest- mannabrautar og Bárugötu, sem á þeirra tíma mæli- kvarða var stórt og fallegt hús. Guðríður giftist Sveinbirni Hafsteini Pálssyni, vél- smíðameistara og sérfræðingi í húsa- flutningum, 30. júní 1945 og bjuggu þau í Reykjavík og lengst af á Langholtsvegi 144. Þau eignuðust þrjú börn sem eru: 1) Guðlaug Steinþóra, gift Þórði Kristjánssyni. Guðlaug á dótt- urina Erlu. Þórður á synina Kristján og Hilmar og saman eiga þau soninn Tómas Þór. Barnabörnin eru fjögur: Ísold Heiða og Ylfa, dætur Erlu og Sigurðar Róbertssonar; Klara Rún og Baldur Freyr, börn Hilm- ars og Rannveigar Jóhanns- Elsku mamma. Þú gafst okkur lífið í orðsins fyllstu merkingu og varst alltaf til staðar, þegar við þurftum á þér að halda. Á heimili ykkar pabba var allt- af gott að vera, þar voru kær- leikur, heiðarleiki, kurteisi og virðing í hávegum höfð. Mikil gestrisni var í ykkar húsi, þar voru allir jafn velkomnir. Þú elskaðir landið þitt og móð- urmálið en enginn staður var fegurri en Vestmannaeyjar. Þú varst mikil sjálfstæðiskona og 17. júní var mikill hátíðardagur á okkar heimili. Okkur langar til að setja hér nokkur erindi úr Vest- mannaeyjaljóðinu „Heima“, sem þér var svo kært. Hún rís úr sumarsænum í silkimjúkum blænum með fjöll í feldi grænum, mín fagra Heimaey. Við lífsins fögnuð fundum á fyrstu bernskustundum, er sólin hló á sundum og sigldu himinfley. Hér reri hann afi á árabát og undi sér best á sjó, en amma hafði á öldunni gát og aflann úr fjörunni dró. Er vindur lék í voðum og vængir lyftu gnoðum, þeir þutu beint hjá boðum á blíðvinafund. Og enn þeir fiskinn fanga við Flúðir, Svið og Dranga, þótt stormur strjúki vanga, það stælir karlmanns lund. Og allt var skini skartað og skjól við móðurhjartað, hér leið mín bernskan bjarta við bjargfuglaklið. Er vorið lagði að landi, var líf í fjörusandi, þá ríkti unaðsandi í ætt við bárunið. Þegar í fjarskann mig báturinn ber og boðinn úr djúpi rís, eyjan mín kæra, ég óska hjá þér að eigi ég faðmlögin vís. Þótt löngum beri af leiðum á lífsins vegi breiðum, þá finnst á fornum eiðum margt falið hjartamein. En okkar æskufuna við ættum þó að muna á meðan öldur una í ást við fjörustein. (Ási í Bæ) Við erum þakklát fyrir þá fyr- irmynd sem þú varst okkur og trúum því að nú sért þú komin heim til Eyjanna þinna fögru og allra, sem þú unnir svo heitt. Með virðingu og þökk kveðj- um við þig, megir þú hvíla í friði. Þín börn, Guðlaug, Erla og Kári. Látin er í hárri elli kær tengdamóðir mín, en hún varð 95 ára gömul. Hún lést að Hrafnistu í Reykjavík þann 29. maí 2011. Ég kom inn í fjölskyldu henn- ar og Sveinbjörns, eiginmanns hennar, síðla árs 1979 og kynnist þá þessari mætu konu. Frá fyrstu kynnum tókst með okkur mikil vinátta sem varði alla tíð. Með fáum orðum vildi ég kveðja þessa merku konu sem unni sinni heimabyggð Vestmannaeyjum umfram allt. Ég þakka fyrir alla þá um- hyggju og hlýju sem hún sýndi sonum mínum og fjölskyldum þeirra og ekki síður barna- börnum mínum. Margar stundir áttum við saman bæði áður og eftir að hún fluttist á Hrafnistu. Ég gæti skrifað svo miklu meira um tengdamóður mína, en þær minningar mun ég geyma í huga mínum. Þinn Þórður. Nú ertu farin, amma mín. Eina amman sem ég hef getað glaðst með, nánast allt mitt líf. Frá því ég var kornungur hefur þú verið eina amman sem ég átti. En þú varst alveg meira en nóg fyrir ungan dreng að alast upp með. Alvöru amma með skápa fulla af góðgæti og hjarta fullt af hlýju. Ég minnist ávallt sunnu- daganna sem við pabbi lögðum leið okkar til þín þar sem þú varst á fullu að bera kaffi og góð- gæti í gesti dagsins. Það fór eng- inn heim öðruvísi en saddur og sæll. Þeir fengu heldur engu um það ráðið. Í heimsókn voru þeir mættir og þá var eins gott að þeir tóku til matar síns. Alvöru húsfrú með eitt takmark: Að gleðja aðra. Þú varst og verður alltaf ofarlega í huga mér. Þú varst einstök á þinn hátt, alvöru íslensk kona sem hafði lifað tím- ana tvenna. Skoðanir þínar á íþróttum munu alltaf fá mig til að brosa. Ég get ekki hugsað um ræður þínar um markvörð ís- lenska handboltalandsliðsins án þess að hlæja. En nú fæ ég ekki lengur að hitta þig. Þinn tími hér á meðal vor er liðinn. Ég er ekki sorg- mæddur því ég veit að þú ert sátt. Ég mun samt sakna þín óendanlega. Ég mun aldrei hugsa um pönnukökur eða Vest- mannaeyjar án þess að hugsa til þín. Ég veit að það gleður þig. Þú varst eina amman sem ég átti. Þú varst eina amman sem ég þurfti. Tómas Þór. Við þökkum þér, elsku amma, fyrir hvað þú varst okkur alltaf góð og allar samverustundirnar á Íslandi og í Frakklandi. Við mun- um aldrei gleyma bjarta blikinu í fallegu bláu augunum þínum. Það gleður okkur mjög að sjá þetta sama blik í bláum augum Joachims litla, sem mun alltaf minna okkur á þig. Nils og Sólveig. Elsku amma mín. Mér finnst slæmt að þú sért farin frá mér. Það var gott að fá að alast að hluta til upp hjá ykkur afa á Langholtsveginum. Hjá ykkur leið mér vel. Þú veittir mér skil- yrðislausa ást og umhyggju. Á heimili ykkar afa var stans- laus gestagangur. Það jaðraði við að hægt væri að kalla heimilið fé- lagsmiðstöð. Þú tókst vel á móti öllum og varst ánægðust ef þú gast fært fólki eitthvað að borða. Það var þín leið til að sýna ást. Þú hafðir samt alltaf góðan tíma fyrir mig. Ég var orðin vel læs fimm ára gömul af því að þú kenndir mér það. Eins og Heiðu- bókin var bókin okkar afa voru Piltur og stúlka og Maður og kona okkar bækur. Þú last bæk- urnar fyrir mig þegar ég var lítil og mér þótti mjög vænt um þeg- ar þú keyptir þær handa mér við fermingu. Það er ekki auðvelt að lýsa góðsemi þinni og manngæsku á prenti. En þú varst einfaldlega einstök. Dásamleg amma sem ég mun elska alla ævi. Án þín væri ég ekki það sem ég er í dag. Erla. Minning um Gauju. Þín er komin kveðjustund, konan er sinnti manni og börnum. Lítum á það sem frelsisfund, fremur en að halda uppi vörnum. Þegar leiðir skilur er þörf að þakka, þessa gengnu leið. En trúað ég gæti, í framtíðinni, bæði yfir börnunum vaki. Þú varst ekki áberandi, en vannst samt verk þín í hljóði, varðir þitt hús með gætni. Varst oft í garði þínum gerandi, gafst verki þínu hlýju og natni. (JLT, júní 2011) Kveðja Þóra og börn. Guðríður Guðmundsdóttir 24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2011 ✝ Oddgeir Há-rekur Stein- þórsson fæddist í Ólafsvík 13. apríl 1931. Hann and- aðist á Landspít- alanum við Hring- braut 31. maí síðastliðinn. Foreldrar Odd- geirs voru Stein- þór Bjarnason sjó- maður, f. 22.1. 1894, d. 28.10. 1966, og Þor- björg Guðmundsdóttir ljós- móðir, f. 20.3. 1892, d. 23.4. 1982, en þau bjuggu lengst af í Ólafsvík. Oddgeir var yngstur fimm systkina en þau voru Guðmundur Ársælsson, Ingi- björg, Bergþór og Sigurður Steinþórsbörn sem öll eru lát- in. Hinn 22. desember 1956 kvæntist hann Ingibjörgu Sól- rúnu Guðmundsdóttur frá Látrum í Aðalvík, f. 29.1. 1936. Börn Oddgeirs og Ingibjargar eru: 1) Guðmundur, f. 25.3. 1957, kvæntur Jóhönnu Þór- unni Harðardóttur, f. 13.8. 1959, börn þeirra eru Hlynur, f. 28.10. 1977, Ingibjörg Ósk, f. 1.12. 1978, Oddgeir, f. 1.4. geirs og Ingibjargar eru orðin 15 og barnabarnabörnin sjö. Á sínum yngri árum í Ólafs- vík stundaði Oddgeir ýmsa vinnu í landi sem tengdist sjó- sókn og á unglingsárunum sem handlangari í brúar- vinnuflokki. Hann stundaði nám í Héraðsskólanum á Laug- arvatni veturinn 1947 til 1948. Árið 1949 flutti hann til Reykjavíkur og hóf húsasmíð- anám við Iðnskólann í Reykja- vík en iðnmeistari hans var Kristvin Jósúa Hansson. Odd- geir, sem var húsasmíðameist- ari, starfaði alla tíð sem húsa- smiður hjá ýmsum meisturum, lengst af hjá Óskari Eyjólfs- syni húsasmíðameistara hjá SÍS. Á síðari árum starfaði hann þó sem verktaki. Oddgeir var af þeirri kynslóð smiða sem gátu smíðað allt, hvort sem það voru húsgögn eða stórar byggingar. Meðal margra verka teiknaði hann og byggði tvö hús í Ólafsvík fyrir systkin sín Bergþór og Ingibjörgu, húsin standa við göturnar Stekkjarholt 7 og Mýrarholt 14. Árið 2001 fluttu þau Oddgeir og Ingibjörg til Þorlákshafnar, í Lyngberg 8, eftir að hafa búið allan sinn hjúskap í Háagerði 67 í Reykjavík. Útför Oddgeirs fer fram frá Þorlákshafnarkirkju í dag, 8. júní 2011, og hefst athöfnin kl. 14. 1981, Hörður, f. 20.3. 1983, og Vil- hjálmur, f. 22.6. 1994. 2) Margrét, f. 17.3. 1958, dæt- ur hennar eru Al- dís Margrét Bjarnadóttir, f. 4.6. 1982, og Hrafnhildur Eva Guðmundsdóttir, f. 23.8. 1987. 3) Rún- ar, f. 2.11. 1960, kvæntur Guðrúnu Ágústs- dóttur, f. 23.1. 1963, synir þeirra eru Ágúst Hróbjartur, f. 17.6. 1983, Sturla, f. 8.6. 1984, og Rúnar, f. 28.2. 1995. 4) Þor- björg, f. 14.5. 1962, gift Þráni Viðari Þórissyni, f. 31.10. 1959, synir þeirra eru Heiðar Már, f. 1.9. 1994, og Hilmar Örn, f. 15.5. 1998. Þráinn á soninn Úlf Þór, f. 2.7. 1990. 5) Steinþór, f. 17.11. 1970, sambýliskona hans er Margrét Júlía Júlíusdóttir, f. 2.4. 1976, dóttir þeirra er Tinna, f. 15.3. 2007. 6) Vignir Örn, f. 6.9. 1975, sambýliskona hans er Katrín Eva Erlars- dóttir, f. 13.8. 1975, synir þeirra eru Hjörtur Árni, f. 2.11. 2007, og Hlynur Egill, f. 2.10. 2009. Barnabörn Odd- Þegar ég minnist pabba eru þau orð sem koma fyrst upp í hugann heiðarleiki, hjálpsemi og mikil manngæska; sem kom m.a. fram í því hversu mikill dýravin- ur hann var. Pabbi og mamma hófu búskap árið 1956 í Háagerði 67 í Reykjavík, sem pabbi hafði þá þegar byggt, og varð það æsku- heimili okkar systkinanna. Afi og amma, þau Steinþór og Þor- björg, bjuggu í risinu á meðan þau lifðu. Háagerðið var ekki stórt í fermetrum og sennilega var mjög þröngt um átta manna fjölskyldu, ásamt heimilisdýr- um, en við systkinin þekktum ekkert annað. Pabbi var alla tíð mjög mikill dýravinur og mátti ekki á það heyra minnst að farið væri illa með dýr. Allt frá fyrstu tíð voru kettir á okkar heimili og hafði pabbi mikla ánægju af þeim og leit á þá sem vini sína. Síðasti kötturinn sem þau mamma áttu hérna í Þorlákshöfn var enda- laus uppspretta ánægju fyrir pabba, og var mikil sorg í Lyng- berginu þegar kötturinn féll frá háaldraður. Pabbi var einhver heiðarleg- asti maður sem ég hef nokkurn tíma kynnst, og vil ég trúa því að hann hafi alið upp hið sama í okkur systkinunum. Hann gerði aldrei upp á milli þeirra sem hann vann fyrir og kappkostaði alltaf að skila af sér fullkomnu verki, stundum á kostnað þess sem hann uppskar að launum. Honum var mikið í mun að skilja þannig við verkin að ekkert væri upp á hann að klaga. Eftir að við systkinin vorum komin á fullorðinsár var hann alltaf boðinn og búinn að að- stoða okkur, sem og aðra í fjöl- skyldunni, á allan þann hátt sem hann best gat. Hann var einn að- alhvatamaður þess að æsku- heimili móður okkar, Ingibjarg- ar Sólrúnar Guðmundsdóttur, á Látrum í Aðalvík, yrði endur- reist á árunum eftir 1973 og vann mikið að því verki. Hann eyddi miklum tíma í að hjálpa mér að innrétta mína fyrstu íbúð, og hann aðstoðaði Rúnar bróður við að byggja þegar hann reisti sér sitt hús í Mosfellsbæn- um. Pabbi hafði alla tíð nýtt hlut- ina vel og aldrei viljað henda neinu sem hugsanlega gæti komið að gagni einhvern tíma seinna. Oft var hnýtt í hann fyrir að safna alls konar „spýtna- braki“ og öðru „rusli“ í bílskúr- inn og verkstæðið hjá sér, en það kom svo margoft í ljós seinna, að þegar einhvern vant- aði einhverja lista, skrúfur, skrár eða annað smálegt, þá var það yfirleitt að finna innan um dótið hans pabba. Ekki leiddist honum þá að geta dregið þetta fram sigri hrósandi. Síðasta vetur var ég svo heppinn að geta unnið með pabba að hans síðasta verkefni, sem var lítið garðhús fyrir dótt- ur mína Tinnu. Ég hafði byrjað á þessu verki síðasta sumar, meira af vilja en getu, en hann var fljótur að sýna þessu áhuga og vildi ólmur fá að koma að þessu. Þetta dundaði hann sér svo við í bílskúrnum hjá sér allt síðasta haust og hafði mikið gaman af. Þá komu timburaf- gangarnir sem safnast höfðu upp í gegnum árin sér vel. Hjarta hans og sál liggur í þessu síðasta verkefni, sem hann rétt náði að ljúka áður en veikindi hans fóru að ágerast. Blessuð sé minning þín pabbi minn. Þín er sárt saknað. Steinþór. Margt flýgur í gegnum hug- ann þegar ég minnist föður míns, Oddgeirs Háreks Stein- þórssonar. Pabbi var yngstur sinna systkina og þar af leiðandi kallaður Lilli, sem okkur systk- inunum fannst alltaf skrítið. Að alast upp í sjávarplássinu Ólafs- vík og að eiga föður og bræður sem sjómenn setur sitt mark. Þó svo að pabbi hafi ekki gert sjó- mennsku að ævistarfi og flutt til Reykjavíkur togaði sjórinn allt- af í. Frá því að ég man eftir mér var farið svo til á hverjum sunnudagsmorgni í bíltúr með okkur systkinin og alltaf lá leið- in niður á höfn. Þar gat hann rakið sögu þeirra báta sem voru í höfn hverju sinni og skipti þá engu hvort búið var að breyta þeim eða skipta um nafn. Pabbi var völundarsmiður og ég var svo lánsamur að verða lærlingur hans þegar ég hóf nám í húsasmíði. Hann var ekki lengi að kenna mér að bera virð- ingu fyrir verkfærum eða eins og hann sagði við mig þegar ég henti frá mér nýrri handsög: „Sá sem á verkfæri fær vinnu, hinir ekki.“ Það var ekki auðvelt að vera sonur pabba á þeim vinnu- stöðum sem við unnum saman á, enginn afsláttur á nákvæmni eða vandvirkni. „Ef fúskað er í uppslætti á sökkli húss eltir það verkið upp í þak,“ sagði hann ætíð. Þessi agi sem hann veitti mér var til góðs og er mitt leið- arljós í gegnum minn vinnuferil. Pabbi var ákaflega bóngóður en þótti að sama skapi ómögu- legt að biðja aðra um hjálp, vildi ekki trufla. Hann var ham- hleypa til vinnu og það var ekki til í hans orðaforða gagnvart sjálfum sér að taka það rólega en þegar sjötugsaldrinum var náð sagðist hann ætla að hætta að vinna á sunnudögum. Pabba langaði alltaf að eiga föndurað- stöðu við heimili okkar í Háa- gerði og lengi var reynt að fá leyfi til að byggja bílskúr við það en það fékkst aldrei. Ég flyt til Þorlákshafnar sumarið 2000 en um það leyti hafði pabbi ákveðið að draga saman seglin, enda að verða sjö- tugur, og selja iðnaðarhúsnæði sem hann átti í Reykjavík. Eftir að hafa heimsótt mig alloft til Þorlákshafnar vaknaði áhugi hans fyrir staðnum, sem var honum ekki ókunnugur því hann hafði unnið fjörutíu árum áður við uppslátt á einu af húsum Meitilsins. Einnig höfðu pabbi og mamma, Ingibjörg S. Guð- mundsdóttir frá Látrum í Aðal- vík, hugleitt það á sínum tíma hvort þau ættu að flytja til Þor- lákshafnar. Eftir að hafa skoðað hvað var í sölu hér á staðnum ár- ið 2001 fundu þau lítið einbýlis- hús með stórum bílskúr sem uppfyllti þeirra væntingar. Pabbi gat komið helstu tré- smíðavélunum fyrir í skúrnum og þar með rættist draumurinn um fönduraðstöðuna. Eftir að pabbi veiktist fyrir sjö árum varð fönduraðstaðan ómetanleg fyrir hann. Það að geta farið út í skúr að dunda veitti honum mik- inn styrk og létti mikið undir með mömmu í umönnun hans. Pabbi hafði í veikindum sínum meiri áhyggjur af mömmu, sem er okkar stoð og stytta, en sjálf- um sér. Að lokum minnist ég bryggju- rúnta okkar feðga sem héldu áfram, nú hér í Þorlákshöfn, þar sem við ræddum saman um báta, pólitík eða hvaðeina sem hæst bar hverju sinni, það var okkar gulltími. Blessuð sé minning pabba. Guðmundur. Oddgeir H. Steinþórsson  Fleiri minningargreinar um Oddgeir H. Stein- þórsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.