Morgunblaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 2
í d við Þú greiðir f.sím anr.og aðra notkun skv. verðskrá á siminn.is Notkun á Íslandi,100 M B innan dagsins. Netið í símanum á 0 kr. fyrir viðskiptavini Símans í dag. Magnaðir miðvikudagar! Er eitthvað nýtt að frétta? Innlendar fréttir Skannaðu hérna til að sækja 0 Barcode Scanner Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á 2 kíló af marijúana og nokkrar kannabisplöntur við leit í bifreið sem stöðvuð var á Suður- landsvegi á dögunum. Grunsemdir vöknuðu um fíkniefnamisferli þegar bíllinn var stöðvaður við reglubund- ið eftirlit en sterk kannabislykt var í bílnum. Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar LRH, segir að lög- reglumenn í hefðbundnu umferðar- eftirliti séu yfirleitt mjög glöggir að sjá ef eitthvað er athugavert. „Þeir veita því fljótt athygli ef það er eitthvað athugavert þegar þeir hafa afskipti af fólki út af umferð- arlagabrotum eða kanna ástand. Það eru allskyns brot sem koma út úr því en þetta er með því meira sem maður hefur séð,“ segir Karl Steinar um nýlegan fíkniefna- fund. Tvær konur á þrítugsaldri, ökumaður og farþegi bifreið- arinnar, voru handteknar og færðar til vistunar. Í bifreiðinni var einnig ungt barn öku- mannsins og var barnavernd- aryfirvöldum gert viðvart vegna þess. Í kjölfar fíkniefnafund- arins var farið í húsleit á heimili annarrar konunnar. Sambýlismaður hennar var handtekinn við heimilið en í bifreið hans fannst búnaður sem lögregla ætlar að hafi verið notaður við kannabisframleiðsl- una. Við yfirheyrslur viðurkenndi önnur konan aðild sína að málinu. 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Andri Karl andri@mbl.is Hættan á að lokað hefði verið fyrir greiðslu- kortanotkun Íslendinga í kjölfar falls bankanna í október 2008 var mun meiri en áður hefur ver- ið greint frá. Alþjóðlegu kortafyrirtækin VISA og Mastercard héldu neyðarfundi um málefni Íslands og var íhugað í fullri alvöru að svipta ís- lensku fyrirtækin Valitor og Borgun leyfum sín- um. Forstjóri Valitors telur að það hefði haft geigvænleg áhrif. Málið var til umfjöllunar á ráðstefnu CAC (CAC card academy) sem hófst á Hilton Reykjavík Nordica í gær og lýkur í dag. Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitors, fór í erindi sínu meðal annars yfir dagana eftir bankahrunið. Fyrir hrun greiddu Íslendingar fyrir um 70% af daglegri neyslu með kortum en þrátt fyrir það var ekki endilega litið svo á að sú þjón- usta skipti sköpum varðandi þjóðarör- yggi. En var hættan á algjöru hruni mikil? „Já, mun meiri en fólk held- ur,“ segir Viðar sem greindi frá því í erindi sínu að um raunverulega áhættu var að ræða. „Ég veit að bæði kortafyrirtækin, VISA og Mastercard, voru alvarlega að íhuga að loka fyrir kortanotkun á Íslandi.“ Mikilvægt hlutverk Seðlabankans Viðar hélt því fram í erindi sínu að áfall sem slíkt á þessum tímapunkti hefði haft í för með sér mikla ringulreið og upp- lausn, auk þess sem varaforði bankanna hefði fljótt klárast og mun verra ástand skapast en þó gerði. Einnig benti hann á að um tólf þúsund Íslendingar voru á erlendri grund þegar á þessu stóð og hefðu án efa lent í miklum vand- ræðum ef greiðslukortin hefðu hætt að virka. Að sögn Viðars tókst með samhæfðu átaki að halda þjónustunni gangandi en kortafyrirtækin, þ.e. Valitor og Borgun, funduðu fyrst í Seðla- banka Íslands nokkrum vikum áður en fyrsti bankinn féll, um óvissu á markaði og gerð áætl- unar ef bankakerfið hikstaði. „Seðlabankinn lék mikilvægt hlutverk, en ekki síður kortafyrirtækin. Valitor sem er með hátt í 70% af útgefnum kortum á Íslandi spilaði stóra rullu, sem og reiknistofan sem var lykilatriði vegna debetkortanna. Það þurfti því nokkra til.“ Ekki síst voru það þó VISA og Mastercard, enda tóku þau þá ákvörðun að loka ekki. En hvers vegna? „Ég held að það hafi verið vegna þess að það ríkti mikið traust á milli þessara kortasamtaka og íslensku fyrirtækjanna. Og ég held að þau hafi metið stöðuna hárrétt á þess- um tímapunkti. Þeim er mjög umhugað um sín vörumerki og þeir mátu það þannig, að það myndi ekki slettast á þau. Og eins kom Seðla- bankinn með ákveðna ábyrgð fyrir því að það væri til nægjanlegur gjaldeyrir til að gera upp gagnvart þessum félögum.“ Íhugað var alvarlega að loka fyrir kortanotkun  Fundað var í Seðlabankanum með íslensku kortafyrirtækjunum fyrir hrun  Neyðarfundir voru hjá VISA og Mastercard eftir hrun og ástandið sagt tvísýnt Nú fer ungt fólk að sjást víða í þéttbýlisstöðum landsins að fegra garða, runna, umferðareyjar og grindverk. Fyrstu hóparnir í Vinnuskóla Reykjavíkur taka til starfa á morgun, fimmtudag, og ætti þá aldeilis að lifna yfir borginni. Þetta unga fólk málaði kastala á Arnar- hóli í blíðskaparveðri í gær. Þeir sem mæta í Vinnuskólann á fimmtudaginn ættu að hafa í huga að klæða sig vel því þá er spáð aðeins 2 til 8 stiga hita á landinu. Svalast norðaustanlands, þurrt verður suðvestantil. Á föstudaginn hlýnar lítið eitt í veðri, spáð er norðaustlægri átt, 5-10 m/s, en hvassara norðvestantil, rigning verður með köflum, en úrkomulítið suðvestantil. Veðrið á að verða heldur hlýnandi og milt um komandi helgi. Morgunblaðið/Golli Nú lifnar yfir leiktækjunum Tekin Ýmislegt kemur í ljós við hefðbundið umferðareftirlit. Bifreiðin angaði af kannabislykt Prestar eru gagnrýnir á endurskoð- aðar tillögur mannréttindaráðs borg- arinnar um skólastarf og trúar- og lífsskoðunarmál. Málið var afgreitt til borgarráðs á fundi mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar í vikunni. Meðal þeirra reglna sem ráðið leggur til er að trúar- og lífsskoðunarfélög stundi ekki starfsemi sína innan veggja leik- og grunnskóla borgarinnar á skóla- tíma og á það við allar heimsóknir í trúarlegum tilgangi sem og dreifingu á boðandi efni. Skólastjórnendur hafa þó leyfi til að bjóða fulltrúum hópanna að heimsækja skólabekki sem lið í fræðslu um trú. Ekki má samþætta húsnæði og starfsemi stofnana sem vinna með börn á vegum borgarinnar við starfsemi trúar- og lífsskoðunar- félaga á skólatíma. Fermingarfræðsla og barnastarf má ekki trufla lögbund- ið skólastarf og helgistundir sem tengjast viðbrögðum við áfalli skulu fara fram utan skólatíma. Í þessari til- lögu eru jólasálmar og helgileikir tengdir jólum ekki bannaðir í skóla- starfi frekar en annað sem tengist gamalgrónum hátíðum og frídögum þjóðarinnar. Sr. Bjarni Karlsson í Laugarnes- kirkju og fulltrúi Samfylkingarinnar í velferðarráði borgarinnar segir tillög- urnar ótækar í bloggi sínu á Eyjunni. Hann segir að kirkjunni sé bannað að auglýsa starf sitt eins og öðrum sem bjóða börnum í félagastarf, horft sé framhjá aðild sóknarkirknanna að grenndarkennd og hverfisstemningu og lokað sé á Gídeonmenn sem hafa í yfir 60 ár gefið bláa Nýja testamentið. Sr. Vigfús Þór Árnason prestur í Grafarvogi er líka undrandi á tillög- unum. „Þetta getur ekki verið satt, eftir þúsund ára frið og sambýli krist- innar trúar og þjóðar. Það hefur alltaf verið svo gott samstarf við skóla og skólakerfið. Ég er búinn að vera prestur í 35 ár og það hafa aldrei orðið neinir árekstrar, enda erum við ekki að koma í skóla með trúboð.“ „Þetta getur ekki verið satt“  Kirkjunni bannað að auglýsa félagastarf sitt eins og aðrir í skólum Bjarni Karlsson Vigfús Þór Árnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.