Morgunblaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 33
AF LISTUM Hallur Már Hallsson hallur@mbl.is Fönkbyltingarmaðurinn ogskáldið goðsagnakenndaGil Scott Heron lést 27. maí síðastliðinn, 62 ára gamall. Heron hefur gjarnan verið kallaður „guð- faðir rappsins“ og þótt honum hafi sjálfum aldrei líkað við nafnbótina hafði hann mikil áhrif á marga af helstu röppurum samtímans. Chuck D úr Public Enemy sagði af þessu tilefni á Twitter-síðu sinni: „Hvíl í friði GSH. Við gerum það sem við gerum og á þann hátt vegna þín.“ Í upphafi flutti Heron ljóð við trommuleik svipað og The Last Poets-félagsskapurinn. En það var lagið The Revolution Will Not Be Televised sem átti stærstan þátt í að skapa honum sess sem einum helsta frumkvöðli rappsins. Heron samdi ljóðið árið 1968 þeg- ar hann var aðeins 19 ára gamall sem gefur mynd af snilligáfunni sem bjó í manninum. Skörp ádeilan hljómar jafnbeitt nú og árið 1970 þegar það var gefið út á fyrstu plötu hans, Small Talk 125th and Lenox. Útgáfan sem flestir þekkja kom svo út á Pieces of a Man ári síðar þegar Heron sló í gegn.    Heron var upp á sitt besta ásjöunda áratugnum; þegar hann var 23 ára hafði hann gefið út þrjár breiðskífur og tvær bækur og árið 1982 hafði kappinn gefið út 13 stórar plötur (þá eru ekki með- taldar tónleikaplötur og safn- plötur). Auk þess að vera vinsæll tón- listarmaður var Heron áberandi í bandarísku samfélagi snemma á níunda áratugnum. Heron og Ste- vie Wonder börðust í sameiningu fyrir því að fæðingardagur Mart- ins Luthers Kings yrði almennur frídagur. Þeir fóru í tónleika- ferðalag og söfnuðu sex milljónum undirskrifta sem áttu stóran þátt í að Reagan Bandaríkjaforseti skrif- aði undir lög sem kváðu á um að 15. janúar eða dagar þar um kring (hvernig væri að íslensk stjórnvöld gerðu það sama þegar frídaga ber upp um helgar?) yrði almennur frí- dagur. Á seinni hluta níunda áratug-arins dró úr virkni Herons þótt hann hafi komið fram reglu- lega og verið vinsæll á meðal tón- listarunnenda. Hann var gagnrýn- inn á orðbragð rappara og sagði þá mega sýna meiri virðingu og leggja meiri hugsun í kveðskap sinn. Á tímabilinu missti hann tök á eiturlyfjaneyslu sinni sem tók sinn toll. Röddin veiktist og ásýnd hans hrakaði. Árið 1999 fékk Monique de Latour sett á hann nálgunarbann í kjölfar líkams- árásar. Tveimur árum síðar var hann dæmdur til fangelsisvistar eftir að hafa verið tekinn með rúmt kíló af kókaíni á sér og aftur árið 2006 þegar hann braut skil- orð. Undanfarið var þó farið að birta til í lífi Herons og árið 2010 kom út hin frábæra I’m New Here. Eitt af bestu lögum hennar er gamla Robert Johnson-lagið Me and the Devil sem er lýsing á því þegar kölski kemur að vitja kauða fyrir að leggja hendur á konur. Þótt Heron hafi breytt textanum lítillega til að fjarlægjast samlík- inguna er þó engu líkara en að um játningu sé að ræða. Þótt Heron hafi lítið gefið út á síðustu áratug- um ætti þó að liggja fyrir töluvert af efni þar sem hann hætti aldrei að semja. Frumkvöðull rappsins kveður »Heron og StevieWonder börðust í sameiningu fyrir því að fæðingardagur Martins Luthers Kings yrði al- mennur frídagur. Goðsögn Gil Scott Heron var HIV-smitaður og lést eftir að hafa veikst á ferð sinni heim frá Evrópu. MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2011 Árið 1974 gaf Heron út plötuna Winter in America í samvinnu við hljómborðs- og flautuleikarann Brian Jackson. Það tók plötuna nokkurn tíma að öðlast viðurkenningu en hún er nú talin hafa haft afger- andi áhrif á svarta tónlist sem var í mótun á tíma- bilinu. Titillinn vísar til erfiðleika í bandarísku sam- félagi við upphaf áttunda áratugarins sem birtust í verðbólgu, olíuskorti, Watergate-hneykslinu og kuldalegu lífi stórborga. Andrúmsloft plötunnar er tregafullt en afslapp- að og vafið í hlýjan seventies-hljóm þar sem jass- og soul-áhrif blandast saman. Heron skapaði þar bluesology-stíl sinn, bræðing af söng og ljóða- lestri, „tilfinningavísindin“ eins og hann komst sjálfur að orði. Sjálft tit- illagið, hið frábæra Winter in America, var samið eftir útgáfu plötunnar og kom út á næstu plötu. WINTER IN AMERICA (1974) Ómissandi plata Bridesmaids Frá þeim sömu og gerðu gam- anmyndirnar Knocked Up og The 40 Year Old Virgin kemur hin bráð- fyndna Bridesmaids þar sem allur skalinn er tekinn. Það er ekkert grín að taka við hlutverki brúð- armeyjar ef líf þitt er jafnklúð- urslegt og líf Annie. Þegar henni er tilkynnt að besta vinkona hennar, Lillian, ætli að giftast er það skylda hennar að verða brúðarmey og sinna öllum hinum kostnaðarsömu hefðum og helgisiðum, en þó ásamt hinum brúðarmeyjunum. Þrátt fyrir að vera blönk og með brotið hjarta blekkir hún alla og keppir við hinar konurnar um að fá að sjá um undirbúning brúðkaups- ins sem verður heldur betur skraut- legt. Með aðalhlutverk í myndinni fara Kristen Wiig, Maya Rudolph og Rose Byrne. Leikstjóri er Paul Feig. Metacritic: 75/100 Rotten Tomatoes: 88/100 Hressar Allt komið í uppnám! Vín, víf og ein alls- herjar vitleysa... Bíófrumsýningar Skannaðu kóðann til að sjá brot úr myndinni. JACK SPARROW ER MÆTTUR Í STÆRSTU MYND SUMARSINS! STÓRKOSTLEG ÞRÍVÍDDAR ÆVINTÝRAMYND MEÐ JOHN- NY DEPP, PENÉLOPE CRUZ, IAN MCSHANE OG GEOFFRY HHHH “SANNKALLAÐUR GIMSTEINN! HIN FULLKOMNA SUMARMYND Í ALLA STAÐI. JACK SPARROW ER SANNARLEGA KVIKMYN- DAFJÁRSJÓÐUR” - P.H. BOXOFFICE MAGAZINE “STÓRKOSTLEG! BESTA MYNDIN Í SERÍUNNI” - L.S - CBS “BESTA ‘PIRATES’ MYNDIN” - M.P FOX TV “FRÁBÆR SKEMMTUN! JOHNNY DEPP OG PENÉLOPE CRUZ ERU TÖFRUM LÍKUST. EINSTAKLEGA ÞOKKAFULL” - D.S HOLLYWOOD CLOSE-UPS HHHH “SJÓNRÆN VEISLA” “STÓR SKAMMTUR AF HASAR” - K.H.K. - MORGUNBLAÐIÐ HHHH “IT ACTUALLY IMPROVES ON THE JOKES” - TIME OUT NEW YORK “BANGKOK ADVENTURE IS NOT WITHOUT ITS SHOCKING, LAUGH-OUT-LOUD MOMENTS.” - HOLLYWOOD REPORTER 80/100 HHHH „Djarfasta og best skrifaða X-Men-myndin til þessa.” -T.V., Kvikmyndir.is/Séð & Heyrt HHHH „Þetta er sannarlega fyrsta flokks ofurhetjumynd!“ -Þ.Þ., Fréttatíminn JACK BLACK, ANGELINA JOLIE, DUSTIN HOFFMAN, JACKIE CHAN, SETH ROGEN, LUCY LIU, JEAN-CLAUDE VAN DAMME OG GARY OLDMAN FRÁ HÖFUNDUNUM SEM FÆRÐU OKKUR ÞRÍVÍDD EINS OG HÚN GERIST BEST 90/100 VARIETY 90/100 THE HOLLYWOOD REPORTER FRÁBÆR FJÖLSKYLDUSKEMMTUN SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI HHHH - BOX OFFICE MAGAZINE SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI MIÐASALA Á WWW.SAMBIO.IS SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSISÝND Í EGILSHÖLL THE HANGOVER 2 kl. 6-8-9-10:20-11:10 12 THE HANGOVER 2 kl. 5:40 - 8 - 10:20 VIP PIRATES OF THE CARRIBEAN 3D kl. 8 10 PIRATES OF THE CARRIBEAN kl. 6 - 10 10 KUNG FU PANDA 2 3D ísl. tal kl. 5 - 6 L KUNG FU P 2 3D enskt tal kl. 10:50 (ótextuð) L KUNG FU PANDA enskt tal kl. 6 - 10:20 (textuð) L SOMETHING BORROWED kl. 8 L / ÁLFABAKKA THE HANGOVER 2 kl. 5:40-8-8:20-10:20-11 12 PIRATES OF THE CARRIBEAN 3D kl. 5 - 8 - 10:40 10 X-MEN: FIRST CLASS kl. 5 - 8 - 10:45 14 KUNG FU PANDA 3D ísl. tal kl. 4 - 6 L KUNG FU PANDA 2 3D ísl. tal kl. 6 L KUNG FU PANDA 2 3D enskt tal kl. 8:10-10:20(ótextuð) L THE HANGOVER 2 kl. 6-8-10:20 12 PIRATES OF THE CARRIBEAN kl. 6 - 9 10 THE HANGOVER 2 kl. 8 - 10:20 12 PIRATES OF THE CARRIBEAN 3D kl. 6 - 9 10 KUNG FU PANDA 2 3D ísl. tal kl. 6 L THE HANGOVER 2 kl. 8 - 10:20 12 PIRATES OF THE CARRIBEAN kl. 8 10 PRIEST kl. 10:40 16 / EGILSHÖLL / KRINGLUNNI / AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI THE HANGOVER 2 kl. 8 - 10:20 12 PIRATES OF THE CARRIBEAN kl. 8 10 THE LINCOLN LAWYER kl. 10:45 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.