Morgunblaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 17
Mikið mannfall » Vel á annað þúsund manns hefur fallið í mótmælunum í Sýrlandi. Langflestir þeirra voru óbreyttir borgarar, þ.á m. 75 börn, að sögn alþjóðlegra mannréttindasamtaka. » Sýrlenska ríkissjónvarpið fullyrti að hundruð vígamanna hefðu lagt undir sig Jisr al- Shughour og fjöldi borgarbúa hefði flúið. » Frakkar og fleiri V-Evrópuríki vilja að öryggisráð SÞ fordæmi hrottaskap ríkisstjórnar al- Assads. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Íbúar Jisr al-Shughour í norðan- verðu Sýrlandi bjuggu sig í gær und- ir áhlaup stjórnarhermanna en ráða- menn í Damaskus fullyrtu að um 120 manns, hermenn og lögreglumenn, hefðu fallið í átökum við „vopnaða glæpaflokka“ í borginni á sunnudag. Ibrahim Shaar innanríkisráðherra sagði að tekið yrði „hart og ákveðið“ á árásarmönnunum. Orðrómur var á kreiki síðdegis í gær um að skriðdrekar og brynvarð- ir liðsflutningabílar, studdir þyrlum, væru á leiðinni til Jisr al-Shughour. Komið hefur verið á fót varðstöðv- um íbúa á götunum til að reyna að fylgjast með ferðum öryggissveita. Borgarbúar hafa sett skilaboð á fés- bókarsíður sínar um að þeir óttist blóðbað og hvetja umheiminn til að koma sér til hjálpar. Einnig var hvatt til þess að fólk reyndi að stöðva umferð inn í borg- ina með því að reisa vegatálma úr brennandi hjólbörðum, grjóti og trjábolum. Óljóst er hvað raunverulega gerð- ist á sunnudag, erlendir fréttamenn fá ekki að starfa í landinu. Baráttu- menn fyrir lýðræði sem hafa efnt til mótmæla gegn stjórn Bashar al-As- sads forseta síðustu mánuði segja að ef til vill hafi komið til uppreisnar stjórnarhermanna sem hafi neitað að skjóta á óbreytta borgara. Vitað sé að til einhverra átaka hafi komið milli óeinkennisklæddra liðsmanna öryggissveita og hermanna í Jisr al- Shughour um helgina en ekki svo al- varlegra að þau skýri þessar háu töl- ur um mannfall. Uppreisnarmenn segjast ekki ráða yfir vopnum. Menn velta fyrir sér hvort um sé að ræða ýkjur um mannfall stjórnarliða sem eigi að nota sem afsökun fyrir því að gera stórfellda árás á Jisr al-Shughour sem er um 20 km frá tyrknesku landamærunum. Sýrlendingar, sem særst hafa í mótmælum, hafa margir leitað sér hjálpar í Tyrklandi. Uppreisnarmönnum hótað  Ráðamenn í Sýrlandi segja að komið verði á lögum og reglu í Jisr al-Shughour  120 lögreglu- og hermenn hafi fallið í árásum „vopnaðra glæpaflokka“ FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2011 Geysilegir skógareldar hafa herjað í Arizona í rúma viku og hafa íbúar nokkurra smáborga verið fluttir á brott, hér sést eldbjarminn frá borginni Luna í sam- bandsríkinu Nýju Mexíkó. Um 2.300 slökkviliðsmenn frá mörgum sambandsríkjum berjast við eldana sem hafa þegar eytt nærri þúsund ferkílómetra svæði. Reuters Miklir eldar í Arizona Mitt Romney, fyrrverandi ríkisstjóri í Massachusetts, fær mest fylgi í nýrri könnun Washington Post og ABC-sjónvarpsstöðvarinnar þar sem spurt var hver ætti að verða for- seti. Romney var með sama hlutfall og Barack Obama forseti, báðir voru með 47% fylgi, en ef aðeins voru teknir með skráðir kjósendur var Romney öflugri, með 49% en Obama 46%. Stuðningur við Obama hefur dvín- að mjög að undanförnu. Óánægja kjósenda með ástand efnahagsmál- anna hefur grafið undan forsetanum sem naut mikillar hylli fyrst eftir fall Osama bin Ladens. Sarah Palin, fyrrverandi ríkis- stjóri í Alaska, er með minnst fylgi af hugsanlegum frambjóðendum repúblikana. Tveir af hverjum þrem segjast ekki munu kjósa hana undir neinum kringumstæðum. kjon@mbl.is Romney skákar Obama  Öflugri meðal skráðra kjósenda Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins vill að ESB-ríkin verji 150 milljónum evra, um 26 milljörðum króna, til að greiða grænmetis- bændum bætur vegna saurgerils, E.coli, sem greinst hefur í græn- meti. Mengunin hefur banað 23 auk þess sem yfir 2.000 hafa veikst. Sala á grænmeti hefur dregist verulega saman en óljóst er hvar mengunin kom upp og í hvaða gerð grænmetis. Dacian Ciolos, sem fer með landbúnaðarmál í fram- kvæmdastjórn ESB, hvatti yfirvöld í Þýskalandi til að komast fyrir rót vandans en veikin kom að líkindum upp í norðanverðu Þýskalandi. Grænmetisbændur í ESB fái bætur vegna saurgerilsmengunar Stjórn Muamm- ars Gaddafis í Líbíu fullyrðir að loftárásir Atlantshafs- bandalagsins hafi valdið stór- tjóni á íbúðar- húsum þótt fá merki sjáist um það. Einnig hafi fjölmargir óbreyttir borgarar fallið, þ. á m. lítil stúlka í Tripoli. En nú hefur komið í ljós að barnið fórst í bílslysi. Óþekktur starfsmaður sjúkrahúss laumaði miða með þessum upplýsingum að erlendum fréttamönnum sem stjórnvöld höfðu kallað á vett- vang. Falskar upplýsingar um manntjón Muammar Gaddafi Gosaska frá eldfjallinu Puyehue í Síle truflar nú flug í Argentínu og var ferðum til og frá alþjóðavell- inum í Buenos Aires frestað í gær. Flugvellir í sunnanverðri Argent- ínu hafa verið lokaðir síðan gosið hófst á laugardag. Í Síle hafa um 4.000 manns þurft að yfirgefa heimili sín í grennd við eldfjallið. Engin virkni hafði verið í eldfjallinu frá árinu 1960. Vindar frá norðvestri hafa flutt öskuna frá Síle og yfir S-Argentínu. Síle er eitt af mestu eld- fjallalöndum heims, þau eru um 2000, aðeins í Indónesíu eru þau fleiri. Vitað er um 50-60 eldfjöll í Síle sem hafa gosið en hugsanlegt að allt að 500 séu enn virk. Gosaska truflar flugumferð Frægasti sauður Nýja-Sjálands, Skrekkur, var aflífaður um helgina enda orðinn 16 ára og afar lasburða að sögn eigandans, Johns Perriams. Skrekkur varð víðfrægur árið 2004 þegar hann var loksins handsam- aður og rúinn í beinni sjónvarps- útsendingu eftir að hafa falið sig í sex ár í hellum á Suðureynni. Ullin af merinó-sauðnum vó nærri 27 kíló. Skrekkur varð eftirlæti allra, hann fékk að hitta þáverandi for- sætisráðherra, Helen Clark, var um- fjöllunarefni í barnabókum og kom fram á góðgerðarsamkomum. „Hann var einstakur persónuleiki, elskaði börn og var afskaplega góður við fólk á elliheimilum,“ segir Perriam. Reuters Vel dúðaður Skrekkur á góðgerðasamkomu í bænum Cromwell árið 2004, hann þótti einstaklega góð auglýsing þegar safnað var fé. Loðin hetja fallin í valinn á Nýja-Sjálandi Kristján Jónsson kjon@mbl.is Mál manna er að framboðið á þekkt- um stjórnmálakörlum sem haga sér eins og flón eða fantar sé óvenjumik- ið þessa mánuðina. Bandaríski full- trúadeildarþingmaðurinn Anthony Weiner frá New York gafst loks upp á að skrökva, hann viðurkenndi iðr- andi og allt að því tárfellandi á blaðamannafundi í beinni útsend- ingu á mánudag að hann hefði sent klámfengna ljósmynd af neðri parti sínum, nánar tiltekið áberandi þrútnum nærbuxunum, með aðstoð twitter til 21 árs gamallar konu. Áður hafði Weiner, sem er 46 ára, margsinnis fullyrt að einhver óþokki hefði svindlað myndinni inn í sendinguna. „Ég skal tala skýrt, myndin var af mér og ég sendi hana,“ sagði Weiner. Hann harmaði dómgreind- arleysi sitt og sársaukann sem hann hefði valdið eiginkonu sinni og öðr- um með þessu framferði sem hann sagði hafa átt að vera „brandara“. Hann viðurkenndi að hafa átt í kyn- ferðislegu netsambandi við sex kon- ur eftir að hann giftist en aldrei hitt neina þeirra og aldrei haldið fram hjá. Og ekki brotið lög. Weiner mun hafa ætlað að senda konunni einni en sendi óvart 56.000 manns tístið með myndinni! Aðrir demókratar lítt hrifnir Þingmaðurinn svaraði fyrstu dagana með þjósti og sagði að verið væri að hindra sig í að sinna alvar- legum stjórnmálum með þessari árás tölvuþrjóta. Weiner var álitinn líklegur til frama og rætt um hann sem verðandi borgarstjóra í New York þótt eftirnafnið hafi oft vakið hlátur. Í framburði hljómar það eins og algengt slang yfir typpi. Hann segist að vísu taka ábyrgð á mistökunum en ætlar sitja áfram á þingi en Weiner hefur gegnt emb- ættinu í 13 ár. Ísköld þögn flestra fé- laga hans í demókrataflokknum seg- ir meira en nokkur orð, játning Weiners var of seint á ferðinni. Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata- minnihlutans í fulltrúadeildinni í Washington, hvetur til þess að siða- nefnd deildarinnar rannsaki málið. Hugsaði þingmaðurinn nógu stíft með heilanum?  Weiner viðurkennir að hafa logið um klámfengna mynd Hver, ég? Anthony Weiner er til vinstri í demókrataflokknum. Skannaðu kóðann til að lesa meira um Sýrland.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.