Morgunblaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 1. J Ú N Í 2 0 1 1  Stofnað 1913  143.. tölublað  99. árgangur  HEIMSLEIKARNIR Í CROSSFIT VERÐA MIKIL ÁSKORUN TOPPTÓNLEIKAR GUS GUS MÖRKUÐU UPPHAF SUMARSINS LEIST VEL Á ÞESSA STELPU OG ÞAÐ VAR GAGNKVÆMT TIGNARLEG OG TÖFF 33 70 ÁRA BRÚÐKAUPSAFMÆLI 6VINNA Í VEIKLEIKUM SÍNUM 10 Björn Jóhann Björnsson Halldór Armand Ásgeirsson Óvissa ríkir um hvort aðilar vinnu- markaðarins staðfesta kjarasamninga til þriggja ára en frestur sem þeir hafa til að taka endanlega afstöðu rennur út á miðnætti í kvöld. Eins og staðan leit út í gærkvöldi voru líkur taldar á að ASÍ myndi staðfesta kjarasamn- ingana í dag en meiri óvissa ríkti í her- búðum SA. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, segir að brýnt sé að fá skýr svör frá stjórnvöldum um hvernig eigi að örva fjárfestingar. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir skorta á skýra stefnu stjórn- valda í efnahags- og atvinnumálum en býst engu að síður við því að ASÍ stað- festi samningana í dag. „Þrátt fyrir að við köllum eftir skýrari svörum um áætlanir stjórnvalda sjáum við enga ástæðu til að slíta þessu samstarfi. En við munum halda áfram að veita stjórnvöldum aðhald og það er ljóst að það mun reyna á samstarf okkar áfram,“ segir Gylfi. Fyrir utan sjávarútvegsmálin er það óvissa um stórar vegafram- kvæmdir og byggingu nýs fangelsis sem ræður miklu um afstöðu aðila vinnumarkaðarins. Ýmis fyrirheit voru gefin í yfirlýsingu ríkisstjórnar- innar 5. maí sl. og hafa þau ekki öll gengið eftir þó að margt hafi orðið að veruleika. Kallað eftir skýrari svörum  Óvissa enn til staðar um hvort kjarasamningar verða staðfestir í dag  Forseti ASÍ gerir ráð fyrir að staðið verði við samninga en niðurstaða SA liggur ekki fyrir MEkki verið staðið við allt »4 Óvissa » Frestur aðila vinnumark- aðarins til að ógilda kjara- samninga rennur út á mið- nætti í kvöld. ASÍ og SA funduðu stíft um málið í gær. » Segi þeir sig frá samning- unum munu þeir aðeins gilda til 31. janúar 2012.  Einar Torfi Finnsson, fram- leiðslustjóri Íslenskra fjallaleið- sögumanna, gagnrýnir að Vega- gerðin skuli ekki geta rutt snjó af fjallvegum og þannig flýtt fyrir að hægt sé að opna þá. Vegagerðin hafi stungið í gegnum stóra skafla á fjallvegum áður fyrr en hafi ekki lengur nægilegt fé til slíks. Tíðarfarið í vor og sumar veldur því að fjallvegir sem venjulega hefðu verið opnir eru enn lokaðir. Íslenskir fjallaleiðsögumenn hafa þurft að breyta fjölmörgum ferðum af þessum sökum með tilheyrandi umstangi og kostnaði. »6 Hægt væri að flýta opnun fjallvega ef Vegagerðin ætti fé Morgunblaðið/Golli Náðugt Fjallvegir opnaðir seint. Laxveiðiárnar opna veiðimönnum faðm sinn hver af annarri þessa dagana. Þannig hófust veiðar m.a. í Laxá í Kjós, Elliðaánum og Laxá í Aðaldal í gærmorgun. Vorið hefur alls staðar verið kalt og veiðimenn eru sammála um að mikið og kalt vatn sé í ánum. Laxmýringar veiddu að venju fyrstu vaktina í Að- aldalnum og höfðu á orði að svo vel hefði áin ekki tekið á móti þeim í fjöldamörg ár. Morgunvaktin gaf þeim tíu stórlaxa, þá stærstu 21 og 20 pund. Jón Helgi Björnsson tók þann stærsta í Kistukvísl. Í Kjósinni og Elliðaánum hófst tímabilið líka vel. Reykvíkingur ársins 2011, Gunnlaugur Sigurðs- son, leysti Jón Gnarr borgarstjóra af þetta árið og landaði fyrst lax- inum, fimm punda hæng. Gunn- laugur, sem aldrei áður hafði rennt fyrir lax, var fljótur að fylla tveggja laxa kvótann og tók annan lax á ná- kvæmlega sama stað í Sjávarfossi klukkutíma seinna. »14 Tóku tvo tuttugu pundara á fyrstu vakt Ljósmynd/Ingibjörg Sigurjónsdóttir Laxá í Aðaldal opnuð með látum í gærmorgun og byrjunin lofar líka góðu í Elliðaánum og í Kjósinni Stórlax Jón Helgi Björnsson með stærsta lax gærdagsins sem tók agnið í Kistukvísl í Laxá í Aðaldal.  Samkvæmt hagstofu ESB, Euro- stat, var verðbólga á Íslandi 4,3% í maí. Þetta er umtalsvert meiri verðbólga en mælist að meðaltali á EES-svæðinu en hún var 3,2% í maí. Samkvæmt Eurostat var verðbólga meiri en á Íslandi í fimm ríkjum í EES í maí. »16 Verðbólga mældist 4,3% í maímánuði 12 mánaða hækkun samræmdrar vísitölu neysluverðs Rúmenía Eistland Litháen Lettland Bretland Ísland Meðaltal EES Heimild: Eurostat 8,5% 5,5% 5,0% 4,8% 4,5% 4,3% 3,2% Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hátt bensínverð hefur þau áhrif að almenningur dregur úr akstri. Run- ólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að þessi samdráttur hafi nei- kvæð margföldunaráhrif á þjónustu víða um land og þolmörkum sé löngu náð. Um liðna helgi var um 12% minni umferð á völdum talningarstöðum Vegagerðarinnar á hringveginum miðað við sömu helgi í fyrra. Um- ferðin austur fyrir fjall sl. föstudag var tæplega þriðjungi minni en á sama föstudegi 2010. Í gær var algengt verð á 95 oktana bensíni 235,90 kr. lítrinn, en dísillítr- inn var krónu dýrari. Runólfur segir að það sé þekkt í hagfræðinni að fólk hafi ákveðin þolmörk í sambandi við verðlagningu á ýmsum vörum og al- menningur hafi náð þessum þrösk- uldi í sambandi við eldsneytið. Oft hafi verið talað um að þröskuldurinn væri 200 krónur fyrir lítrann og ljóst sé að núverandi verð sé allt of hátt. Fjármálaráðherra skipaði í vetur samráðsnefnd til þess að skoða bens- ínverð og hvað væri til ráða í því efni. Runólfur minnir á að þessi nefnd hafi átt að skila tillögum fyrir einum og hálfum mánuði en enn hafi ekkert heyrst frá henni. FÍB hafi strax lagt til að dregið yrði úr opinberum gjöldum, þó ekki væri nema tíma- bundið. Hann bendir á að opinbert álag á eldsneyti hafi hækkað veru- lega undanfarið eitt og hálft ár, en staðreyndin sé sú að ríkið hafi minni tekjur en áður af eldsneytisnotkun landsmanna þrátt fyrir allar þessar hækkanir. Með öðrum orðum hefði óbreytt skattálagning og óbreytt neysla skilað ríkinu meiri tekjum. Allir tapi því á aukinni skattheimtu. Þolmörkum náð fyrir löngu  Þröskuldur olíuverðs við 200 krónur  Um 12% minni umferð um helgina Morgunblaðið/Frikki  Gengið á gjaldeyrisútboði Seðla- bankans, sem kynnt var fyrir helgi, er hagstætt að mati Hrafns Magn- ússonar, framkvæmdastjóra Lands- samtaka lífeyrissjóða. „Hins vegar veit ég að margir hefðu viljað sjá hærri vexti á skuldabréfunum sjálf- um.“ Seðlabankinn býðst til að kaupa evrur í sérstöku útboði á há- marksgenginu 210, en seljendur munu fá greitt með skuldabréfum sem bera 3,25 prósenta verð- tryggða vexti. „Lífeyrissjóðirnir vilja líka mjög gjarnan losna við gjaldeyrishöft og ef útboðið flýtir því ferli getur það haft áhrif á ákvarðanatökuna. Hver sjóður verður að meta þetta fyrir sig,“ segir Hrafn. »16 Hefðu viljað sjá hærri vexti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.