Morgunblaðið - 21.06.2011, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 2011
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Vegna kulda í vor og sumar er meiri snjór á hálend-
inu en verið hefur undanfarin ár og því verða fjall-
vegir opnaðir seinna en ella. Einar Torfi Finnsson,
framleiðslustjóri hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönn-
um, gagnrýnir að Vegagerðin skuli ekki fá fjármagn
til að moka snjó af fjallvegum og flýta þar með fyrir
að hægt sé að opna þá.
Töf á opnun fjallvega hefur þegar valdið Íslensk-
um fjallaleiðsögumönnum og viðskiptavinum þeirra
umtalsverðum vandræðum. Gera má ráð fyrir að hið
sama eigi við um fleiri fyrirtæki.
„Við verðum bara að taka því þegar vorið kemur
seint. Hins vegar er ekki eins auðvelt að sýna því
skilning að Vegagerðin hefur ekkert fjármagna til að
opna þessa vegi,“ segir hann. Áður fyrr hafi Vega-
gerðin rutt snjó af fjallvegum, jafnvel þriggja metra
þykkum höftum. Þar með hafi minna af vatni sigið of-
an í vegina og ekki liðið eins langur tími þar til þeir
þornuðu og urðu færir. Fjárskortur komi nú í veg
fyrir að hægt sé að „stinga í gegn“ fyrr en snjórinn sé
nánast allur farinn af vegunum.
Vegagerðin geti ekki stungið í gegnum höftin því
þar með myndu þeir klára fjármagnið sem þeir hafa
til viðhalds fyrir hálendisvegi en það verður einnig að
duga til að hefla o.s.frv.
Á Kili hafi verið farið of seint í að stinga í gegnum
haftið sem sé milli Kerlingafjalla og Hveravalla. Hið
sama eigi við um veginn frá Sigöldu í Landmanna-
laugar. „Þeir biðu þangað til skaflinn við Frosta-
staðavatn væri orðinn nógu lítill til þess að þeir
þyrftu ekki að leggja í meiriháttar vinnu við að ryðja
honum burtu.“
Smáaurar miðað við 2+2 yfir Hellisheiði
Ástandið veldur því að Íslenskir fjallaleiðsögu-
menn hafa þurft að endurskipuleggja fjölmargar
ferðir sem tóku mið af opnun fjallvega sl. 10-12 ár.
Laugavegarfarar hafa t.d. þurft að byrja í Þórsmörk
og enda við Landmannalaugar og þeir sem áttu bók-
að yfir Fimmvörðuháls þurfa að fá bílfar þangað.
Fara þurfti norðurleiðina að Hveravöllum þar sem
leiðin að sunnan var lokuð o.s.frv. Ærin vinna og
kostnaður, m.a. við langar bílferðir, hljótist af þessu.
„Svo virðist sem Vegagerðin þurfi að stóla algjör-
lega á náttúruna að sjá um verkið af því að það er
enginn peningur til. Það er svolítið súrt. Á sama tíma
á að leggja tvöfaldan veg yfir Hellisheiði af því að
Vegagerðin bað ekki um hann. Þetta eru svo miklir
smáaurar miðað við þá framkvæmd.“
Hægt væri að opna fjallvegi fyrr
Gagnrýnir að Vegagerðin fái ekki nægt fé til að ryðja snjó af fjallvegum Slæmt fyrir ferðaþjónustu
Mikill kostnaður og umstang hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum við að endurskipuleggja ferðir
Fjallvegir opnast seint
» Í bæklingi frá Vegagerðinni
frá 2009 er fjallað um hvenær
fjallvegir opnast í fyrsta lagi, í
síðasta lagi og að meðaltali.
» Sigalda – Landmannalaugar
hefur í fyrsta lagi opnast 12.
maí en í síðasta lagi 13. júní.
Unnið var að því að opna veg-
inn þangað í gær.
» Kjölur, frá Gullfossi að
Hveravöllum hefur í fyrsta lagi
opnast 26. maí en í síðasta lagi
15. júní. Þar er enn lokað.
„Við höfum þurft að færa til
gistingar, aflýsa og endurbóka.
Við stöndum á haus við að laga
ferðirnar að aðstæðum.“
Einar Torfi Finnsson
Kristel Finnbogadóttir
kristel@mbl.is
„Frá vegi sjást græn og falleg tún en
þegar nær er litið er þétt lag af ösku.
Við metum aðstæður dag frá degi en
það liggur fyrir að bændur í Fljóts-
hverfinu og hluta Síðunnar nái ekki
fullum heyskap og þurfi ómengað
hey annars staðar frá, jafnvel í
Landbroti líka. Á sumum bæjum
verður trúlega ekkert heyjað,“ segir
Grétar Már Þorkelsson, ráðunautur
hjá Búnaðarsambandi Suðurlands.
„Við lærðum í fyrra að þótt heyjað
sé þarf jafnframt öskufrítt fóður.
Líklega er búið að útvega það að
mestu innan sveitarinnar,“ segir
Grétar. Túnin séu fljót að jafna sig
eftir eldgosið en öskumengun sé til
staðar. Verið er að taka gróðursýni
og koma upplýsingum um niður-
stöður til bænda. „Úrkomuleysið er
farið að segja til sín. Það þýðir ekki
að bera á sum túnin vegna ösku en
við mælum með því að reyna slíkt
með næsta ár í huga,“ segir Grétar.
Hann telur úrkomu geta breytt
miklu um ástandið en undanfarið
hefur verið þurrt og vindasamt.
Einnig hefur verið kuldi en túnin eru
þó fljót að spretta þar sem askan
heldur hita og raka í jörðu. „Það er
erfitt á mörgum stöðum að endur-
rækta tún, þar sem stutt er á hraun.
Við ráðleggjum bændum að beita
sauðfé vel fram eftir og losa um
öskuna,“ segir Grétar. Hann segir
bændur eiga fyrningar en einnig sé
eftir að koma í ljós hvernig sumarið
verður. „Hljóðið í bændum er gott
og þeir sýna mikla þolinmæði,“ segir
Grétar.
Þykkt öskulag
veldur óvissu um
fullan heyskap
Morgunblaðið/Eggert
Aska Mikið öskufall var í kjölfar
eldgossins í Grímsvötnum í maí.
Öskumengun veld-
ur heyharðindum
þótt tún séu græn
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Það er ekki oft sem fólk nær því að halda upp á 70 ára
brúðkaupsafmæli en hjónin Arnbjörg Sigtryggsdóttir og
Lúðvík Geirsson tóku forskot á sæluna og kölluðu fjöl-
skylduna, börnin þrjú, barnabörn og barnabarnabörn,
saman hjá dótturinni á sunnudag í tilefni þess að þau
gengu í hjónaband fyrir 70 árum. Brúðkaupsdagurinn er
í dag og fyrsta verk dagsins verður að bjóða pottverjum í
sundlaug Seltjarnarness upp á meðlæti með kaffinu.
Hittust í Reykjavík
Lúðvík er 97 ára og frá Akranesi en
Arnbjörg, sem verður 93 ára í haust, er
úr Mývatnssveit. Hins vegar lágu leiðir
þeirra saman í Reykjavík. „Ég hafði
tekið eftir þessari stelpu og mér leist
vel á hana,“ rifjar Lúðvík upp en hann
var húsasmiður í bænum. „Það virðist
hafa verið gagnkvæmt,“ heldur hann
áfram og Arnbjörg tekur undir það. Lúð-
vík minnir á að fyrir 70 árum hafi íþrótta-
félögin í bænum reglulega verið með skemmti-
samkomur og þau hafi hist á slíkri samkomu. Hann hafi
unnið í ullarverksmiðjunni Framtíðinni við Frakkastíg
og strax fallið fyrir þessari glæsilegu konu. „Við giftum
okkur svo á lengsta degi ársins, fórum bara til séra
Bjarna (Jónssonar) og hann gaf okkur saman heima hjá
sér en við bjuggum ekki saman áður.“
Send í nám til Reykjavíkur
Arnbjörg lærbrotnaði í fyrrasumar og hefur ekki
náð sér almennilega. „Annars hefur okkur alltaf liðið vel,
þetta hefur gengið vel hjá okkur, við höfum átt gott líf og
góða heilsu,“ segir hún.
Stúlkan var ekki
nema 10 ára þegar hún
var send suður í skóla.
„Ég átti að fara að læra
eitthvað,“ segir hún, „og hef
verið hérna síðan.“ Hún bjó hjá
skyldfólki og að loknu námi fór hún að vinna í kexverk-
smiðjunni Frón. Eftir að þau Lúðvík giftu sig fór Arn-
björg að sinna heimilinu og börnunum, en þau hafa alla
tíð búið í Reykjavík og á Seltjarnarnesi.
Hjónin hafa stundað laugarnar um árabil, en Arn-
björg segist ekki hafa farið í sund síðan hún lærbrotnaði.
„Annars fór ég alltaf alla daga,“ segir hún og bætir við að
hún ætli að mæta árdegis og fá sér kaffi með fólkinu í til-
efni dagsins.
Leist vel á þessa stelpu
og það var gagnkvæmt
Hjón á Seltjarnarnesi eiga 70 ára brúðkaupsafmæli
Platínubrúðkaup Arnbjörg Sigtryggsdóttir og Lúðvík Geirsson eiga 70 ára brúðkaupsafmæli í dag.
Í brúðkaupsfræðunum er 70 ára brúðkaupsafmæli
nefnt platínubrúðkaup og einnig hefur það verið kall-
að járnbrúðkaup. 75 ára brúðkaupsafmæli heitir at-
óm- eða gimsteinabrúðkaup.
Lengsta skráða hjónaband þeirra sem eru á lífi
eiga Gunnar Jónsson og Dallilja Jónsdóttir í
Stykkishólmi, en þau voru gift 27. maí 1939.
Kristján G. Kristjánsson og
Svanfríður Jónsdóttir í
Bandaríkjunum voru gift
í 75 ár og 297 daga. en
þau voru gift 7. júní
1877.
Platínubrúðkaup
70 ÁRA BRÚÐKAUPSAFMÆLI
„Það er erfitt að segja til um áhrifin
en það eru greinilega gosefni hér á
botninum,“ segir Sigurður Ólafsson,
skipstjóri á samnefndum bát frá
Hornafirði, um áhrif öskufalls á hum-
arveiðar. Hann var staddur við veiðar
í Meðallandsbugt, suður af Kirkju-
bæjarklaustri en um er að ræða veiði-
svæði sem liggur næst gossvæðinu
þar sem öskufall var mest.
„Hér er mjúkur botn og við finnum
fyrir því að meiri drulla er á svæðinu.
Efnin eru nýfallin og það tekur tíma
fyrir þau að setjast almennilega,
kannski ár eða tvö. Þetta eru hins
vegar hlutir sem við höfum séð áður,“
segir Sigurður og vísar í jökulhlaup
síðustu ára. Hann hefur ekki trú á að
gosefnin muni hafa áhrif á hvort veiði
verður minni eða meiri en áður og
segir öskuna ekki hafa áhrif á hum-
araflann.
„Við þurfum að sjálfsögðu að þvo
allan humarinn þegar hann kemur
um borð eins og við höfum alltaf gert
en askan veldur okkur ekki vandræð-
um,“ segir Sigurður. Spurður um
vertíðina segir hann hana hafa gengið
vel framan af þótt dregið hafi úr veiði
núna í júní. Það sé hins vegar hefð-
bundið ástand á svæðinu þar sem
veiðin er mest í apríl og maí. Sigurður
reiknar með að vera áfram við veiðar
í Meðallandsbugtinni.
„Hvort gosefnin koma til með að
hafa einhver framtíðaráhrif á lífmass-
ann í hafinu verður að koma í ljós.
Þetta er ekki að eyðileggja neina
veiði fyrir okkur,“ segir Sigurður.
kristel@mbl.is
Meiri drulla á botnin-
um en humarinn góður
Aska veldur ekki vandræðum við veiðar