Morgunblaðið - 21.06.2011, Side 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 2011
Það er beinlínis
átakanlegt að 2,6
milljarðar manna hafi
ekki aðgang að salerni
á hverjum degi. Ef við
lítum nánar á hvað
býr að baki þessum
tölum, blasir ekki
skárra við. Langflestir
þessar tveggja millj-
arða og sex hundruð
milljóna manna búa í
þróunarríkjum. Helmingur íbúa
þróunarríkja hefur ekki aðgang að
almennilegu salerni. Ef félagsleg og
efnahagsleg staða er tekin með í
reikninginn vandast enn málið: í
Suður-Asíu hafa aðeins tvö af
hverjum tíu heimilum á meðal
þeirra fjörutíu prósenta íbúa sem
fátækastir eru, aðstöðu til að ganga
örna sinna á öruggum, hreinum og
mannsæmandi stað.
Betur má ef duga skal
Þrátt fyrir að umtalsverður ár-
angur hafi náðst í þróunarmálum
frá árinu 2000, hefur árangur ein-
faldlega verið lítill sem enginn í því
að auka salernisaðstöðu. Ef heldur
áfram sem horfir munu fleiri en
ekki færri vanta örugga hreinlætis-
aðstöðu árið 2015.
Það ár munu leiðtogar heimsins
meta hvort þúsaldarmarkmið Sam-
einuðu þjóðanna hafi náðst en eitt
þeirra er að helminga fjölda þeirra
sem ekki njóta lágmarks hreinlæt-
isaðstöðu. Þetta eru hrikalegar töl-
ur og að baki þeim er ósegjanleg
mannleg þjáning, óskaplegt dæmi
um óréttlæti í heiminum, glötuð
tækifæri til hagvaxtar og vaxandi
umhverfisspjöll.
Enginn getur látið sér í léttu
rúmi liggja hvað skortur á
hreinlætisaðstöðu hefur í för með
sér á öllum sviðum. Fleiri börn
deyja úr niðurgangi en alnæmi,
malaríu og mislingum samanlagt.
Fyllilega er unnt að koma í veg fyr-
ir niðurgangspestir en útbreiðsla
þeirra tengist því mjög
að vera berskjaldaður
gagnvart saur.
Jafnvel þegar nið-
urgangur er ekki ban-
vænn, dregur hann
mjög þrótt úr mönn-
um. Þeim sem verða
fyrir barðinu á niður-
gangspestum, einkum
fátækustu börnunum,
er hættara við skæð-
um öndunarfærasýk-
ingum og að þjást af
viðvarandi næring-
arskorti. Hitabelt-
issjúkdómar breiðast
út af völdum óvarins saurs.
Lyf geta bjargað mörgum þeirra
milljóna sem þjást af þessum van-
ræktu hitabeltissjúkdómum. En
betri hreinlætisaðstaða gæti dregið
gríðarlega úr tíðni og að lokum
upprætt sjúkdóma sem auðvelt er
að stöðva. Slíkt væri mun ódýrara
en lyfin og myndi á sama tíma
greiða fyrir mörgum ávöxtum þró-
unar.
Dregur úr hagvexti
Skortur á viðunandi salernum
dregur úr hagvexti. Alþjóðabankinn
mat það svo nýverið að árlegur
kostnaður vegna lélegrar hreinlæt-
isaðstöðu á Indlandi næmi 53,8
milljörðum Bandaríkjadala, 6,3
milljörðum í Indónesíu og 193 millj-
ónum í Laos, aðallega vegna áhrifa
á heilsu og umhverfið. Ímyndum
okkur að þessu fé væri varið til að
bæta þekkingu á hollustu, byggja
mannvirki og þróa samfélög. Við
gætum bundið enda á hreinlæt-
isvandann. Börn, konur og karlar
væru þegar farin að njóta bættrar
heilsu, efnahagslegra tækifæra og
þeirrar mannlegu reisnar sem
fylgir góðu hreinlæti.
Ef til vill spyrð þú sjálfa(n) þig
hvernig á því stendur að nú árið
2011 hafi 2,6 milljarðar manna ekki
aðgang að viðunandi salerni. Margt
hæft fólk hefur reynt að svara
þessari spurningu og það er greini-
lega ekkert eitt svar við henni.
Vissulega er ekki heiglum hent
að auka hreinlætisaðstöðu í takt við
skjóta mannfjölgun. Samt sem áður
eru sérfræðingar á einu máli um að
það vegi þungt á metaskálunum að
þeir sem taki ákvarðanir séu
smeykir við að tala opinberlega um
hreinlæti og á meðan hreinlæt-
isvandi nýtur ekki sannmælis mun
hann standa óleystur. Það er brýn
nauðsyn á almennri fræðslu, mark-
vissri stefnu og umfram allt póli-
tískum vilja til að leysa þetta mál.
Við stöndum nú við vatnaskil því
sífellt fleiri gera sér ljóst hve þýð-
ingarmikill aðgangur að hreinlæt-
isaðstöðu er og það eru margar
ástæður til bjartsýni. Sameinuðu
þjóðirnar hafa undanfarið sýnt í
verki vilja sinn til að setja hrein-
lætisaðstöðu efst í forgangsröðina í
alþjóðlegum þróunarmálum.
2,6 milljarðar ástæðna
Ríki hafa viðurkennt að aðgang-
ur að hreinlætisaðstöðu sé mann-
réttindi. Og nú fyrir nokkrum mán-
uðum samþykktu aðildarríki
Sameinuðu þjóðanna ályktun um að
binda enda á opin holræsi, auka
fjármögnun og beita samhæfðum
aðgerðum í áætluninni Sjálfbær
hreinlætisstefna: fimm ára átak til
2015.
Þetta átak til 2015 beinist að
þeim sem taka ákvarðanir í við-
leitni til að mynda pólitískan vilja
til að finna úrræði í að bæta hrein-
lætisaðstöðu. Því verður formlega
ýtt úr vör 21. júní í höfuðstöðvum
Sameinuðu þjóðanna í New York.
Ég skora á ykkur að leggja þessu
máli liði. Viljum við að fleira fólk
hafi aðgang að almennilegu salerni
árið 2015? Já auðvitað viljum við
það – til þess eru 2,6 milljarðar
ástæðna!
Vantar: almennileg salerni
fyrir 2,6 milljarða manna
Eftir hans kon-
unglegu tign
Willem-Alexander,
prinsinn af Óraníu
» Fleiri börn deyja
úr niðurgangi en
alnæmi, malaríu og
mislingum samanlagt.
Willem-Alexander,
hans konunglega hátign
prinsinn af Óraníu.
Höfundur er ríkisarfi Hollands og
formaður ráðgjafanefndar fram-
kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna
um vatn og hreinlætisaðstöðu
Við 50.000 kr. ein-
greiðslu og 28.000 í or-
lofsuppbót bætast líf-
eyrissjóður, orlof,
tryggingagjald og ým-
is önnur gjöld, sem
hækka greiðsluna yfir
100.000 kr. Séu laun-
þegar í landinu um
150.000, þá gerir þetta
samtals um 15 millj-
arða. Hvert skyldu svo
þessar 15.000 millión krónur fara,
sem vinnuveitendur greiða? Gróf-
lega reiknað fá launþegar útborgað
helminginn eða samtals um 7,5 millj-
arða. Ríkið hirðir 6 milljarða og líf-
eyrissjóðirnir um 1,5 miljarða.
Miðað við stöðu fyrirtækja í land-
inu, annarra en
útflutningsfyrirtækja
og banka, er ljóst að
eingreiðslan og orlofs-
uppbótin fara beint út í
verðlagið. Við það
hækkar í verðbólg-
ustíflunni. Ég segi
stífla, því eftir hrun hef-
ur verðbólgan safnast
upp, eins og vatn í
stíflu. Það kemur að því
að stíflan brestur og
verðbólgan rýkur upp
úr öllu valdi með til-
heyrandi hækkun verðtryggðra
lána. Þannig munu þeir sem voru
komnir niður í 110% rjúka upp í
150% skuld í „eigin“ húsnæði. Ef að
líkum lætur mun Seðlabankinn
reyna að slökkva verðbólguna með
hækkun vaxta, en það er álíka gáfu-
legt og að slökkva eld með því að
hella olíu á hann. Niðurstaðan verð-
ur það sem sumir hagfræðingar
kalla kæruleysislega ruðningsáhrif
og getur endað með því að allt
brennur til kaldra kola.
Óskiljanlegt er að stjórnvöld og
þeir sem kallaðir eru aðilar atvinnu-
lífsins skuli ekkert hafa lært af
reynslu fortíðarinnar. Hefði ekki
verið nær leysa þetta saman í takt
við raunveruleikann, t.d. með hækk-
un skattleysismarka og lækkun
tryggingagjalds? – spyrna þannig á
móti verðbólgunni með smá-skjald-
borg um launþega og fyrirtæki.
Ekki veitir af miðað við daglegar
fréttir um fjölda fólks, sem getur
ekki greitt af íbúðum sínum, og spár
um fjölda fyrirtækja, sem verða
gjaldþrota á árinu í viðbót við öll hin
sem eru farin. Reyndar myndu
tekjur ríkisins minnka til skamms
tíma og lífeyrissjóðirnir ekki græða
eins mikið á verðbólgunni til lengri
tíma litið. Lífeyrissjóðirnir segjast
ekki græða á verðtryggingunni og
halda fram að þeir fái bara til baka
sömu stærð af krónum og þeir lán-
uðu. Auðvelt er að sýna fram á að
það er ekki rétt hjá þeim með því að
reikna til baka fasteign, sem einhver
hefur misst á verðbólgubálið. Ekki
að furða að lífeyrissjóðir leggist
gegn niðurfellingu verðtrygging-
arinnar.
Hvert fer eingreiðslan
og orlofsuppbótin?
Eftir Sigurð
Oddsson
Sigurður Oddsson
» Það kemur að því
að stíflan brestur
og verðbólgan rýkur
upp úr öllu valdi með
tilheyrandi hækkun
verðtryggðra lána.
Höfundur er verkfræðingur.
Á morgunverð-
arfundi Samkeppn-
iseftirlitsins fyrir
skömmu kom m.a.
fram að formlegt
eignarhald á fyr-
irtækjunum hefur
gjörbreyst frá árinu
2007, þá voru 85%
fyrirtækja í eigu ein-
staklinga, en nú eru
það 48% fyrirtækja
sem eru í eigu ein-
staklinga. Bankar, skilanefndir og
lífeyrissjóðir eiga nú samtals 38%
þeirra fyrirtækja sem voru í þess-
ari úttekt Samkeppniseftirlitsins
en árið 2007 voru aðeins 4% þess-
ara sömu fyrirtækja í eigu þeirra.
Staða fyrirtækja sem stunda
viðskipti í dag og eru ekki í eigu
vogunarsjóða og ríkisins er mjög
slæm. Ástandið frá hruni hefur
hríðversnað og staða fyrirtækja
sem fóru í gegnum þensluárin af
skynsemi og án skuldsetningar
mun verri nú en fyrir hrun. Á
sama tíma er staða skuldsettustu
fyrirtækjanna öllu betri og hafa
þau engar áhyggjur af verðlagn-
ingu né hver borgar launin.
Fyrir hrun urðu til
viðskiptasamsteypur sem höfðu
villandi ítök á markaði. Þessar
viðskiptasamsteypur blésu út fyrst
og fremst vegna þess að eigendur
þeirra gátu misnotað aðstöðu sína
og nutu óeðlilegrar fyrirgreiðslu.
Þannig tókst þeim að drepa niður
keppinauta og verða alls ráðandi.
Þau fóru eins og eldur í sinu um
landið og keyptu upp einkafyr-
irtæki og markaðshlutdeild fyrir
ódýrt lánsfé sem þau höfðu nær
ótakmarkaðan aðgang að. Þetta
var gert í skjóli krosseignatengsla,
spilltra stjórnmálamanna og án
meiningarfullrar umræðu Baugs-
miðlanna og RÚV.
Í stað þess að stórfyrirtækin
fari sína náttúrulegu leið; keypt,
seld, eða í gjaldþrot, þá taka
Steingrímur J. og Jóhanna ákvörð-
un um að bankar og ríki taki þau
yfir, létti af þeim skuldum þannig
að þau geti haldið áfram sínum
myrkraverkum á markaði. Þetta
er samkeppnin sem upp á er boðið
á Íslandi í dag. Búskussum hamp-
að en búmönnum hegnt. Varfærni
og íhaldssemi er sem sagt af hinu
illa í augum ríkisstjórnar Jóhönnu
og Steingríms. Staða lítilla einka-
fyrirtækja í dag er sú að þau fá
engar afskriftir skulda en þurfa að
keppa við skuldlausa risa á rík-
isspena.
Almenningur og fjölskyldufyrir-
tæki eru látin éta það sem úti frýs.
Í dag er verið að gera aðra tilraun
núna í mörgum af þessum stórfyr-
irtækjum með viðskiptamódel sem
gekk ekki upp við bestu rekstrar-
skilyrði í samfélaginu. Í þetta sinn
halda ríkisspeking-
arnir að „Eldorado“
sé hinum megin við
hornið og „módelið“
gangi upp á kreppu-
tímum og í samdrætti.
Hvernig halda
menn að það sé fyrir
einkaaðila að stunda
samkeppni í þessu
umhverfi þar sem rík-
ið er að selja pítsur
og skipta um hjól-
barða? Var það svona
sem við vildum að hið
nýja Ísland liti út? Staðan á ís-
lenskum markaði er sú að stórfyr-
irtæki hafa lítið minnkað við sig
frá mesta þensluástandi sem þjóð-
in hefur kynnst. Vegna þess að
ekkert af stórfyrirtækjunum má
fara á hausinn erum við að reka
okkar viðskiptalíf á nánast jafn-
mörgum fermetrum með nánast
jafnmörgum fyrirtækjum, útibúum
og búðarkössum þrátt fyrir sam-
drátt í neyslu.
Hvernig halda menn að það sé
fyrir nýja aðila að hasla sér völl í
viðskiptalífi okkar í þessari stöðu?
Stjórnvöld nota það sem eina af
röksemdum sínum fyrir því að
eyðileggja kvótakerfið að það sé
ekki nýliðun í greininni. Hvar er
nýliðunin í matvörunni? Eða
bankarekstri? Ekki er hægt að sjá
að hin margumtalaða „nýliðun“
eigi auðveldara í öðrum atvinnu-
greinum. Við verðum að leyfa
þeim fyrirtækjum sem gengu ekki
rekstrarlega fyrir hrun að fara á
hausinn. Það er lykilatriði til að
hreinsa til á markaði sem var og
er yfirspenntur.
Nú verður að beita sér fyrir
upplausn viðskiptasamsteypna
landsins og rekja ofan af hnykl-
inum til að tryggja betur heilbrigt
samkeppnisumhverfi bæði gagn-
vart fyrirtækjum og neytendum.
Flest fyrirtæki halda að sér hönd-
um og fækka fólki vegna hás
tryggingagjalds, skekktrar sam-
keppni og gjaldeyrishafta. Hér var
ágætt skattkerfi, bæði einfalt og
skilvirkt, en nú er búið að rústa
því. Ef öfga-vinstrimaðurinn
Steingrímur J. hefði verið formað-
ur Framsóknarflokksins fyrir
u.þ.b. tveimur áratugum væri SÍS
eflaust enn á lífi, murkandi lífið úr
einkaframtakinu.
SÍS væri enn á lífi
Eftir Guðmund F.
Jónsson
»Hvernig halda
menn að það sé fyrir
einkaaðila að stunda
samkeppni í þessu
umhverfi þar sem ríkið
er að selja pítsur og
skipta um hjólbarða.
Guðmundur F.
Jónsson
Höfundur er viðskiptafr. og formaður
Hægri-grænna, flokks fólksins.
„Einhver verður að hafa orð á þessu
opinberlega, án þess að bera nokkra
ábyrgð persónulega, né hafa áhrif á
dreifingu þess framkvæmdafjár
sem hér um ræðir – ofsaháar upp-
hæðir.“
Einhvern veginn svona tók til
orða topp-farþegi sem ég hafði þann
heiður að keyra sem leigubílstjóri á
BSR. Stundum getur fólk látið allt
flakka á glaðri stund í trausti þess
að bílstjórinn sé bundinn trúnaði
bæði samkvæmt lögum og reglu-
gerð – og virði hann. Því get ég ekki
nafngreint þá sem komu mér í
skilning um að blindbeygjan á mót-
um Hringbrautar og Miklubrautar
er í boði R- listans en ekki Vega-
gerðarinnar – sem þó hefði þarna
átt að hafa getað haft vit fyrir vit-
leysingunum – væri allt með felldu.
Vanir menn hefðu rifið öll íbúðar-
húsin við Miklubraut, enda engum
bjóðandi að búa í sjálfu meng-
unarkófinu. Vitaskuld yrðu að koma
til fullar bætur til handa eigend-
unum.
Þá gæfist loks tækifæri til að út-
búa sómasamlega hljóðmön með
stórum trjám við Hlíðarnar og svig-
rúm skapaðist til að gera alvöru
undirgöng (allavega tvenn) fyrir
gangandi og hjólandi vegfarendur
undir sjálfa aðal-umferðar-
slagæðina.
Páll Pálmar Daníelsson,
leigubílstjóri.
Ósæð þjóðarlíkamans
ber að lækna
Frá Páli Pálmari Daníelssyni
Bréf til blaðsins
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500
www.flis.is • netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni