Morgunblaðið - 21.06.2011, Page 26

Morgunblaðið - 21.06.2011, Page 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 2011 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Dýrahald Merktu gæludýrið Fyrir gæludýr. Merki með hlekk, nafni dýrsins og símanúmeri eiganda. Verð 2000 kr. Fannar, Smiðjuvegi 6, Kóp. Rauð gata. Sími 551-6488. fannar@fannar.is Coton de Tuléar - Uppl. á heimasíðu http://www.skeljapommar.com Skelja Kasper er undan foreldrum sem fluttir eru inn frá Danmörku. Hann er tilbúinn til afh. með ættbók frá REX. Gisting Hótel Sandafell Þingeyri Býður gistingu og orlofsíbúðir. Sími 456 1600. Húsnæði óskast Viðskiptafræðingur - Vesturbær Viðskiptafræðingur óskar eftir 2-3 herb. íbúð eða hæð í Vesturbænum. Öruggar greiðslur. Algjör reglusemi og reyklaus. Vinsamlega hringið í síma 860 2915, Pétur. Atvinnuhúsnæði Vörulager og skrifstofur. Til leigu eitt eða fleiri skrifstofurher- bergi ásamt vöruleger með innkeyrsludyrum í 104 RVK. Uppl. í síma 896 9629. Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Málarar Íslandsmálarar ehf. Þakmálun - Þakmálun!! Húsfélög - Húseigendur Þarf að huga að viðhaldi á þakinu? Við sérhæfum okkur í málun og viðgerðum á þökum. Gerum tilboð ykkur að kostnaðar- lausu. Löggiltur málarameistari. Grétar, s. 899 2008. islandsmalarar@gmail.com Hjólhýsi Góð aðstaða meðan þú byggir í sveitinni 18 m² tveggja öxla hjólhýsi, tvö svefnherbergi, fín innrétting, eldavél og uppþvottavél, 240v kerfi, wc, sturta. Gerðu mér tilboð. Uppl. í síma 841-7794. Kaupi silfur Vantar silfur til bræðslu og endur- vinnslu. Fannar verðlaunagripir. Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi. fannar@fannar.is – s. 551-6488. Bílaþjónusta ✝ Vilhelm Arn-ar Krist- jánsson fæddist á Eskifirði 15. sept- ember 1930. Hann lést að heimili sínu Sigurhæð, Eskifirði, 29. jan- úar 2011. Foreldrar hans voru Kristján Tómasson (Magn- ússonar), versl- unar- og bankamaður, f. 21.6. 1894, d. 12.1. 1981 og Guðrún Árnadóttir (Halldórssonar), f. 9.4. 1898, d. 13.8. 1976, hús- freyja, en þau voru bæði fædd á Eskifirði og bjuggu þar alla ævi. Systir Arnars var Guðný Hallgerður Kristjánsdóttir, f. 6.3. 1918, d. 5.2. 1944, en Guðný var gift Ragnari Sig- urmundssyni vélstjóra, f. 26.8. 1918, d. 4.10. 2007. Þá ólst upp með Arnari fóst- ursystir hans, Jóhanna Pét- ursdóttir búsett í Garðabæ, f. 10.3. 1925, en hennar maður var Einar Guðmundsson flug- vélstjóri, f. 19.4. 1924, d. 20.12. 2005, þau eignuðust sex börn, Guðna (látinn), El- ísabetu, Róbert, Ernu, Eddu og Pétur Arnar. Arnar kvæntist 21.4. 1952 Önnu Kristbjörgu Krist- insdóttur (Indriðasonar) frá Höfða í Grýtu- bakkahreppi við Eyjafjörð, f. 6.11. 1931, d. 9.10. 1995, en þau slitu sam- búð 1960. Börn þeirra eru: 1) Kristján Pálmar Arnarsson, f. 13.3. 1952, og 2) Kristrún Helga Arnarsdóttir, f. 24.10. 1954. Barnabörn Arnars og Önnu eru a) Erna Kristín Kristjáns- dóttir, f. 1974, gift Sveini Heiðari Sveinssyni, f. 1968, börn þeirra eru: Matthías Logi, f. 2007, og Snædís Alda, f. 2009. b) Arnar Þór Kristjánsson, f. 1988, og c) Unnar Kristjánsson, f. 1991. Arnar fæddist á Sig- urhæð á Hlíðarendanum á Eskifirði, ólst þar upp og bjó þar til yfir lauk. Hann var alla jafnan fámáll um sína hagi og annarra en vinamargur og ríkur af frændum og frænkum enda af stórum fjölskyldum kom- inn, m.a. Högnastaðaætt og Kollaleiruætt. Útför Vilhelms fór fram frá Eskifjarðarkirkju 5. febrúar 2011. Heyr, himna smiðr, hvers skáldið biðr, komi mjúk til mín miskunnin þín. (Kolbeinn Tumason) Faðir okkar Arnar fæddist að Sigurhæð, Eskifirði, 15.9. 1930, bjó í því húsi í rúm 70 ár og lést þar 29.1. 2011. Arnar ólst upp í skjóli góðra foreldra og stórrar fjölskyldu en faðir hans Kristján Tómasson var af Kollaleiruætt og móðir hans Guðrún Árnadóttir af Högn- astaðaætt, en báðar þessar fjöl- skyldur eru stórar á Eskifirði. Arnar var mikill lestrarhestur fram á efri ár og mjög glöggur á bókina, en honum stóð til boða að fara í langskólanám sem unglingur en hann valdi að fara á sjóinn og mun hafa stungið af til sjós 14 ára gamall. Arnar tók stýrimanna- og vélstjórapróf strax og hann hafði aldur til og var á öllum gerðum af fiskiskipum, allt frá trillum innfjarðar uppí togara á Grænlandsmiðum og við Ný- fundnaland, þar til hann fór í land um sextugt. Lengst af starfaði hann sem vélstjóri og hjá sömu útgerðinni mikinn hluta starfsævinnar, fyrst hjá Jóni Kjartanssyni hf. og síðar Hraðfrystihúsi Eskifjarðar, en áður var hann meðal annars á togaranum Austfirðingi og með Sigurði Magnússyni á Víði SU 175. Arnar missti eldri systur sína Guðnýju Hallgerði (f. 1918) úr krabbameini árið 1944, hann komst seint yfir það því stóra systir hans var besti vinur hans og stuðningsaðili. Hann átti uppeldissystur, Jóhönnu Pét- ursdóttur, sem einnig ólst upp á Sigurhæð. Arnar var harðduglegur og velviljaður maður, frændræk- inn, barngóður, umhyggjusam- ur og oft þrjóskur. Hann var hjálparhella vinum sínum og þeim sem minna máttu sín. Við þökkum öllum sem sýndu okkur hlýhug, virðingu og kær- leik við andlát og útför föður okkar Vilhelms Arnars Krist- jánssonar og saman kveðjum við öll góðan dreng og þökkum honum samferðina. Guð blessi ykkur öll ríkulega. Að gjöra vilja þinn, Guð minn, er mér yndi, og lögmál þitt er innra með mér. (40. Davíðssálmur) Pálmar og Kristrún. Vilhelm Arnar Kristjánsson Ég man ekki vel eftir því hve- nær Haukur varð partur af fjöl- skyldunni. Það er eins og hann og Sigrún hafi alltaf verið ein heild, „Sigrún og Haukur“. Ég á góðar minningar af því þegar ég eyddi sumri í sveitinni hjá Sig- rúnu og Hauki, þá aðeins 11 ára að mig minnir. Árný var bara pínulítil og ég átti að vera að hjálpa Sigrúnu með börnin. Veit nú ekki hversu mikil hjálp var í mér, en ég skemmti mér alla- Haukur Tryggvason ✝ HaukurTryggvason fæddist á Akureyri 31. mars 1949. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Þingeyinga 29. maí 2011. Útför Hauks fór fram frá Húsavík- urkirkju 10. júní 2011. vega mjög vel. Þeir sem voru í brúð- kaupi Sigrúnar og Hauks munu aldrei gleyma því. Allir voru mættir í skírnina hennar Eydísar systur þeg- ar allt í einu hefst brúðarmarsinn. Auðvitað héldu allir að organistinn hefði ruglast, en svo var ekki. Síðar fréttum við að prest- urinn hefði haft áhyggjur af því að mamma og Sigrún, sem skipulögðu þessa uppákomu, væru að reyna að smygla Hauki inn í ættina og að hann hefði ekki verið velkominn. Það var nú öðru nær, því ljúfari mann væri erfitt að finna. Síðar lágu leiðir Sigrúnar og Hauks suður og við Baldur mað- urinn minn fengum oft að koma í „mömmumat“ um helgar. Það hefur alltaf verið svo gaman að heimsækja Sigrúnu og Hauk og þau nánast eins og aðrir foreldr- ar okkar fyrir sunnan. Því þótti okkur líka mjög gaman þegar Sigrún og Haukur ásamt börn- um og tengdasyni slógu til og komu í heimsókn til okkar í Ari- zona önnur jólin okkar úti ásamt mömmu, pabba og systkinum. Það var ógleymanleg ferð og efni í heila bók að tíunda öll ævintýr- in sem við lentum í. Ferðast var um allt Arizona og mikið um Kaliforníu og einnig til Las Ve- gas. Haukur hafði mjög gaman af því að keyra annan af tveimur stórum sex sæta Oldsmobile sem voru leigðir til að koma öllu lið- inu á milli staða og Haukur var alltaf tilbúinn að þvælast með mömmu og Sigrúnu í búðir og hafði ótrúlegt minni yfir það hvar hlutirnir voru í búðunum. Mikið var gert grín að verslun- inni í þessari ferð sem endaði nú með að verða aðeins meiri en þessi eini jogginggalli sem Sig- rún ætlaði að kaupa á Kjartan. Einnig fataði Haukur sig upp og mig minnir að ég hafi heyrt að það hafi tekið hann um tíu ár að fara í gegnum allar nærbuxurnar sem voru keyptar í ferðinni, en auðvitað gæti það verið ýkt að- eins. Það var leitt að heyra það í október 2009 að Haukur hefði greinst með krabbamein og allir áttu von á því að hann myndi ná sér upp úr þessu. Það vantaði ekki að Haukur barðist hetjulega og með reisn en því miður höfðu veikindin yfirhöndina. Stórt skarð er í fjölskyldunni og eigum við eftir að sakna hans mikið. Það var sérstaklega erfitt að búa svona langt í burtu og geta ekki verið nær ykkur en okkur þótti mjög vænt um að geta séð Hauk á Skype með hattinn góða og að heyra í honum í síma aðeins viku áður en hann skildi við. Sigrún, Sólrún, Árný, Kjartan og fjölskyldur; við samhryggj- umst ykkar innilega, missir ykk- ar er mikill en eftir standa minn- ingar um góðan og traustan mann sem munu aldrei gleym- ast. Við þökkum Hauki fyrir sam- fylgdina og vitum að við sjáum þig hinum megin þegar okkar tími kemur. Kristín Ólafs og fjölskylda, Chandler, Arizona. Það hryggir mig meira en orð fá lýst að hann Stebbi litli bróðir hennar mömmu minnar sé dá- inn. Hann barðist hetjulega við illvígan sjúkdóm sem dró hann til dauða á aðeins níu vikum. Stefán var sonur Halldórs Jóns- sonar og Valgerðar Jónu Páls- dóttur. Hann ólst upp á Skúm- stöðum og Sunnutúni á Eyrarbakka. Ingunn móðir mín er elst, síðan tvíburarnir Jón og Stefán Anton, Páll og Anna Oddný. Stefán Anton Halldórsson ✝ Stefán AntonHalldórsson fæddist á Eyr- arbakka 14. júní 1950. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans 27. maí 2011. Stefán var jarð- sunginn frá Landakirkju 3. júní 2011. Þegar tvíbur- arnir fæddust var móðir mín send til að tilkynna að tví- burarnir væru fæddir, hún hljóp vestur allan Bakk- ann hentist inn úr dyrunum hjá Sigga frænda á Sunnu- hvoli móð og más- andi: Þeir eru tveir, þeir eru tveir, hverjir, segir Siggi, voru tveir strákar að hrekkja þig, Inga mín …? Þannig var það, þeir voru oft nefndir í sömu and- ránni og voru þeir ekkert að hafa fyrir að leiðrétta þegar þeim var ruglað saman. Tvíbur- arnir voru uppátækjasamir, mér dettur alltaf í hug Emil í Katt- holti nema þeir voru tveir, skyldi maður síðan hafa ætlað að prakkaraskapurinn eltist af þeim, þá er það algjör misskiln- ingur. Ég naut þess í ríkum mæli að vera elsta systkinabarn- ið og hafði marga til að dekra við mig. Þegar tvíburarnir fóru í sigl- ingar færðu þeir mér, stelpu- skottinu, ýmsar gersemar sem ekki voru til á Íslandi, ég man eftir leðurstígvélum, dúkkum í fínum kjólum og fötum í massa- vís. Þegar ég var yngri vissi ég ekkert skemmtilegra en prakk- arasögur af Stebba og Nonna og þannig var það einnig með börn- in mín, dóttir mín 7 ára spurði mig: Voru sagðar tvíburasögur, þegar ég kom úr jarðarförinni þinni, elsku Stebbi minn. Minn- ingarnar um þig, frændi minn, eru ljúfar og góðar, ég man vel eftir VW bjöllunni ykkar og þeg- ar þið Erna komuð á Bakkann var hún fyllt af fólki og rifumst við krakkarnir um hver ætti að sitja í pínulitla farangursrýminu, þar tróðum við okkur 3-4 gris- lingar, síðan var brunað á Stokkseyri til ömmu á Sjónarhól þar sem alltaf var boðið upp á pönnukökur og popp. Stebbi var glaðvær, fjörugur, einstaklega skemmtilegur en umfram allt góður maður. Stebbi var giftur Ernu Friðriksdóttur. Stebbi reisti þeim stórt og glæsi- legt hús í Vestmannaeyjum og Erna sá um að fegra innanhúss. Þau eignuðust þrjú heilbrigð börn sem þau komu öllum vel til manns eru þau Dagmar, Friðrik og Sigurður Ari, þau eru öll hörkudugleg og beisla orku tví- buragenanna í íþróttaiðkun og eru þau öll framúrskarandi á því sviði. Dýrmætast af öllu hjá Stebba og Ernu voru börn og barnabörn og hafa þau borið gæfu til að njóta þeirra hamingju í botn. Frændi minn var mikill vinnu- þjarkur hvort sem var á vinnu- stað eða heima fyrir, ég efast ekki um að hann muni hvísla ein- hverjum lausnum að Friðriki við endurhönnun sumarbústaðarins sem þau Erna voru nýbúin að festa kaup á og þau ætluðu að njóta í framtíðinni. Elsku Erna, hugur minn er hjá þér og fjöl- skyldu ykkar Stebba og megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Elsku Stebbi minn, takk fyrir allt og minnist ég þín með bros á vör og heyri hlátur þinn í fjarska og hugsa um ljúfan og góðan frænda sem ég hlakka til að hitta síðar. Sigríður Guðlaug Björnsdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist. Minningargreinar                         

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.