Morgunblaðið - 21.06.2011, Qupperneq 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 2011
Það er svo spennandi
að vera með tónleika
í þessum fallega garðskála
seint um kvöld. 32
»
Þórður Hjartarson hefur gefið út
skáldsöguna Konungur fjalls og
heiða og segir sjálfur að þetta sé
skáldsaga með heillandi persónu-
og samfélagslýsingum um þann
tíma þegar byrjað var að við-
urkenna hrossarækt sem alvöru bú-
rækt.
Þórður segist hafa ætlað að gefa
út 400 blaðsíðna sögu en útgef-
endur viljað að hann stytti bókin
um nær helming. „Þá stóð ég
frammi fyrir því að þurfa að henda
þessari bók og ég bara gat það
ekki. Ég ákvað að kljúfa söguna í
að minnsta kosti tvö bindi og gefa
út sjálfur“ segir hann
Leggur mikið í mannlýsingar
Þórður segir persónur bók-
arinnar hafa orðið til fyrst og hann
síðan spunnið sögu í kringum þá. „
Mér fannst einhvern veginn vanta
ákveðna karaktera. Sveitamenn eru
svo ólíkir eftir því hvort þeir eru í
kindum og hrossum eða einvörð-
ungu í beljunum. Þess vegna bjó ég
til hinn dæmigerða kúabónda og
hinn dæmigerða hrossa- og fjár-
bónda. Bókin gengur út á mannlýs-
ingar og ég þurfti að leyfa þessum
karakterum að tala,“ segir Þórður.
Í öðru bindi er það söguþráð-
urinn sem skapar söguna en ekki
karakterarnir eins og í fyrsta
bindinu svo það verða einhver stíl-
skil milli binda að sögn Þórðar.
Hann stefnir á að gefa annað bindið
út næsta sumar en útgáfa og sala
fyrsta bindisins hefur ekki verið
þrautalaus. „Þetta hefur verið ægi-
lega mikill táradalur en nú fer land-
ið að rísa,“ segir Þórður og hlær.
diana@mbl.is
Þurfti að leyfa þessum
karakterum að tala
Ljósmynd/Sigmundur Sigurgeirsson
Táradalur Þórður Hjartarson hefur gefið út Konung fjalls og heiða.
Nú stendur yfir sýning á högg-
myndum eftir Steinunni Þórarins-
dóttur á Dag Hammarskjöld-torginu,
en höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna
eru við enda torgsins. Sýningin, sem
heitir Borders, stendur til 30. sept-
ember. Steinunn segir að á sýningunni
séu 26 höggmyndir eftir hana, þrettán
úr járni og þrettán úr áli, en verkið
var sérstaklega gert fyrir torgið. „Það
er langt og mjótt og gefur tilefni til
einskonar „landamæra“, og einnig
skiptir nærvera Sameinuðu þjóðanna
máli, þetta rímar allt saman.“
Sýningunni hefur verið vel tekið og
samkvæmt upplýsingur frá New York
borg er Borders vinsælasta sýning
sem verið hefur á torginu. Þetta er
ekki í fyrsta sinn sem Steinunn sýnir
vestan hafs, það hefur hún gert
margoft og til að mynda er nú á ferð-
inni um landið farandsýning hennar,
Horizons, sem lagði upp fyrir fjórum
árum. „Það var til dæmis verið að
setja Horizons upp í skúlptúrgarði
Georgia Museum of Art sem er helg-
aður kvenmyndhöggvurum en Hori-
zons er fyrsta sýningin í garðinum.
Ég hef því oft þurft að fara til Banda-
ríkjanna á síðustu árum og gaman að
fá tækifæri til þess að kynnast land-
inu á þennan hátt.“
Á landamærum í New York
Þeir sem lesið hafa einhverja af bók-
um René Goscinny og Alberts
Uderzo um Gaulverjann Asterix, sem
heitir Ástríkur upp á íslensku, vita að
það sem helst fer fram í þeim ágætu
bókum er að menn rómverskir eru
beittir harðræði, þeim reknar eyrna-
fíkjur og höfuðhögg. Nú hafa fræði-
menn lagst yfir bækurnar og flokkað
þau höfuðmeiðsl sem þar er greint frá
auk annars miska er menn verða fyr-
ir.
Í bókunum, sem eru orðnar á
fjórða tuginn, fá menn 704 höfuðhögg
alls. Af þeim eru 698 karlar og 63,9%
þeirra Rómverjar. 120 Gaulverjar fá
höfuðhögg, 59 stigamenn eða sjóræn-
ingjar, 20 Gotar, 14 Normanar, átta
víkingar, fimm Bretar og fjórar geim-
verur. Þetta kemur fram í fagriti evr-
ópskra taugaskurðlækna. Þar kemur
einnig fram að flesta áverka veittu
Gaulverjar, 87,1% og Ástríkur og
Steinríkur meira en helming áverk-
anna, 57,6%. Einnig er þess getið að í
langflestum tilfellum, 83%, séu þeir
sem veita áverkana undir áhrifum
heimabruggaðs lyfs. Meiðsl voru mis-
mikil, 390 flokkast sem alvarleg
meiðsl, 89 miðlungs og 225 lítil meiðsl.
Fantur Gaulverjanum galvaska,
Ástríki, er laus höndin.
Hættuleg
glíma við
Gaulverja
Tíð höfuðmeiðsl í
bókunum um Ástrík
Aðrir tónleikar í tónleikaröð-
inni Þriðjudagskvöld í Þing-
vallakirkju verða haldnir í
kvöld kl. 20:00.
Þær Pálína Árnadóttir fiðlu-
leikari og Margrét Árnadóttir
sellóleikari flytja verk eftir
m.a. Haydn og Beethoven. Síð-
asta verkið á efnisskrá þeirra
systra er Passacaglia Händels
í umritun Halvorsen.
Aðgangur er ókeypis en tek-
ið er við framlögum í tónlistarsjóð kirkjunnar við
kirkjudyr. Tónleikagestir eru vinsamlega beðnir
að leggja bílum sínum við Flosagjá og ganga síð-
asta spölinn.
Tónlist
Klassík í Þing-
vallakirkju
Georg Friedrich
Händel
Arnór Bieltvedt, sem búsettur
er í Kaliforníu, tekur um þess-
ar mundir þátt í 15 ára afmæl-
issýningu Galerie Beeldkracht
í Groeningen í Hollandi, sem er
umboðsaðili fyrir Arnór í Evr-
ópu. Sýningin hófst 1. júní og
stendur til 31. júlí. Auk mál-
verka Arnórs verða til sýnis
verk eftir bandaríska lista-
manninn Michael Parks, Lurie
Matei fra Moldavíu, Lyvie de
Sutter frá Belgíu, Natalya Stadnyk frá Úkraniu,
Alfred Gockel frá Þýskalandi, Lukas Kandl frá
Frakklandi og hollensku listamennina Nico Vriel-
ink, Ad Arma, Noud Adams, Sjer Jacobs og fleiri.
Myndlist
Arnór Bieltvedt
sýnir í Hollandi
Arnór
Bieltvedt
Forlagið hefur gefið út bókina
Óskabarn eftir Brynhildi Þór-
arinsdóttur, sem segir frá ævi
og störfum Jóns Sigurðssonar.
Bókin er ætluð börnum til
skemmtunar og fróðleiks og
samhliða því að segja frá Jóni
fjallar bókin um kosningarétt,
lýðræði og byltingar í Evrópu á
19. öld.
Bókin er myndskreytt með
vatnslitamyndum eftir Sigur-
jón Jóhannsson auk annarra teikninga og ljós-
mynda. Brynhildur Þórarinsdóttir hefur hlotið
fjölmargar viðurkenningar fyrir bækur sínar,
meðal annars Norrænu barnabókaverðlaunin.
Sögubækur
Óskabarnið Jón
Sigurðsson
Kápa
Óskabarns
Díana Rós A. Rivera
diana @mbl.is
Útvarpsleikhúsið á RÚV hlaut
Norrænu útvarpsleikhús-
verðlaunin í ár. Tilkynnt var á ár-
legum fundi norrænna útvarps-
leikhúsa 17. júní síðastliðinn að
einleikurinn Djúpið eftir Jón Atla
Jónsson hefði verið valið besta út-
varpsleikhúsverkið á Norð-
urlöndum árið 2011. Viðar Egg-
ertsson, stjórnandi
útvarpsleikhússins tók við verð-
laununm.
Í tilkynningu kemur fram að
höfundur hafi sótt innblástur sinn
til þrekraunar Guðlaugs Friðþórs-
sonar sem synti í land eftir að
skip hans fórst við Vestmanna-
eyjar árið 1984 og var sex tíma í
köldum sjónum. Ingvar E. Sig-
urðsson lék í Djúpinu, um tónlist
sá Hilmar Örn Hilmarsson og
hljóðvinnslu Einar Sigurðsson en
Jón Atli leikstýrði verkinu.
Viðar Eggertsson segir útvarps-
leikhúsin á hinum Norðurlöndum
hafa skipað sér í röð þeirra bestu í
Evrópu og viðurkenning af þessu
tagi því styrkja sjálfsmynd út-
varpsleikhússins á Íslandi. Hann
segir þetta jafnframt skemmtilega
afmælisgjöf en 80 ár eru síðan
byrjað var að leika í útvarpinu.
Djúpið hefur átt mikill vel-
gengni að fagna og meðal annars
verið flutt víða í Skotlandi auk
þess að vera valið sem eitt verka í
jaðarhluta leiklistarhátíðarinnar í
Edinborg, Edinburgh Fringe, sem
haldin verður í byrjun ágúst.
„Þetta er kannski eðli einlægn-
innar,“ segir Viðar spurður að því
af hverju verkið sé eins vinsælt og
raun ber vitni. „Jón Atli ræðst í
þetta verk á eigin spýtur, hann er
einherji og var ekki með mikinn
stuðning á bak við sig. Þegar
menn vita hvert þeir stefna, eru
einlægir í verkum sínum og hafa
auk þess til að bera mikla hæfi-
leika eru þeir stundum að upp-
skera eins og þeim ber eins og í
tilviki Jóns Atla.“
Hann segir Jón Atla jafnframt
nálgast söguna á bak við verkið á
einstakan hátt. „Fólk úr dóm-
nefndinni tjáði sig um hversu mik-
il áhrif verkið hafði á það og hvað
þetta leikrit er magnað,“ segir
Viðar að lokum.
Hreyft við fólki í Djúpinu
Útvarpsleik-
húsið verðlaunað
Morgunblaðið/Ómar
Djúpið Ingvar E. Sigurðsson leikari og Jón Atli Jónasson, höfundur verksins og leikstjóri.
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
Húsmóðirin (Nýja sviðið)
Mið 22/6 kl. 20:00 aukasýn Fim 23/6 kl. 20:00 aukasýn
Sýningum lýkur í júní. Ósóttar pantanir seldar daglega
Húsmóðirin - HHHH E.B. Fbl