Morgunblaðið - 21.06.2011, Síða 36
ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 172. DAGUR ÁRSINS 2011
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Georg Guðni látinn
2. Fannst látinn
3. Reykvíkingur ársins 2011
4. Er komin í kynþokkafulla þyngd
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Glæpasagnaverðlaun Hins íslenska
glæpafélags, Blóðdropinn, verða af-
hent í dag, þriðjudag, í aðalsafni
Borgarbókasafnsins í Grófinni. At-
höfnin hefst klukkan 17 og verður
boðið upp á léttar veitingar.
Blóðdropinn og blóð-
rauðar veitingar
Í tilefni af Jóns-
messu 24. júní nk.
verður efnt til
Jónsmessuhátíðar
hinn 25. júní og
tónleikar haldnir í
Merkigili á Eyrar-
bakka en þar búa
söngvaskáldin Uni
og Jón Tryggvi
sem hafa undanfarna mánuði boðið
upp á tónleika á heimili sínu í Merki-
gili. Alþýðusveitin Ómar Diðriks og
Sveitasynir kemur fram og heldur uppi
fjörinu. Tónleikarnir hefjast kl. 16.30.
Jónsmessu fagnað
með söng í Merkigili
Í dag er al-
þjóðlegur dag-
ur hjólabrettisins.
Skeitarar um allan
heim fagna þessum degi
og er Ísland ekki undan-
skilið. Í hádeginu
hittast hjólabretta-
unnendur við Hall-
grímskirkju og renna
sér saman niður á
Ingólfstorg þar sem
þeir síðan leika listir
sínar.
Degi hjólabrettisins
fagnað með listum
Á miðvikudag N og NA 3-10 m/s, en hægari vindur sunnanlands.
Skúrir á S- og SV-landi, annars skýjað með köflum. Hiti 4 til 14 stig.
Líkur á vægu næturfrosti í innsveitum norðaustanlands.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Skýjað með köflum og skúrir sunnantil, eink-
um síðdegis. Hiti 4 til 13 stig, kaldast við norður- og austurströnd-
ina. Hætt við vægu næturfrosti í innsveitum norðaustanlands.
VEÐUR
Eftir tuttugu daga bið eftir
fótboltaleik voru Keflvík-
ingar fljótir upp úr start-
blokkunum gegn Haukum í
gærkvöld og voru komnir í
2:0 eftir 20 mínútur af bik-
arslag liðanna. Keflvík-
ingar sigruðu að lokum,
3:1. Þór er einnig kominn í
átta liða úrslit bikarkeppn-
innar eftir sigur á Víkingi
R. fyrir norðan, 3:1, sem og
Fjölnir sem sigraði Hamar,
3:2. »3
Ferskir eftir 20
daga bið eftir leik
Handknattleiksþjálfararnir Kristinn
Guðmundsson og Óskar Bjarni Ósk-
arsson stjórnuðu handboltaskóla á
Ísafirði á dögunum og Sveinbjörn
Pétursson landsliðsmarkvörður var
með í för. „Það var ótrúlega skemmti-
legt að sjá hve margir efnilegir hand-
boltamenn eru á Ísafirði,“ sagði
Kristinn við Morgunblaðið en þeir
ætla að fara víðar um landið. »4
Efnilegir handbolta-
menn á Ísafirði
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Á dögunum voru sex útskriftarnem-
endur við Háskóla Íslands verðlaun-
aðir með úthlutun úr verðlaunasjóði
Guðmundar P. Bjarnasonar en mark-
mið sjóðsins er að verðlauna afburða-
nemendur í eðlis- og efnafræði. Nem-
arnir útskrifuðust á árunum
2009-2011 en þar af voru fimm konur,
sem þykir nokkuð merkilegt í ljósi
þess að karlar hafa hingað til verið í
meirihluta í eðlis- og efnafræðinámi
við HÍ.
Einn verðlaunahafanna er Katrín
Lilja Sigurðardóttir en hún útskrif-
aðist með BS-próf í efnafræði í vor,
sat í ritnefnd Snefils, blaðs efna- og
lífefnafræðinema, og kemur að því
ásamt hópi fólks að þjálfa íslenska ól-
ympíuliðið í efnafræði. Katrín er
einnig meðlimur Sprengjugengisins
svokallaða, sem í sumar mun ferðast
um landið með Háskólalestinni og
sýna listir sínar og efnafræðitöfra.
Allt hægt með góðum stuðningi
„Mér finnst vera alveg fullt af
stelpum í raungreinadeildinni og tek
ekki eftir því að strákarnir séu miklu
fleiri,“ segir Katrín og gefur lítið fyrir
meint karlaveldi í deildinni. „Ég hef
sjálf mikinn áhuga á raunvísindum al-
mennt og eftir menntaskólann átti ég
í miklum vandræðum með að velja á
milli efnafræðinnar, eðlisfræðinnar
og stærðfræðinnar,“ segir hún. „Ég
byrjaði í stærðfræðinni en svo
eignaðist ég barn númer tvö og
það varð einhvern veginn til
þess að ég ákvað að skipta
yfir í efnafræðina. Þar fann
ég mig algjörlega.“
Katrín kallar ekki allt
ömmu sína þegar kemur að
dugnaði í námi en hún er
28 ára þriggja barna
móðir og mun hefja
framhaldsnám í efna-
fræðinni í haust. Hún
var aðeins 16 ára þegar hún eignaðist
sitt fyrsta barn.
„Ég fór í menntaskóla 18 ára, þeg-
ar strákurinn minn var tveggja ára
gamall og þessi ár voru mjög erfið,
aðallega fjárhagslega, af því að ég var
ein í þessu,“ segir Katrín. Mennta-
skólanámið stundaði hún við Verzl-
unarskóla Íslands og ber skólanum
afar vel söguna. „Ég fékk mikinn
stuðning og starfsfólkið sýndi mér
mikinn velvilja og hlýju.“
Katrín segir ungar konur sannar-
lega geta stundað háskólanám og
eignast fjölskyldu á sama tíma. Hún
hefði þó varla lokið náminu nema með
góðum stuðningi. „Maðurinn minn,
Kristján Páll Rafnsson, var mér stoð
og stytta og fjölskyldan hjálpaði mik-
ið til,“ segir hún. „Síðan lærir maður
að bera virðingu fyrir tímanum sem
maður hefur og ráðstafa honum bet-
ur,“ bætir hún við að lokum.
Ber virðingu fyrir tímanum
Konur sækja
á í námi í raun-
greinum við HÍ
Morgunblaðið/Eggert
Saman Sumarrós Lilja Kristjánsdóttir, Róbert Leó Jónsson, Hólmfríður Katla Kristjánsdóttir og Katrín Lilja.
Sprengjugengið er hópur
efnafræðinema við Háskóla
Íslands sem m.a. var stofn-
aður með það í huga að
kynna fagið fyrir almenn-
ingi og uppræta þann mis-
skilning að efnafræðingar geri
lítið annað en að húka yfir
stærðfræðiskruddum og
efnafræðiformúlum alla
daga.
Sprengjugeng-
ið hefur starfað
frá því árið
2003 og hef-
ur í gegnum árin staðið fyrir litrík-
um og dulmögnuðum sýningum
þar sem meðlimir hópsins hafa
leikið sér að eiginleikum ýmissa
efna og heillað jafnt unga sem
aldna með sjónarspili sínu. „Und-
irtektirnar hafa verið rosalega
góðar og þetta er mjög vinsælt hjá
yngri kynslóðinni,“ segir Katrín
Lilja.
Sprengjugengið verður á ferð-
inni með Háskólalestinni í sumar
en hægt er að nálgast áætlun lest-
arinnar á slóðinni www.ung.hi.is/
haskolalestin.
Efnabrellusýningar
SPRENGJUGENGIÐ
KR og FH fengu heldur betur ólík
verkefni í Evrópumótum félagsliða í
fótboltanum. KR fer í stutta heim-
sókn til Færeyja og mætir liði
Fuglafjarðar en FH fer til portú-
gölsku eyjunnar Madeira og mætir
uppeldisliði Cristianos Ronaldos.
Breiðablik fer til Noregs og ÍBV til
Írlands. »2
KR og FH gegn mis-
sterkum eyjaskeggjum